Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1955, Blaðsíða 11

Dýraverndarinn - 01.02.1955, Blaðsíða 11
DÝRAVERNDARINN 7 inn lét sér ekki segjast, og varð Kópur að þola honum mörg og margvísleg strákapör. Svo var það dag einn, þegar hvolpurinn hafði verið um það bil sex vikur á Mýrum, að hringt var þangað frá Lækjarósi, en Lækjarós er skammt fyrir innan Mýrar, stendur í vestanverðu mynni Gemlufallsdals, sem leiðin liggur um norður í Bjarnardal í önundarfirði. Sagði húsfreyjan á Lækjarósi, að Kópur væri að þvælast með hvolp- inn þar uppi í hlíðinni, virtist vera að lokka hann með sér eitthvað fram á dal. Væri hvolpurinn tregur til að fylgja Kóp, settist öðruhverju niður og horfði út að Mýrum. Kópur sneri þá jafnan við, léti dátt að hvolpinum og hefði hann af stað með sér á ný. Gísli bóndi á Mýrum, sem anzaði í símann, hló og mælti: „Hann Kópur hlýtur að skila sér, og þá kemur hvolpurinn auðvitað með honum. Hann er skrýt- inn, hann Kópur. Kannski hann sé annars að kynna hvolpgreyinu hagana, þar sem féð okkar gengur“. Nú leið og beið, og ekki bólaði á þeim, Kópi og hvolpinum. En þegar komið var fram undir miðaftan, var hringt að Mýrum frá Kirkjubóli í Bjarnardal: „Hann Kópur var að koma hérna áðan“. „Hann Kópur — er hann þarna virkilega?“ „Ne-ei, hann fór strax aftur, en hvolpurinn er hérna. Kópur hefur víst verið að skila honum“. Nokkru síðar kom Kópur, var móður af hlaup- um, hafði auðsýnilega flýtt sér heim. Hann var mjög glaður, flaðraði upp um heimilisfólkið og át síðan mat sinn með sérlega góðri lyst, lapti mjólk úr dalli sínum og lagðist svo fyrir og stundi værðarlega. Og svipurinn á honum var ekki ólíkur því, að hann vildi sagt hafa: „Guði sé lof! Loksins fær maður þá að hvíla sig i friði hér á sínu heimili!" En friðurinn varð ekki langvinnur. Daginn eftir var hvolpurinn sendur að Mýrum í bifreið, sem átti leið vestur yfir Gemlufallsheiði. Þegar Kóp- ur sá hvolpinn, glápti hann á hann, geispaði síð- an ámáttlega og fleygði sér niður, líkur á svip og maður, sem orðið hefur fyrir hinum sárustu von- brigðum. Hvolpurinn var nú á Mýrum í þrjá daga, og var Kópur fár við hann, en þó ekki óvinsamlegur. Að morgni fjórða dagsins voru þeir horfnir, Kóp- ur og hvolpurinn. Og ekki leið langt á daginn, unz hringt var frá Kirkjubóli. „Hann Kópur er kominn hérna með hvolpinn11. „Jæja, karlinn“, sagði húsfreyjan á Mýrum. „Ætli það sé þá ekki bezt, að hann hafi sitt fram?“ Skömmu seinna kom Kópur heim. Hann leit spyrjandi á húsbændur sína og svo sem þrjózku- lega. Það var eins og hann vildi skjóta að þeim: „Komi hann enn, þá skila ég honum bara á nýjan leik. Ég held mig muni ekki um að trítla með hann hérna norður yfir heiðina!“ Nú gætu menn haldið, að Kópur hefði verið með í förinni, þegar hvolpurinn var fenginn á Kirkjubóli og fluttur vestur. En svo var þó ekki. Hvernig getur þá á því staðið, að hann skyldi vita, hvaðan hvolpurinn var? Kópur hafði komið að Kirkjubóli — raunar áður en hvolpurinn var borinn í þennan heim, og líklegust er sú til- gáta, að þegar Kópur þefaði fyrst af hvolpinum, hafi lyktin minnt hann á komu sina á Kirkju- bólsheimilið. Hann hafi síðan dregið af þessari staðreynd þá ályktun, að frá Kirkjubóli væri hvolpurinn kominn. Guðm. Gíslason Hagalín. Hver sá, sem stundar veiðar, skyldi kynna sér vel lög um fuglaveiðar og fuglafriðun! Skotfærasali í Reykjavík fékk um daginn 100 eintök af lögunum til afhendingar þeim sem kaupá hjá honum skotfæri. Mætti þetta verða fleirum til eftirbreytni! 1 Árið 1948 höfðu 10405 manns á öllu landinu byssuleyfi. Þar af voru 2158 byssuleyfi í Reykja- vík og 1571 á Akureyri og í Eyjafirði.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.