Dýraverndarinn - 01.09.1952, Blaðsíða 9
DYRAVERNDARINN
39
með nægum fyrirvara. Ennfremur láta dýra-
lækni i té næga aðstoö viö skoöunina.
7. gr.
Dýralækni og skipstjóra er skylt að láta
fylgja farmskrá skipsins vottorö um aldur,
stærð, heilbrigði og útlit hrossanna á útskip-
unardegi.
8. gr.
Atvinnumálaráðherra getur sett nánari regl-
ur um útbúnað skipa, sem flytja hross, vatns
og fóðurbirgðir, hirðingu lirossa í skipunum,
um það, hvernig eftirlitinu skuli hagað, og
annað það, er þurfa þykir vegna útflutnings-
ins. (Samb. reglug. nr. 143, 10. desb. 1908 og
erindisbr. nr. 145, 22. desh. sama ár. Sjá V.
kafla liér á eftir.)
9. gr.
Brot gegn lögum þessum og reglum þeim,
sem settar kunna að verða samkv. 8. gr. varða
sektum frá 50—3000 krónum, sem renna í rík-
issjóð. Með mál út af slíkum brotum skal far-
ið sem almenn lögreglumál.
V. KAFLI.
Reglugerð um útflutning lirossa og erindisbréf
fyrir umsjónarmenn.
Nr. 145, 22. des. 1908.
(Samber 8. gr. laganna).
1. gr.
Öll skip, sem flytja hross frá Islandi til út-
landa, skulu fullnægja þeim fyrirmælum um
umbúnað hrossanna, sem sett eru með reglu-
gerð þessari.
Sé um önnur skip að ræða en þau, sem
ganga eftir fastri áætlun milli íslands og út-
landa, skal skipstjóri skýra lögreglustjóra
skriflega frá til hvers skipið liafi áður verið
notað, og hafi það verið notað til hrossaflutn-
inga annars staðar en frá íslandi, skal sótt-
hreinsa það á kostnað skipseiganda, ef þörf
þykir. Ekki má flytja á sama skipi samtímis
hesta frá öðrum höfnum en á íslandi.
2. gr.
Hross má ekki flytja á þilfari frá Islandi til
annarra landa á öðrum tima árs en frá miðj-
um júni til ágústlolca.
3. gr.
Hrossin skal hafa í stíum svo traustgerðum,
að ekki bili, þótt þeir hestar, sem í eru, kast-
ist í sjógangi í veggina. Breidd stianna sé lítið
eitt meira en hestlengdin og jötubreidd til sam-
ans; lengdin sé sex álnir. I hverri stiu mega
ekki vera fleiri en sex hross og skal livert um
sig bundið traustlega með múlbandi.
Á stíugólf og gangrúm, senx hross eru leidd
um, skal negla lista eða strá hálmi eða sandi
eða öðru efni, er gjörir gólfin ósleip.
Milli liverra tveggja raða af hestum og fram-
an við hvei’ja einstaka röð skal vera gangur,
er að minnsta kosti sé 18 þuml. á breidd, og má
þann gang aldrei teppa. Þeim megin i stíunum,
sem að ganginum veit, skulu úthúnar jötur fyr-
ir lirossin og skal eitt fast vatnsílát vera milli
hverra tveggja hrossa. Við útbúnað stíanna
skal gæta þess, að livergi séu útstandandi nagl-
ar eða annað, sem valdið geti meiðslum á
hrossunum.
4. gr.
Þegar hross eru flutt undir þilfari, skal sjá
fyrir góðri loftræstingu, þannig, að auðvelt sé
að hleypa vondu lofti út og góðu lofti inn
eftir þörfum.
5. gr.
--------Hrossum skal ætla nægilegt fóður
og vatn á leiðinni (til útlanda) og má fóður
ekki vera minna en 10 pund af góðu heyi á dag
fyrir iivert lxross, miðað við áætlun skipsins,
eða sem því svarar af öðru fóðri. Hverju hrossi
skulu ætlaðir 10 pottar af góðu vatni á dag.
10. desember 1908.
Kl. Jónsson (í fjarveru ráðherra).
Úr erindisbréfinu:
Úr 2. gr.
Umsjónarmenn skulu liver í sínu umdæmi
skoða nákvæmlega öll þau liross, sem flytja
á á útlendan markað. —--------Fylfullar merar,
sem líkindi eru til að kasti á leiðinni, skulu
kyrrsettar.
(Meira í næsta blaði.)