Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1953, Blaðsíða 3

Dýraverndarinn - 01.09.1953, Blaðsíða 3
DÝRAVE R N DARIN N 35 NEFPRÚÐUR FUGL Nashyrningsfuglinn, sem mynd þessi er af, býr í Asíu og Afríku. Iívenfuglinn skríður inn í holan trjástofn til að verpa, en maki hennar múrar fyrir opið á trénu með Ieir, svo að ekki verður eftir nema smáop til að rétta mat inn um. í þessu fangclsi dúsar frúin svo, óhult fyrir óvinum, þar til ung- arnir eru skriðnir úr egginu og að verða fleygir. Þá brýtur bóndi hennar leirvegginn með nefni sinu. norður yfir gilið, sem lá þar yfir það. — Asþjörn vildi helzt reyna að ná hestinum strax °K teyma hann norður yfir gilið, en mér fannst óráðlegt að hætta á það. Ég vildi heldur safna tnönnum til þess að hjálpa honum. Við Ásbjörn klifruðum því upp klettana aftur og héldum yfir fjallið heim í Gullbrekku, en ég átti þá heima taf- Sendi ég svo mann niður í Grund, til þess að fá þar kaðalrúllu. — Einnig gerði ég orð eftir tveimur vönum kletta- monnum, þeim Magnúsi Árnasyni, járnsmið, er tá var í Saurbæ, en er nú búsettur á Akureyri, °g Jónasi Tómassyni, er þá bjó í Syðri-Villinga- ^aþ en er nú einnig fluttur til Akureyrar. Á með- an sváfum við Ásbjörn. Um kvöldið lögðum við aftur af stað. Voru nokkrir sjálfboðaliðar með í förinni. Munum við alls hafa verið 15. Fórum við nú út hjá Saurbæ og þar yfir hálsinn og rið- um, sem leið lá, fram fyrir Strjúgsá og gengum þar upp til Rauðs. Gekk mér vel að ná honum. Voru síðan sett á hann bönd og leiðin eftir skeið- inni, yfir gilið, norðan við, löguð lítið eitt til. Teymdi svo Ásbjörn hestinn út fyrir gilið. Gekk það svo vel, að þeir sem í böndin héldu, þurftu aldrei neitt í þau að taka. Hugsa ég helzt að við Ásbjörn hefðum komið Rauð þessa leið, strax um morguninn, ef við hefðum reynt það. Þegar Rauður var kominn heilu og höldnu úr klettun- um, hét ég því að hann skyldi komast vestur, til heimkynna sinna, aftur. Eftir áramótin, næsta vetur, hafði ég svo hestaskipti við fyrrverandi eiganda hans, Teit Teitsson bónda í Víðidals- tungu. Stefán Sigurðsson póstur var milligöngu- maður um hestaskiptin. Hesturinn, sem ég fékk fyrir Rauð er ef til vill sá bezti dráttarhestur, sem ég hef átt. Hann var heldur þungur til reið- ar, en þó afburða ferðmikill á skeiði, ef hann var hvattur. Þeir, sem séð hafa Strjúgsárkletta, trúa því alls ekki, að hestur hafi komizt þar lifandi niður. Þess er þó að gæta, að riminn, sem Rauður fór niður, er sá greiðfærasti í öllum klettunum. I framtíðinni munu engir trúa munnmælasögu um það, að hestur hafi farið þarna niður. Ein- mitt þess vegna vil ég koma þessari sögu á prent, á meðan flestir þeir menn eru lifandi, sem þátt tóku í förinni til að frelsa Klettarauð, eins og ég kallaði hann eftir þetta. Jórunnarstöðum í maí 1953. Grein sú, er hér fer á undan, birtist í Akureyrarblaðinu Degi í sumar. Einn af velunnurum Dýraverndarans þar í bæ sendi blaðinu greinina með þeim ummælum, að hún mætti vel geymast þar. — Ritstj. GRIMMD DÝRA. Menn gera sér margir hverjir skakkar hugmyndir um ,,grimmd“ dýranna, hneykslast og reiðast við köttinn, sem leikur sér að því að kvelja lífið úr músinni, eða tígris- dýrið, sem veltir fyrir sér særðum manni. Grimmdin — það að valda vitandi og viljandi öðrum verum sársauka — er í raun og veru eiginleiki, sem mað- urinn einn býr yfir. (The Miracle of Life).

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.