Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1953, Side 6

Dýraverndarinn - 01.03.1953, Side 6
14 DÝRAVERNDARINN r Frá aðalfundi Dýraverndunarfélags Islands Skýrsla formanns Fyrir níu árum tókst ég for- mennsku á hendur í þessu félagi og hef verið formaður þess síðan. Sam- vinna og samstarf við meðstjórn- endur og félagsmenn hefur verið góð, en þrátt fyrir það er ég orð- inn þreyttur og biðst eindregið und- an endurkosningu. — Gamalt spakmæli segir, að pen- ingarnir séu afl þeirra hluta, sem gera skal. Og víst er um það, að eitthvert fjármagn þarf til allra framkvæmda. Fjárhagur félagsins hefur löngum verið þröng- ur. Lítið handbært fé, en nokkrir álitlegir fastasjóðir. Fjárhagurinn er nú að vísu tals- vert rýmri en áður, þó að ekki sé fé fyrir hendi til stórframkvæmda. Það ætti ekki að vera úr vegi að bregða hér upp skyndimynd af fjár- hag félagsins nú og fyrir 9 árum, og mega menn þá sjá mismuninn. Fastasjóðir félagsins nú: Fastasjóðir 1943: Kr. 192,607,66. Kr. 103,432,16. Samkvæmt efnahagsreikningi félagsins: Skuldlaus eign 1/1 1951: 1/1 1943: Kr. 66,708,18. Kr. 3,614,22, en auk þess útistand- andi skuldabréf kr. 23,175,02. Rekstrarreikningur Dýraverndarans: 1951: kr. 31,976,65. 1943: kr. 15,568,99. Vegna þessarar hækkunar á útgáfukostnaði blaðsins, sá félagsstjómin sér ekki annað fært en að hækka árgjald blaðsins úr 10 í 15 krónur. Þau mál, sem félagið hefur haft afskipti af milli aðalfunda eru mörg og margvísleg, en hér er ekki hægt, tímans vegna, að gera nákvæmlega grein fyrir afgreiðslu og gangi allra þeirra mála, heldur aðeins skýra frá því helzta. Hins vegar má fullyrða, að öllum kærum var sinnt og reynt að leysa úr eftir föngum. Er þá fyrst að telja: Frumvarp til laga um fuglaveiðar og fuglafriðun. (Lagt fyrir Alþingi á 71. löggjaf- arþingi 1951). Hinn 24. apríl 1948 gerðist Island aðili að alþjóðasam- bandi um fuglaverndun (The Inter- national Committee for Bird Pres- ervation) og skipaði menntamála- ráðuneytið þá fimm manna nefnd til þess að koma fram gagnvart sam- bandinu. I nefndina völdust: Dr. Finnur Guð- mundsson náttúrufr., formaður; Agnar Kofoed- Hansen, flugvallarstjóri; Kristinn Stefánsson, læknir — allir skipaðir án tilnefningar; Sig- urður E. Hlíðar, yfirdýralæknir, skipaður sam- kvæmt tillögu Dýraverndunarfélags Islands, og Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi, skipaður samkvæmt tillögu Hins íslenzka náttúrufræði- félags. Með bréfi, dags. 29. apríl 1948, fól mennta- málaráðuneytið nefnd þessari að endurskoða gildandi lagaákvæði um friðun fugla og eggja og skila ráðuneytinu tillögum sínum í frum- varpsformi svo snemma, að unnt yrði að leggja þær fyrir Alþingi haustið 1948. Það reyndist að vísu ekki hægt að Ijúka störfum svo snemma að unnt yrði að leggja frumvarpið fyrir haust- þingið 1948, enda þurfti nefndin að viða að sér nauðsynlegum gögnum til þess að hafa til hlið- sjónar við samningu þess, s. s. löggjöf ýmissa landa Evrópu og Ameríku um fuglaveiðar og fuglafriðun, en eins og að framan getur,var frum- varpið lagt fyrir Alþingi 1951 sem stjórnar- frumvarp. Var því vísað til menntamálanefndar Nd., sem ræddi málið, en vísaði því til umsagn- ar allra sýslunefnda landsins. Svör sýslunefnda bárust vorið 1952 og voru samsumars send fugla- friðunarnefnd til athugunar og umsagnar. Frum- varpið var lagt fyrir Alþingi 1952, en mennta- málanefnd liggur á málinu. Á síðasta aðalfundi Dýraverndunarfélags Islands, 27. jan. sl., flutti þáverandi for- maður félagsins, Sig- urður E. Hlíðar, yf- irdýralæknir, skýrslu þá, er hér fer á eftir.

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.