Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1951, Síða 5

Dýraverndarinn - 01.12.1951, Síða 5
DYRAVERNDARINN 59 Sefönd. (Ljósm.: M. V. Wenner.) Villa í gluggatóttinni og barði með nefinu í rúðuna. Hún var ein. Ungarnir hennar þekkt- ust elcki frá öðrum stokköndum, og enginn maður vissi um afdrif þeirra. Þegar ísinn fór af sikinu næsta vor, komu villtu stokkandarsteggirnir og sveimuðu kring- um Villu, og hún var ætt sinni og eðli trú og alls ekki við eina fjölina felld í ástamálum. Hún varp aftur í sama lireiðrið, það gerði hún öll sín ár. Allir ungar liennar urðu villtir, og alltaf kom hún heim, þegar vetur lagðist að. En nú var Villa veik og viJdi ekki borða. Hún andaði ótt og var sýnilega þjáð. Það var blý austangola þennan aðfangadag. Drengirnir báru hana upp í gluggatóttina á gamla bænum og hlúðu að henni með ull og þurru heyi. Svo sóttu þeir lækninn föður sinn. Og þeir grétu, þegar hann gat ekki hjálpað villiöndinni. Loks datt einum drengjanna i hug, að á jól- um væri enginn dauði til. Þá héldu þeir, að henni mundi batna, og þeir sóttu söguna af Mjallhvít og dvergunum sjö og lásu liana fyrir villiöndina. Ekki máttu þeir yfirgefa hana allir í einu, því að þá kvakaði hún sárt. Hún hrædd- ist einveruna. Villa dó í rökkurbyrjun. Hún hjúfraði nefið í lófa eins drengjana, skjálfti fór um litla kropp- inn. Hún var dáin. Frá smáatvikum og atburð- um liggja leyniþræðir til mannlcgs hfs, og löngu síðar fórnaði einn þessara drengja lífi sínu í framandi landi í baráttu við hættulegan sjúk- dóm og til að bjarga litlum börnum. Þorvaldur lilönd- al, læknir. Hann var einn drengj- anna, sem getiö er um í þessum sögu- kafla — Aö jólum. Drengirnir jörðnðu Villu rétt við bæinn. Þeir völdu henni leí.stað þar, sem jólaljósin gátu skinið á gröf hcnnar. Þar lögðu þeir líka lítinn snjótittling. Hann átti að syngja fyrir hana í landinu — þaðr.vi sem enginn kemur aftur. Ar var liðið, og aftur var aðfangadagskvöld. Tveir yngstu bræðurnir fengu í jólagjöf stór, snúin kerti, rautt og blátt, þeir fengu líka súkkulaðistykki í silfurpappír. Urn kvöldið læddust þeir út og lögðu jólagjafirnar sínar á leiði villiandarinnar. Árin líða, spor allra mást og týnast. En sönn vinátta heldur alltaf velli. Þannig er það, og þannig mun það alltaf verða. (Úr liamingjudagar — meS leyfi liöf.) Þú milda ljós, sem lýsir öllum, þinn ljóma ei vér höfum misst. Vér hátíðlega hringjum bjöllum, og af hjarta þökkum Krist. Um okkur hann á allar lundir eilíflega heldur vörð. í djúpri lotning — langar stundir, lofum guð á vorri jörð. Óskar M. Ólafsson frá Hagavík.

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.