Dýraverndarinn - 01.09.1947, Blaðsíða 10
dyraVerndarinn
40
Nokkrar fyrirspurnir
Svohljóðandi í'yrirspurnir haí'a Dýravernd-
aranum borizt:
1) Er það leyfilegt að rota sauðlé — futl-
orðið og lömb — með venjulegum hamri, þann-
ig, að pannan (krúnubeinið) sé brotin?
Svar: Það er algerlega óleyfilegt. Helgríma
eða byssa eru einu aflífunartæki á sauðfé, sem
lögleg eru. Drápsaðferð sú, sem fyrirspurnin
getur um, er hrottaleg mjög, og má heita furðu-
legt, ef svo villimannlegt atbæfi á sér stað hér
á landi.
2) Er leyfilegt að snara rjúpur og hengja
þær síðan í greip sinni?
Svar: Veiðiaðferð þessi mun ekki varða við
lög, þó að hún sé allt annað en mennileg á að
sjá.
3) Væri ekki liugsanlegt, að það tækist að
liafa eftirlitsmenn eða félög i hverjum hreppi,
til þess að líta eftir ýmsu, sem við kemur
Dýraverndunarfélagi Islands?
Svar: Vitanlega er þetta ekki óhugsandi, en
það er geysilega mikið verkefni að stofna
dýraverndunarfélag í hverri sveit ó landinu
og hverjum kaupstað. I Englandi mun þó ekki
vanta mikið ó, að þetta hafi verið gert. Á
Norðurlöndum, arinars staðar en á Islandi, eru
dýraverndunarfélög líka mjög víða. Hins veg-
ar ber hreppstjórum og öðrum löggæzlumönn-
um að hafa eftirlit með því, að dýraverndunar-
lögin, ekki síður en önnur lög, séu haldin. Ef
þeir gera það ekki, bregðast þeir skyldu sinni
í J)ví trúnaðarstarfi, sem þeir hafa með hönd-
um. I niðurlagi fyrirspurnarinnar gætir auð-
sjáanlega misskilnings. Það er ekki Dýravernd-
unarfélagi Islands, sem fyrst og fremst her að
hafa eftirlit með dýraverndunarlögunum, lield-
ur löggæzlumönnum þjóðfélagsins. Það, sem
Dýraverndunarfélagið gerir í þessu efni er sjálf-
boðaliðsvinna meðlima þess hinni raunverulegu
löggæzlu til styrktar. Ritstj.
Minningarspjöld:
Hin fögru minningarspjöld Minningarsjóðs Jóns
Ólafssonar, fyrrum bankastjóra og minningarspjöld
Dýraverndunarfélags íslands, fást í skrifstofu Hjart-
ar Hanssonar, Bankastræti 11, — árituð og send, ef
óskaS er. — Sími: 4361.
DYRAVERNDARINN
kcmur að minnsta kosti út átla sinnum á ári, mán-
uðina: febrúar, marz, apríl, maí, september, október,
nóvember og desember.
Ætlunarverk Dýraverndarans er að vinna að upp-
eldis- og menningarmáli allra þjóða, en það er sú
siðbót, sem fram kemur i verndun málleysingja og
miskunnsemi við munaðarlausa.
Dýraverndarinn vill vinna sér traust og hylli allra
góðra mauna, ungra og gamalla.
Þeir, sem útvega fimm kaupendur að Dýraverndar-
anum, eða fleiri, fá 20% í sölulaun.
Afgreiðslu og innheimtu „Dýraverndarans“ annast
Hjörtur Hansson, Bankastræti 11 (miðhæð), póstlióll
566, Reykjavík, og ber að senda honurn allar greiðslur
blaðsins og tilkynningar um nýia kaupendur. — Ar-
gangur „Dýraverndarans“ kostar nú 10 lcrónur. —
Það, sem til er af eldri árgöngum, er selt mjög lágu
verði, eða kr. 5,00 árg.
Áheit og gjafir
t Yl')innin^aríjói J/óná Otajiionar ianhaitjóra
lrá 1/1—31/8. 1947.
Áheit: Sjúklingur 25 kr. Sigga 25 kr. N.N. 25 ltr.
G.J. 20 kr. Maggi 20 kr. Hanna 25 kr. — Gjafir: Jarp-
ur 20 kr. J.S. 20 kr. N.N. 25 kr. G.S. 25 kr. Skjóni
20 kr. Ó.K. 15 kr. H.S. 10 kr. S.S. 30 kr. G.H, 100
kr. Dísa 15 kr. Jóna 20 kr. Kisa 10 kr. Sjómaður 50
kr. Nonni 10 kr. G.G., til minningar um Pál heitinn
Steingrímsson, ritstjóra, 100 kr. Samtals 610 kr. —
Kærar þakkir. F. h. Dýraverndunarfélags íslands, Ól.
Ólafsson, p.t. gjaldkeri.
\ hestbaki í hríðarbyl
Sig hefur bylur hyrzt um stund.
Barns ég dyl ei kæti.
Fullvel skilar fáki á grund.
Finn ég yl í sæti.
Öskar Stefánsson.
Efni, sem ællað er til birtingar í blaðinu, sendist
ritstj. Heimilisfang: Njálsgata 80, Rvík. (Sími 5732).
Ritstjóri: Sigurður Helgason.
Útgefandi: Dýraverndunarfélag fslands,
Félagsprentsmiðjan h.f.