Dýraverndarinn - 01.02.1955, Blaðsíða 12
8
DtRAVERNDARINN
Þœr koma út úr fjósinu sínu, ein og ein,
rneS ólympskri ró, sveipa&ar morgunljóma.
/ hverju spori er eins og þœr stígi á stein
og stynji af byr&i þyngstu leyndardóma.
Þœr ganga hœgt, eins og heilögum dýrum■ ber,
og hir&a ekki um neitt, sem kúasmalann varðar.
Enginn veit, hva& þær vilja e&a hugsa sér,
hvort von þeirra stefnir til himins eða jar&ar.
11 r moldinni vaxa grösin græn og ung.
Sum geta or&ið að mjólk, önnur a& vínum.
A& kvöldi eru júgrin á kúnum síð og þung.
og konan mjólkar þær lianda börnum sínum.
Úr mjólkinni fá þau afl og andans þrótt,
svo augun leiftra, og svipur þeirra hýrnar.
Á milli dúranna drekka þau hverja nótt,
en drottinn vakir og blessar þau og kýrnar.
Vel lief&i Hómer getað kve&ið um kýr.
Kraftur Auðhumlu birtist í norrœnum sögum.
Hjá Hindúum eru þœr heilög og friðuð dýr
og heiðraðar jafnt. í gu&s og manna lögum.
Iirennandi þorsta slekkur eitt mjólkurmál.
Á mjólkinni gátu Kristur og Búdda lifað.
Svo djúpt standa rætur dýrsins í allra sál,
svo drottinleg orð hefur móSir náttúra skrifað.
Svo hverfa þær inn í fjósið, ein og ein,
en úti dynur loftið af vœngjum fleygum.
Á Yggdrasil eru þær lífsins græna grein,
frví gróandans máttur býr í þeirra veigum.
Um vegsemd þeirra er ví&ast dau&ahljólt,
þótt veiti þær mörgum afl til aS syngja og skrifa.
Til þe.irra hafa þjó&irnar kraftinn sótt.
Með þeirra hjálp skal jar&nesk menning lifa.
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.
/ ^
DÝRAVERNDARINN
Útgefandi: Dýraverndunarfélag fslands.
Ritstjóri: Guðmundur Gíslason Hagalín,
Lindarbrekku, Fossvogi. (Sími 6077).
Afgreiðslu og innheimtu annast:
Hjörtur Hansson,
Bankastræti 11 (miðhæð), pósthólf 566, Reykjavík.
Bcr að senda honum andvirði blaðsins og tilkynn-
ingar um nýja kaupendur.
Prentaður í Prentsmiðju Jóns Helgasonar.
v_______________________________________y
V erðlaimasamkeppmn.
í septemberblaði Dýraverndarans 1954 var til-
kynnt, að veitt yrðu tvenn verðlaun úr Minning-
arsjóði Jóns Ólafssonar, bankastjóra, fyrir rit-
gerðir um dýraverndunarmál. Áttu ritgerðir þær,
sem koma skyldu til greina, að berast stjórn Dýra-
verndunarfélags íslands fyrir áramót.
Stjórninni bárust alls fimm ritgerðir, og kom
henni saman um að veita hærri verðlaunin, kr.
175,00, höfundi ritgerðarinnar Hugurinn er heima,
þótt hylji fjarlægð bæinn, en höfundur hennar
reyndist vera Óskar bóndi Stefánsson í Breiðu-
vík á Tjörnesi í Suður-Þingeyjarsýslu. Fór hann
í sjúkrahús á síðastliðnu hausti og var skorinn
upp. Meðan hann lá ,,og beið batans“, skrifaði
hann ritgerðina. Hin verðlaunin, kr. 125,00, voru
veitt fyrir ritgerðina Þegar lömbin koma. Þá er
opnað var umslagið, sem fylgdi þeirri ritgerð,
sýndi það sig, að höfundur hennar er Auðbjörg
Albertsdóttir á Hafursstöðum á Skagaströnd í
Austur-Húnavatnssýslu.
Stjórn Dýraverndunarfélags Islands þakkar öll-
um þeim, sem sendu ritgerðir, og biður þau tvö,
óskar og Auðbjörgu, njóta vel verðlaunanna.
Verðlaunaritgerðimar verða birtar hér í blað-
inu.
Úr kvæðabókinni Að norðan.
Stjórn Dýraverndunarfélags fslands.