Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.07.1918, Síða 9

Dýraverndarinn - 15.07.1918, Síða 9
DÝRAVERNDARINN 73 líka. Maöurinn finnur sársauka. Dýrin kenna líka sárt til. MaSurinn veikist. Dýrin veikjast lika o. s. frv. Likt er því farið me8 andlega líðan, eSa sálarlegar kendir. Maöurinn gleöst. Þaö gera dýrin líka. Maöurinn hryggist. Þaö gera dýrin líka. Maðurinn elskar. Þaö gera dýrin líka. Maöur- inn reiöist. Það gera dýrin líka. Maöurinn hræðist. Það gera dýrin líka. Geðshræringa gætir minna hjá óæðri dýrunum, en þvi mcira aftur hjá hinum æöri. Allir vita, hversu glaöir og kátir hundar geta orðið, þegar þeim hefur tekist að finna húsbónda sinn, eöa þegar þeir hafa unniö honum þægt verk, — og aftur á móti, hversu hryggir þeir veröa, þegar þeir missa af honum. og hve lúpulegir þeir veröa, þegar þeir hafa gert eitthvert glappaskotiö. Tilfinningar dýranna koma þó ljósast fram, þegar þau hafa fyrir afkvæminu aö sjá. Móöurást þeirra gerir mönnun- um oft skömm til. Eg veit ekki, hvaöa tilfinningar eiga rétt á sér, ef ekki slíkar, enda þó að þær birtist í hjarta hundsins eða kattarins. Þroska má ýmsa h æ f i 1 e i k a hjá dýrunum, og þekkja margir, hversu má kenna þeim margt og venja þau. Hugsum um alt þetta, og hugsum um það, að dýrin eru munaöarlaus, •— þá er óskiljanlegt, að nokkur maður láti dýrunum líða illa, ef hann getur viö ráðið. Höfundur lífsins hefur lagt dýrin á okkar vald, en ekki til þess aö láta þeim líða illa, eöa misþyrma þeim. * Þaö væri betur að eg tæki of djúpt í árinni, er eg segi og meina, að helmingur skepnueigenda hér á landi misljjóöi skepn- um sinum, aö mcira og minna leyti, svo sem með íélegum húsakynnum, fóöurskorti og ýmsri ónærgætnislegri meðferö. Hesturinn verður oft harðast úti, hann, sem er þarfasti þjónn mannsins. Þaö hvílir ábyrgö á okkur gagnvart dýrunum, og meira ætti aö vera gert en gert er, til að innræta æskulýðnum, hversu þýðingarmikil hún er, Láti ungmennafélögin þér til sín taka!

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.