Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1955, Page 8

Dýraverndarinn - 01.02.1955, Page 8
4 DÝRAVERNDARINN Hestarnir og laröinflin Islendingar hafa löngum verið taldir hesta- menn, og margur maðurinn hér á landi hefur vart átt sér kærari vin en reiðhestinn sinn, en löngum þótti það við brenna hjá ærið mörgum, að umhyggjan fyrir hinum kostamikla gangvara næði ekki til áburðarhestanna og ennþá síður til stóðsins. Áburðarhestunum var víða beitt um- sinningalítið og jafnvel umhirðulaust, svo að sum- ir þeirra féllu úr hor, en aðrir skrimtu þannig af, að þeir urðu ekki hæfir til notkunar, fyrr en þeir höfðu tekið sumarbata. Og stóðið, — það var hjá mörgum sett á guð og gaddinn, fjölmargir þeir bændur, sem ekki áttu handa því hús eða hey, og svo fór þá um það eins og verkast vildi. Nú er svo komið, að það er lagaskylda, að bóndinn eigi fóður og hús handa öllum sínum hrossum, og víst er og satt, að mjög er nú skipt um umhirðu og meðferð á ekki einungis tömd- um hrossum, heldur og á stóðinu. Þó er vitað, að allmikill misbrestur er enn á því sums staðar, að meðferð stóðhrossa sé eins og vera ber, og hefur jafnvel margur ferðamaðurinn þá sögu að segja, að hann hafi á útmánuðum og að vordægr- um séð mjög horuð stóðhross í högum við suma af helztu þjóðvegum landsins. Þessi vetur virðist ætla að verða nokkuð fóð- urfrekur. I sumum héruðum er mikið fannfergi, og í ýmsum þeim sveitum, þar sem slíku er ekki til að dreifa, eru hagar svo frosnir, að þeir nýt- ast lítt eða ekki. Nú er því ástæða til að ætla, að hart geti orðið hjá stóðinu, og er það mikil nauðsyn, að þeir, sem eiga mörg stóðhross, uggi að sér í tíma. Dýraverndunarfélag íslands hefur það hlutverk öðrum fremur að gæta þess, að vel sé farið með dýrin, og það skírskotar til allra góðra drengja að vera á verði um, að ekki verði níðst á hrossunum, þá er að kann að þrengja um fóður, heldur leitað úrbóta í tæka tíð. Dýraverndarinn telur skyldu sína að hvetja og vara við, og þó að það sé ill nauðsyn að hirta með hrísi, mun hann ekki skirrast við að reiða upp bersöglis- vöndinn, þegar því er að skipta. kaupenda, því að alltaf er féð afl þess, sem gera skal. Minnumst þess að afla ritstjóranum efni- viðar og stjórninni kaupenda að ritinu, svo að það megi verða sem fjölþættast og bezt úr garði gert. Hinn nýja ritstjóra er óþarft að kynna, því að hann er öllum landsmönnum kunnur fyrir marg- þætt störf, þótt ritstörf hans beri hæst. Dýravinur mikill er hinn nýji ritstjóri, og daglega er hann á tali við vini sína, dýrin. Mynd sú, sem fylgir línum þessum, er engin uppstilling til þess að sýnast. Það er venja rithöfundarins að hafa þessa félaga sína í nálægð við sig, þegar hann situr að skrifum. Þeir verða því nokkurs konar meðrit- stjórar að Dýraverndaranum, og fer vel á því. Stjórn Dýraverndunarfélags Islands býður Guð- mund Gíslason Hagalín velkominn til starfa að riti félagsins, Dýraverndaranum.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.