Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1948, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.11.1948, Blaðsíða 9
DtRAVERNDARINN 55 vesalings kvikugengnu liestum liafi verið lcomið úr sporunum, þegar síga tók á seinni hluta ferðarinnar. Vitanlega hljóta þeir að hafa verið fyrir löngu hættir að geta gengið, áður en.þeir voru orðnir lireinlega dauðans matur. Fleira af þessu tagi eða þessu iíku mætti nefna, þó að það verði ekki gert liér að sinni. Blaðagreinar um illa meðferð á dýrum ásamt pólitík. Um þelta mál hefur margt og mikið verið rætl og ritað. En i flestum blaðaskrifunum er |>að ekki fyrst og fremst sú niðingameðferð, sem lirossin urðu fyrir, sem tekin er lil at- liugunar, heldur ýmislegl annað fremur, og mörg þeirra liafa hlandazt magnaðri pólitík og sums staðar illkynjaðri — liggur mér við að segja. Svo ákaft liefur liið pólitíska hnútu- kast verið í sumunx þessum hlaðagreinum, og svo eindregið ha'fa trúnaðarmenn stjórnarinn- ar i þessum hrossakaupum verið afsakaðir, sér í lagi aðalmaðurinn, Gunnar Bjarnason, hrossaræktarráðunautur, að liöfundum grein- anna hættir við að gera lítið úr þeirri óþokka meðferð, sem hestarnir urðu fyrir. Er það auð- sjáanlega mest af ótta við það, að málstaður trúnaðarmannanna, fyrsl og fremst Gunnars Bjarnasonar, versni að öðrum kosti. — Það láðist raunar að járna nokkra liesta á afturfótunum, segir í einu hlaðinu. Það var nú allt og sumt liggur i orðunum. Hitt varasl Jilaðið aftur á móti að nefna, livaða afleið- ingar það hafði, að hestarnir voru ekld járn- aðir. Það voru aðeins fimm hross, sem varð að drepa. í annarri blaðagrein er tekið svo til orða: „Að um grimmdarfulla meðferð á þeim lirossum, sem nýlega voru flutt til Póllands, Jiafi verið að ræða, er að mestu tilliæfulaust. Það sanna i málinu er, að fimm liross, sem t'ekin liöfðu verið ójárnuð á afturfótunum, fóru mjög illa og varð að drepa þau, er suður kom.“ Það er engin óraleið norðan úr Húnavatns- sýslu og suður á Alcranes, samt er búið sama sem að murka lífið úr þessum fimm hestum með liraklegri meðferð á þessari leið. En greinarliöfundi virðist ekki vaxa það mjög i augum, og liyggst liann að sanna, að það sé að mestu tilhæfulaust, að þessir liestar liafi verið beiltir grimmdarfullri meðferð. Að inestu tilhæfulaust er að visu óákveðið orða- lag, enda virðist aðalsönnunin vera sú, að ekki skyldi þurfa að drepa fleiri liesta en þessa fimm vegna meðferðarinnar á leiðinni suður. Þessi viðleitni til að draga fjöður yfir sann- leikann um meðferðina á hestunum i þvi skyni að firra Gunnar Bjarnason allri tortryggni, er þeim mun lalcari en annars væri vegna þess, að liún er þarflaus og liefur því öfug áhrif við það, sem til er ætlazt. Gunnar þessi Bjarnason sá elrlvi um rekstur hestanna suður. En i þessum rekstri gerðist allt það versta og liörmulegasta, sem átti sér stað i sambandi við þessi hrossakaup. Það er lítilmótlegt og ósamboðiö siðuðum mönnum að vera bendlaður við illa með- ferð á dýrum eða mæla slíku bót. Nýlega var komizt svo að orði i málgagni danskra dýravina, að almenningur þar i landi liti svo á, að ill meðferð og misþyrmingar á dýrum væru flestu öðru liegningarverðu at- Iiæfi illmannlegra og teldi slíkt meðal þeirra ótuktarverka, sem allir sæmilega siðaðir menn álitu sér eigi aðeins ósamboðið að vera hendl- aðir við á einn eða annan liátt, lieldur og for- dæmdu afdráttarlaust. Svipað almenniugsálit virðist og rikjandi i þessum efuum lijá okkur íslendingum. En sé það rétt atliugað, hafa sannarlega verið ógeðug öfl lil slaðar, þar sem þessi umræddu markaðsliross voru seld og lveypt og rekin til skips. Niðurlag. Skal svo ekki fjölyrða nánar um þetta hörmuleg'a mál að sinni. En Dýraverndarinn mun flytja lesendum sinum fregnir af því lielzta, sem lcann að verða sagt eða ritað um það framvegis, þar á meðal af væntanlegum réttarrannsóknum, þegar þar að kemur. 15. nóvember 1948. S. H.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.