Dýraverndarinn - 01.09.1952, Blaðsíða 4
34
DYRAVERNDARINN
annar aðilinn að þætti þessum. Það var svart
gymbrarlamb, sem ég fékk hjá mótbýlismanni
mínum. Einnig lét hann mig liafa svartan
hrút, svo að Stella litla þyrfti ekki að vera
ein. Þessi lömb voru tvilembingar, sitt undan
hvorri á. Gat hann ekki haft þau með mæðr-
um sínum, þvi að þær voru mæðiveikar og
áttu nóg með að ala önn fyrir einu lambi.
Svarta hrútinn vandi ég undir á frá mér,
sem missti, og veslings Stella varð ein eftir.
Tók henni að leiðast vistin í hlöðunni, en þar
böfðu lömbin verið liöfð. Fór hún að elta mig
fram i fjós, þegar ég var að gefa. í fyrstu
reyndi ég að hamla því, að hún kæmist í fjós-
ið, en gafst fljótlega upp, því að oftast fann
Stella einhverja smugu.
Ekki liafði Stella verið lengi í fjósinu, er
hún fann sér athvarf hjá Ljómalind. Þar var
ekki amazt við henni, hvorki af okkur eða
kvígunni. Gekk svo fram um hríð, að ekkert
bar til tíðinda. Sambúð kusu og gybbu var svo
góð og ástúðleg, að ekki varð á betra kosið.
Var svo komið, að þær máttu vart hvor af
annarri sjá.
En nú brá svo við, að telpurnar fóru að hafa
orð á því, að Stella væri farin að sýna ólund
yfir pelanum sínum.
„Hún hristir sig alla og skælir,“ sögðu þær,
„og vill alls ekki sjúga.“
Hvað var nú á seyði? Var gybba að missa
lystina? Á þessu fékkst þó ofur einföld skýr-
ing, þegar betur var að gáð, sem sé sú, að
hún saug vinkonu sína, Ljómalind. Við rann-
sókn kom líka i ljós, að mjólk var komin í
júgur Ljómalindar, þó að fullur mánuður væri
til burðar. En þeSs gætti Stella vandlega að
sjúga aldrei vinkonu sína, meðan við vorum
í l'jósinu. Ég sætti því lagi og njósnaði um
þær og stóð þær að verki. Og mikil var undr-
un barnanna, að sjá með eigin augum svarl
lamb sjúga bvita kú. — Og var það nokkur
furða!
Ég lagði nú kapp á að loka gymbrina í
hlöðunni. En livernig sem farið var að slapp
Stella alltaf öðru hvoru til vinkonu sinnar
og var þá ekki sein á sér að fá sér sopa, enda
vel tekið á móti henni.
Gekk þetta svo um hríð, þar lil ég gafst upp
við að stía þeim í sundur, enda hvort tveggja, að
gimbrin slapp alltaf öðru hvoru og eins hitt, að
Ljómalind undi ekki orðið nokkra stund án
lambsins. Sleit hún sig lausa hvað eftir ann-
að og stóð baulandi við hlöðudyrnar. Þær
urðu því frelsinu fegnar, þegar ég ákvað að
lála þær í friði. Var Stella i básnum hjá Ljóma-
lind öllum stundum meðan bún át, en hopp-
aði upp i stallinn og lá þar við höfuð henni
milli mála. Stundum kom það fyrir, þegar
Ljómalind var lögzt, að gymbrin prilaði upp
á bak henni, lá þar og teygði hausinn fram.
Lifðu nú „mæðgurnar“ ánægðar og óáreitt-
ar, þar til farið var að beita kúnum. Fylgdi
Stella „móður“ sinni i hagann og kom þá
margt eftirtektarvert atvikið fyrir. Ljómalind
mátti ekki af Stellu sjá, en lambið, sem átti
gott, bvað fæði snerti og allan viðurgern-
ing, réði sér ekki fyrir fjöri og var alltaf að
leika sér. Kom þá iðulega fyrir, að það hopp-
aði yfir skurði eða fór i gegnum girðingu og
elli Ljómalind það alltaf, hvað sem í vegi var,
og var mesta furða, hvað hún komst, svo þung-
fær sem hún var orðin, alveg komin að burði.
* :!: *
Nú var úr vöndu að ráða fyrir mig, þar
sem búast mátti við, að Stella hirti mestan
hluta mjólkurinnar úr Ljómalind eftir burð-
inn. Ákvað ég að gera nú róttækar ráðstaf-
anir til að stía þeim sundur, enda fannst mér
lambseldið dýrt, ef mér ónýttist kýrin. Var
það ráð tekið að koma Stellu eitthvað langt
í burtu, ef vera mætti, að lnin rataði ekki
lieim. En hér fór á annan veg.
Ég tók Stellu og markaði hana, fékk mér
bil og ók með liana langt í burtu yfir vatns-
föll og gegnum girðingar. Þetta var að kvöld-
lagi, jiegar búið var að láta inn kýrnar. En
Stella litla skilaði sér heim strax um nóttina.
Var hún þá tekin strax og sett inn og farið með
liana næsta kvöld langt inn í fjall, og virtist
það ferðalag ætla að bera árangur, því að
hún var ekki komin um morguninn. En um
miðjan dag kom hún, er kýr voru komnar i
hagann, og var þá gaman að sjá þær hittast,
Ljómalind og Stellu, þar sem þær liringsner-
ust hvor um aðra, þar til Stella fékk sér spen-
ann og varð Ljómalind þá róleg og stóð og