Dýraverndarinn - 01.12.1951, Page 4
58
DYRAVERNDARINN
andimar hræddar í einu kofahorninu. Smám
saman urðu þær spakari, og þegar vorið kom,
voru þær spökustu fuglarnir í fuglahópnum.
Þær tíndu brauðmola úr litlum lófum. Vögguðu
lieim á hlað og voru óhræddar við stóra veiði-
hundinn. En það var líka vitur hundur að norð-
an, sem vissi, hvað hann mátti og mátti ekki.
Villiandirnar, sem sagt er frá, voru bliki og
önd. Blikinn hét Grænhöfði, en öndin Villa,
og bæði höfðu villzt frá móður sinni.
Heimasíkið er stórt, og þangað leituðu hópar
af villiöndum, þegar vorið kom. Grænhöfði og
Villa þráðu ástir og ævintýri og leituðu þeirra
í hópi framandi fugla. Og einn dag flaug Græn-
höfði burt og sást aldrei framar. Aldrei er stórt
orð og á vafasaman tilverurétt. Meir en þrjátíu
árum síðar hitti einn af þessum drengjum ó-
vanalega spakan grænhöfða við lítinn læk að
vori til. Hann var ;:vo spakur, að strjúka mátti
höfuð hans, og hann hjúfraði nefið vinalega
i lófa hins fullvaxna manns.
Enn þá virðast menn ekki vita, hvort villtir
grænhöfðar geti lifað í þrjátíu ár eða lengur.
En þetta er eitt af mörgum atvikum, sem valda
því að þessi maður hefur enga ánægju af því
að skjóta góða fugla. Og við lækjarniðinn sagði
hann Grænhöfða söguna af systur hans. Það var
saga okkar allra. Fá ár og svo dauðinn. Ferða-
maðurinn spurði Grænhöfða — þvi að Græn-
höfði hafði víða farið — hvort sorg og söknuð-
ur væri eina leiðin til þroska. En Grænhöfði hélt
áfram að leita að smádýrumi í leðjunni, og svar
gaf hann ckkert. Ferðamaðurinn dvaldi lengi
við lækinn, því að grænhöfðar verða seint sadd-
ir. Hann flaug norður. Ef til vill átti hann þar
friðland í auðn og óbyggð. Ef til vill átti hann
heima við Mývatnið stóra, þar sem menn skjóta
ekki góða fugla.
Villa fór burt nokkrum dögum siðar en
Grænhöfði, en hún fór ekki langt. Ihin hjó sér
hreiður í stórþýfðum móa. Blikinn hennar
dvaldi langdvölum á litla síkinu við Grænahól,
en það er gamall stekkur. Þangað heimsóttu
drengirnir hana, en blikanum var lítið um þær
heimsóknir gefið og flaug jafnan burt, en Villa
þekkti vini sína og þáði ánægð og óhrædd bauð-
mola úr litlum lófum. Fábrotin voru heimkynni
hennar, en þó að einu leyti fráhrugðin híbýlum
Björn J. Blöndal
í september 1950.
(Ljósm.:
Þorsfeinn Jósepsson.)
systra liennar í'lestra eða allra. Hún gekk örna
sinna á vissum stað. Hún var þrifinn fugl.
Villa eignaðist tólf egg og tólf unga. Það
gerði hún líka næstu þrjú ár.
Þegar ungarnir komu úr eggjunum, faldi
Villa sig með unga sína i háu sefi. Grænhöfðinn
hennar yl'irgaf hana og leitaði uppi félaga sína,
fullþroska stokkandarsteggina. Þeir misstu
ílugfjaðrir sínar og földu sig oftast á daginn,
lágkúrulegir og vanmáttugir, en leituðu fæðu
mest kvölds og morgna. Fallega græna höfuð-
skrautið misstu þeir um líkt leyti og flugfjaðr-
irnar, þeir fengu felubúning. Athugul augu geta
þó oft fundið þá í háu grasi, sefi eða stör. Þegar
líður á haust, fá þeir smám saman aftur skraut-
lega græna búninginn, sem forfeður þeirra báru
fyrir mörgum öldum og niðjar Jæirra munu
bera um aldir enn.
Villa sást lítið um sumarið. En haustkvöld
eitt vappaði hún upp hólinn, með alla ungana
sína á eftir sér. Svo skreið hún upp í glugga-
tóttina á gamla bænum með öll börnin sín, og
hún barði með nefinu í litla gluggann, en það
var vani hennar, þegar hún var svöng. Dreng-
irnir opnuðu gluggann og köstuðu út brauð-
molum. Ungarnir urðu hræddir og flugu út í
síkið, og þegar Villa hafði fengið nægju sína,
flaug hún út í kvöldhúmið til unganna sinna.
Um haustið sást hún sjaldan, en það vissu
menn þó, að hún hélt sig í nánd við Hvítá. Og
flestir héldu, að hún væri horfin að fullu og
öllu úr hópi hinna tömdu anda.
Kaldur vetur kom, og einn morguninn lá