Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1952, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.09.1952, Blaðsíða 6
36 DYRAVERNDARINN Leifur og Logi kljást. Hlýjar stundir hjá þeim vinunum. (Sjá Vinirnir í Dals- seli, Dýraverndarinn, 2.—5. tbl. 1951.) in. Gerðum við ráð fyrir, að hún kæmi bráð- lega aftur. Komu nú börnin og hófu leit með mér. Dauði Ljómalindar hafði orðið þeim milcil sorg, og nú hættist þetta við. Allar lík- ur bentu til þess, að litla Stella hefði lent í pytti eða dýi. Erfiðlega gekk að fá börnin til að hætta leitinni, því að alltaf hafði orðið eftir dv eða skurður til að gá í. Þó fór svo, að við lögð- um af stað heim, dauf i dálkinn. Sáum við ]tá óvænta sjón. Stella kemur hlaupandi á harða spretti heim á leið og litla Stella á eft- ir. Lyftist nú brúnin á börnunum, tóku þau vel á móti mægðunum og heiðruðu Stellu fyrir afrekið. Endurtók þessi saga sig oft síð- ar um sumarið, enda hafði ég þá oftast sama ráðið, að reka Stellu af stað til að leita dótt- ur sinnar og kom liún þá alltaf með þá litlu. Ekki veit ég fyrir víst, hvað hefur töfrað litlu stellu, ef til vill dalurinn og fjöllin eða litlu leiksystkinin, sem hoppuðu og skoppuðu þar með mæðrum sínum í grasgeirunum. Er svo þessum frásöguþætti senn lokið. Um haustið urðu börnin að kveðja þessar svörtu vinkonur sínar; dauðinn sótti þær heim, eins og allar aðrar kindur á þessu f járskiptasvæði. (Leirárgörðum, Leirársveit, 1952). -----S------ BTEFÁN JDNSSDN: VITUR HRYSSA Vorið 1915 var ég á Háafelli í Hvítársíðu. Þar var þá tvíbýli og hét annar bóndinn Þiðrik Þor- steinsson. Bjó hann lengi á Háafelli og varð háaldraður maður. Meðal hrossa þeirra, sem Þriðrik átti þetta vor, var hryssa ein mósótt að lit. Hún var mest notuð til áburðar, en hafði lítt verið tamin til reiðar. Þó var hún viljug og mjög gæf og góðlynd að eðlisfari. Ég gæti trúað, að hún hefði verið 14—15 vetra þetta vor, annars man ég það ekki fyrir víst, og skiptir það raunar litlu máli. En þetta vor, 1915, eignaðist Mósa hestfolald, sem har sama lit og hún sjáli'. Er mér það mjög í minni, live mikla ástúð hún sýndi þessu barni sínu þann dag, sem hún fæddi það inn í heiminn. Ég gerði mér, tíðförult til hennar út í hagann, því að fyrir níu ára dreng var það ekki svo lítið fagnaðar- efni að mega skoða þennan litla hest og leggjast á fjóra fætur til að horfa á, hvernig mjúk tunga Iians lagðist að spenum móðurinnar. Að kveldi þessa sama dags voru hrossin kom- in þar í haga, sem mýrlendi er nokkurt, og voru þar víða gamlar mógrafir, sem ekki höfðu verið fylltar, og stóð því í mörgum þeirra vatn. Heitir þar Nes og er skammt frá Hvítá. Rétt um það bil, er fólk ætlaði að fara að hátta á Háafelli þetta kveld, tóku menn eftir því, að Mósa kemur á mikilli ferð neðan mela vestan við túnið. Er hún þá folaldslaus, en allir hestarnir í halarófu á eftir henni. Túnhliðið hafði verið opið, enda var þetta snemma vors. Mósa linnti ekki sprettinum, fyrr en heima í hlaði. Var hún ])á mjög tryllingsleg og hneggj- aði hátt og ákaflega, en er liún varð manna vör, sneri hún þegar brott á harða stökki sömu leið til haka og stefndi niður í Nes. Hinir hestarnir cltu hana sem fyrr. Hinn bóndinn á bænum hét Pétur Jónsson. Brá hann við fljótt og hljóp á eftir hestunum, en þegar hann kom í Nesið, stóð Mósa þar á bakka einnar grafarinnar og starði niður í hana. Þar var þá folaldið hennar dautt. Pétur dró folaldið upp úr gröfinni, og móðirin þefaði af því og kumraði angurvært. (Sjá bls. 40.)

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.