Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1953, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.11.1953, Blaðsíða 6
54 DÝRAVE R N DARIN N endurtekur sig nú á tímum sagan, sem ég sagði um álftirnar á Álftaveri. Má þar meðal annars benda á ferðir manna á bílum inn á öræfi í varp- land heiðagæsanna til þess að skjóta þær, helzt þegar þær eru í sárum, ófleygar og varnarlausar. Því er miður, að með vaxandi þekkingu á eðli fuglanna, fjölgar fjandmönnum þeirra. Með lækkandi siðferðismeðvitund þjóðarinnar, eykst grimmd og harka hugarfarsins og hirðuleysi manna um mat á réttu og röngu. Samvizkusemi og miskunnsemi skipta stundum um sæti við taumalausa og tillitslausa skemmtanafýsn. Hinir svonefndu sportmenn, stundum auðugir menn, sem hafa ráð á að skemmta sér, eða aðrir auðnuleysingjar, hafa undanfarið ferðast út um sveitir landsins eða upp til fjalla, búnir vopnum til þess að læðast að saklausum fuglum og myrða þá að gamni sínu. Ef þessir óvinir fuglanna gerðu þetta af sárri þörf til þess að bæta úr yfirvof- andi neyð, væri það vorkunn, en þegar þessi at- höfn fer fram í algerðu tilgangsleysi, ætti almennt að líta á þetta atferli, sem glæpsamlegt og ég hika ekki við, að láta í ljós það álit mitt, að það ætti að varða við lög. Fuglarnir þurfa ávallt að vera á verði til að verja líf sitt fyrir vörgum, sem sækja að þeim í lofti og á landi og legi. Mest reynir þó á mátt þeirra til varnar um varptímann, þegar þeir þurfa að verja heimili sín og afkvæmi, sem þeir unna hugástum, engu síður en mennirnir sínum af- kvæmum. Oft var gaman að fylgjast með því í sveitinni, þegar þeir voru að velja varpstaðinn, áður en þeir byrjuðu á hreiðurgerðinni. Af tvennu illu mun smáfuglunum hafa virzt öllu minni hætta stafa af mönnum en vörgum loftsins (máv- um, hröfnum, fálkum, örnum), því að þeir völdu sér helzt hreiðurstæði nálægt hýbýlum mannanna. Þeir vissu, að vargar loftsins voru líka hræddir við mennina og forðuðust þá. Þeir munu ekki hafa átt von á því, að nýir vargar færu að vaxa upp meðal mannanna, vargar, sem yrðu enn þá háskalegri lífi þeirra og afkævmum en vargar loftsins geta nokkurn tíma orðið, en það eru illa innrættir menn, sem velja sér það til dægrastytt- ingar að svifta smáfugla lífi bæði um varptím- ann og endranær. Þessi grimmd, sem gripið hefur um sig meðal sumra byssueigenda, er þeim mun hættu- legri nú, sem vinátta við fuglana eykst meðal siðaðra manna. Með stöðugum matargjöfum má hæna fuglana að mönnum og gera þá spaka og vinveitta. Til dæmis þekkja endurnar á tjörninni í Reykjavík þá, sem oftast gefa þeim fæðu og vappa óhræddar að fótum þeirra. Á þennan hátt hætta þær að óttast mennina og telja allar var- úðarráðstafanif gegn þeim ástæðulausar. Tor- tryggnin hverfur fyrir vináttu. Tjörnin í Reykja- vík er griðastaður þeirra og sælustaður. Svo vænt þykir þeim um hana, að þær hverfa ekki af henni, fyrr en hún er lögð ísi og koma strax aftur, þegar útlit er fyrir, að ísinn leysi af henni. En þær eru ekki óhultar fyrir árásum skyttanna, eftir að þær hverfa af tjörninni. Þá er auðvelt að ná lífi þeirra. Skytturnar þurfa ekki einu sinni að læðast að þeim. Vinveittar og ugglausar synda þær á móti lífræningjanum, sem sviftir þær lífi, í staðinn fyrir að þiggja vináttu þeirra. Reykvíkingar hafa ánægju af fuglalífi tjarnar- innar og heyrzt hefur, að aðrir bæir komi sér upp friðarheimkynnum fyrir fuglana. Þar dafna þeir og auka kyn sitt. En í leyni er sú hætta yfirvof- andi, að ánægjan af þeim fari hverfandi, þegar til eru menn svo illa innrættir að hafa gaman af því að granda þeim. Og ömurlegast er það, að þeir nota sér af spekt þeirra og vináttu til að ræna lífi þeirra. Slíka starfsemi ber að fyrirlíta, en fagna því, er góðir menn hjálpa þeim til að verja sig og afkvæmi sín, einkum um varptímann. V erðlaunaritgerðir. Síðastliðið ár bárust tvær ritgerðir til þátttöku i hinni árlegu verðlaunakeppni Dýraverndunarfélags íslands í sam- bandi við Minningarsjóð Jóns Ólafssonar bankastjóra, sem lesendur Dýraverndarans munu kannast við. Var þeim báðum dæmd fyrstu verðlaun, og birtast þær báðar í þessu blaði. — Sú fyrri, Við gcgningar, er eftir Þórunni Ólafs- dóttur, Sörlastöðum í Fnjóskadal, en hin, Fjandmenn fugl- anna, eftir Bjarna Sigurðsson skrifstofustjóra í Rvík.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.