Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1952, Blaðsíða 10

Dýraverndarinn - 01.09.1952, Blaðsíða 10
40 DtRAVERNDARINN Vbémm* hrtjssa frh. af bls. 36 Daginn eftir var það eitt af mínum fyrstu verkum, að ég flýtti mér niður í Nes. Mósa stóð þar enn yfir folaldi sínu, hengdi höfuðið og tók ekki í jörð. Mér gekk svo nærri hjarta að horfa á sorg hennar, að ég tók að strjúka henni og tala til hennar huggunarorðum. Hún virtist kunna því vel og stóð grafkyrr, meðan ég grúfði mig inn að vanga hennar, fann mjúka ilminn af andardrætti hennar og grét af hlut- tekningu í sorg hennar. Hvernig það vildi til, að folaldið datt í gröf- ina, er auðvitað enginn til frásagnar um, en sennilegt er, að Mósa hafi staðið yfir því svo lengi sem hún sá jjað husla og þá fyrst leitað á náðir mannanna, er það hætti að hreyfast. Hitt gæti þó einnig verið, að hún hefði hlaupið strax, því að töluverður spotti er úr Nesinu og heim á bæinn, en nýfætt folald varla úthalds- gott að synda. En hvort sem heldur hefur verið, þá er það víst, að þetta atferli Mósu bar vott um mikið vit. Þegar hún vissi sjálfa sig ómátt- uga til að bjarga afkvæmi sínu, leitaði hún um töluvert langan veg eftir hjálp mannanna. Það var og engu líkara en hún hefði lnigboð um, hve mikið lá við, þcss vegna hraðaði hún för sinni svo mjög, að hún linnti ekki á stökki hvoruga leiðina. Síðan þetta var, hefur mér oft komið j)essi athurður í hug og ævinlega hefur mér þótt sem ekki væri hægt að skýra framkomu Mósu nema á þann eina veg, að hún hafi sýnt mikla hugsun og ályktunargáfu. Eða hvernig mætti skýringin öðruvísi vera? á laestiim ása Glaður og Gyllir, Glær og Skeiðbrimir, Silfrintoppur og Sinir, Gísl og Falhófnir, Gulltoppur og Léttfeti, þeim ríða æsir jóum dag hvern, er ]>eir dæma fara að aski Yggdrasils. (Úr Grímnismálum.) D Ýraverndarinn Útgefandi: Dýraverndunarfélag íslands. Ritstjóri: Sigurður Helgason, Brávallagötu 12, Reykjavík. (Sími 5732). Afgreiðslu og innheimtu annast: Hjörtur Hansson, Bankastræti 11 (miðhæð), pósthólf 566, Reykjavík. Ber að senda honum andvirði hlaðsins og tilkynn- ingar um nýja kaupendur. Prentaður í Félagsprentsmiðjunni h.f. Tilkynning til kaupenda og útsölu- manna Dýraverndarans Vegna hins mikla kostnaðar við útgáfu blaðs- ins „Dýraverndarinn“, er hefur farið síhækk- andi undanfarin ár, vegna aukinnar dýrtíðar, en áskriftargjaldið hinsvegar látið haldast óbreytt, þá verður ekki lengur hjá því komizt að hækka árgjaldið úr kr. 10,00 upp í kr. 15,00 frá 1. janúar þ. á. að telja. Væntum vér að kaupendur „Dýraverndarans“ skilji aðstöðu okkar í þessu efni og haldi áfram að vera kaupendur hlaðsins og sýni með þvi sína góðu viðleitni eftirleiðis, sem og hingað til, í því að styðja að útgáfu þessa tímarits, er berst fyrir auknum skilningi nianna fyrir bættri meðferð hinna mál- og munaðarlausu. Virðingarfyllst, f.h. stjórnar „Dýraverndunarfél. Islands“ Hjörtur Hansson, afgreiðslumaður „Dýraverndarans“. IVIótteknar gjafir Til „Dýraverndarans“: Frá Ólafi Jónssyni, Reynisvatni kr. 25,00. Frá Svein- björgu Jónsdóttur, Heiðaseli, Síðu kr. 20.00. Frá Sig- urði Maríussyni, Bakka, Skeggjastaðahr. kr. 5,00. Frá Guðrúnu Þórarinsdóttur, Viðimel 21 kr. 15,00. Til „Dýraverndunarfél. fslands": Frá Jóhannesi Erlendssyni, Torfastöðum, Biskups- tungum lcr. 100,00 til væntanlegrar hælisbyggingar fyrir dýrin. — Kærar þakkir. Hjörtur Hansson, afgreiðslum. „Dýraverndarans“. Til kaupenda. Því iniður hefur útkoma septemberblaðsins dregist vegna veikinda-forfalla ritstjórans. Októberblaðið mun koma út mjög bráðlega, og síðan tvö næstu blöð á hæfilegum tima að forfallalausu. — llitstj.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.