Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1953, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.09.1953, Blaðsíða 6
38 DÝRAVERNDARINN ALVARLEG ÁMINNING Úr bréfi til Dýraverndunarfélags Islands Ég get ekki stillt mig um að vekja máls á því við Dýraverndunarfélag Islands, hvort það sjái sér ekki fært að láta athuga og safna skýrslum um það, hve mörg hross voru sett á vetur án þess að ætla þeim fóður haustið 1951 hér í hrossa- flestu sveitunum í Húnavatns- og Skagafjarðar- sýslum, og hve margt þeirra féll vegna fóðurskorts síðastliðinn vetur. Á sumum bæjum var ástandið óverjandi og ekki við öðru að búast, þar sem hvorki var hús né hey handa hrossunum. Þeir bændur, sem felldu hross sín úr hor vegna fóður- skorts síðastliðinn vetur — það, sem áður hefur gerzt mætti liggja á milli hluta — hafa sannar- lega unnið til þeirrar refsingar, sem lög gera ráð fyrir, þegar slíkt afbrot er framið. Það væri að minnsta kosti heiðarleg tilraun til að koma í veg fyrir, að þetta hörmungarástand ætti sér oftar stað, að refsa þeim lögum samkvæmt. (Sjá lög um forðagæzlu og fóðurbirgðafélög, 71. og 72. gr., Dýrav. 4. tbl. 1952, bls. 31). Líka væri þörf á, að oddvitar og forðagæzlu- menn hvers hrepps fengju alvarlega áminningu frá yfirvöldunum um það að láta fækka hross- eina þeirra með þessum orðum: „Maður, sem stígur úr baði, ber utan á sér vatnshimnu, um það bil tuttugasta hluta úr cm að þykkt. Himnan vegur um eitt pund“. Þetta er ekkert vandamál fyrir okkur, en ,,. . . fluga, sem blotnar, þarf að lyfta margfaldri þyngd sinni, og svo sem allir vita, þá er fluga, er blotnað hefur i vatni eða öðr- um vökva, illa stödd. Skordýr er í eins mikilli hættu, þegar það fær sér að drekka, og maður er, sem teygir sig fram af hengiflugi til að ná sér í mat. Ef fluga blotnar, eru allar líkur til, að hún haldist blaut þar til hún drukknar“. Grein þessi kemur ekki beinlínis dýravernd við, en ætla má, að lesendur Dýraverndarans hafi gaman af að lesa um ævilengd dýranna. Greinin er þýdd úr The Miracle of Life, og er eftir L. R. Brightwell og T. A. Cockburn, brezka dýrafræðinga. Hún er nokkuð stytt í þýðingunni og því helzt sleppt, sem ætla má, að íslenzkir lesendur hafi einna minnstan áhuga á. ö. Th. um, áður en næsti vetur legðist að, svo að engum liðist framar að setja á guð og gaddinn. Hjá einum bónda féllu þrjú hross úr fóður- skorti á hagleysu uppi í fjalli, en trippi á annan vetur skrimti af heima við og gekk fram nær því afholda í vor. Sáu það bæði nágrannar og vegfarendur. Ennfremur væri ekki vanþörf á því, að yfir- völdin, hreppstjórar og sýslumenn, kynntu sér slátrun hrossa í sláturhúsum á haustin. Sums staðar er slátrun þeirra mjög ábótavant að sögn. I einu þeirra (nafni sleppt) sögðu viðstaddir, að hrossin hefðu verið skotin í hópnum hvert innan um annað. Er slíkt athæfi stórum vítavert, og þess væri mikil þörf, að þetta væri undir eftirliti manna frá Dýraverndunarfélagi íslands.i Ég treysti því, að þessar línur verði til þess, að eitthvað greiðist úr fyrir málleysingjunum, sem berja gaddinn á veturna, og líka hinum, sem leiddir eru fram á blóðvöllinn og látnir sjá, þegar félögum þeirra er slátrað. Og ég treysti Dýra- verndunarfélagi Islands til að stuðla að því eftir mætti, að svo verði. (22. júlí 1952). Ónefndur bréfritari. HÆNSNI. Árið 1920 voru talin hér á landi 15.197 hænsni. Næstu ár á eftir fjölgar þeim hægt, 1925 eru þau 22.036. Síðan verður fjölgunin örari, 1930 eru þau 44.439, og 1933 eru þau 86.425. LOÐDÝR voru flest hér á landi árið 1939, 5.779 talsins. Þar af voru silfurrefir 3.265, aðrir refir (blá-, rauð- og platínurefir) 742, minkar 1.749, kanínur 20 og þvottabirnir 3. Þvotta- birnirnir voru hér flcstir 1938, samtals 19. — Fyrst voru loðdýr talin í búnaðarskýslu 1934 og eru þá alls 974, 394 íslenzkir refir, 376 silfurrefir og 174 önnur dýr. ANDRÍKI. íslendingar voru andríkari 1938 cn næsta ár á eftir. Þá voru alls hér á landi 2.315 endur, en 1939 voru þær 1.370. Gæsir voru hér 1938 1.187 en 1.110 árið eftir, 1939. 1 Hér er sagt frá mjög illmannlegu athæfi, sem þar á ofan er freklegt brot á dýraverndunarlöggjöfinni, svo sem vænta má (samb. Reglur um aflífun húsdýra o. s. frv. 1. gr. Sjá Dýrav. 3. tbl. 1952, bls. 23). Skal á það bent, þó að það komi greinilega fram hjá höf., að hann fer eftir sögusögn annarra í þessu efni. Þó er ekki líklegt, að þetta fari á milli mála, enda þótt það verði að teljast fremur ótrúleg saga. Bréf þetta virðist vera hið merkasta skjal um mikilvæg atriði. — Ritstj.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.