Dýraverndarinn - 01.12.1951, Page 8
62
DYKAVERNDARINN
HALLDÚRA HALLGRÍMSDDTTIR :
Sötjtibi'fÞÍ tttn Jlttnh ntj bróðttr htttts
Það var vorið 1949.
Flestir, sem vinna sveitavinnu á Vestí'jörð-
um og víðar, muna sjálfsagt enn full vel eftir
þvi vori. Þá báru ær inni hér um slóðir og það
liðu víst samfellt þrjár vikur án þess að þær
kæmu út úr húsi.
Þetta vor átti ég á, sem hér Langeyra. Hún
bar nokkuð snemma og átti tvö hrútlömb, stór
og falleg. Hún fékk nóg að borða, enda mjólk-
aði hún vel og lömbin hennar döfnuðu að sama
skapi. Þau hændust fljótt að mér. I hvert sinn,
er ég kom í fjárhúsdyrnar, þutu þau upp í jötu
og beina leið til mín. Mér þótti fjarska vænt
um þau og var oft að klappa þeim og gæla
við þau.
undan mývargi við Sogið, einu sinni, (19. júlí
1914, 36 manns með 51 hesta).
Þá gekk ferðin „i fluginu“, það eru engar
ýkjur; það var svipaðast því að berast áfram
í loftinu, rétt aðeins horfið til jarðar til að
spyrna frá, endur og eins. — Ég hef séð lít-
inn, jarpan hest dansa um grundir yfir stokka
og steina með stærstu karlmenn á baki. Ég hef
séð sama hest fara niður bratta skriðu í gili,
svo bratta, að hann sat á rassinum niður; en
hinum megin var bratt berg. Það er eitt hið
merkilegasta, sem ég hef séð, að horfa á mann
og hest hlaupa þar upp, báða jafnfima og
mjúka, klifra eins og ketti.
----Já, ég hef séð og ég hef séð rauða, gráa,
brúna, jarpa, alla vega lita og ólíka hesta, á
sprettum og á hægri ferð, á alls konar vegum
og vegleysum og í alls konar færð, — og sí og
æ eru þeir jafn ólýsanlega dásamlegar skepnur.
Margar eru minningarnar við ])á tengdar og
flestar þannig, að þær lýsa ævilangt, geta ekki
gleymzt, þótt minnið að öðru leyti bili.
Sú þjóð, sem kann að sitja hest, ríða á hest-
um frá vöggu til grafar, á þar dýra list, sem
ekki má falla i gleymsku eða rýrna.
(Skrifað upp úr litlu minnis-kveri, er höf. kallaði
,,Krunk“).
Svo kom að því, að fé gat farið að vera úti,
en þá vandaðist málið með minar kindur;
lömbin vildu heldur elta mig en mömmu sína.
Alltaf, þegar þau sáu mig úti, hlupu þau til mín
og lýndu þá oft mömmu sinni. Svo varð að
flytja hana á fjöll og var þá ekki við því að
búast, að ég sæi lömbin aftur fyrr en um haustið.
Leið svo sumarið. En um haustið, þegar smal-
að hafði vcrið og reksturinn var kominn i rétt-
ina, undraðist ég að sjá hvergi ána mína né
lömbin, og varð ég að fara hnuggin í liuga heim
frá réttinni, hafði hvorki heimt á né lömb. En
ég hresstist fljótlega, því að þegar ég kom heim
að bænum, sé ég hvar tveir rokna stórir hrútar
koma á fleygiferð til mín og létu vinalega við
mig. Þarna voru þá komnir báðir litlu hrút-
arnir mínir, en nú voru þeir orðnir stærðar
raumar og fallegir eftir þvi, svo að þeir báru
af öllum hinum lömbunum.
En nú vandaðist málið aftur lijá mér. Hér eftir
gat ég ekki þverfótað fyrir utan dyr nema hafa
báða hrútana í eftirdragi. Þeir eltu mig, hverl
sem ég fór og vildu vera alls staðar, þar sem
ég var. Mér þótti líka fjarska vænt um þá. En
nú var komið haust, frelsið á fjöllunum búið,
og á haustin verða flest hrútlömb að deyja.
Horfumar voru því ekki góðar fyrir þessa fylgi-
fiska mína, en það rættist betur úr þeim en á
horfðist. Af því að þeir voru svo stórir og falleg-
ir, voru þeir báðir látnir lifa. Annar var settur
á hér heima, en hmn seldur til manna, sem
engar kindur áttu, suður i Húnavatnssýslu að
ég held. Ég vona, að þeir fari vel með kindurnar
sinar þar.
Já, annar hrútanna minna var heima og lát-
inn lifa um veturinn. Eg fór að heiman þennan
vetur, en um vorið, þegar ég kom heim aftur,
urðu fagnaðarfundir. Þegar ég gekk heim að
bænum eftir burtveruna, sá ég, hvar Junkur
(það nafn hafði ég gefið hrútnum) var að bíta
alllangt álengdar. Eg kallaði í hann og ætlaði
nú að sjá til, hvort hann þekkti mig ekki. Hann
(Sjá bls. 64)