Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.07.1918, Page 12

Dýraverndarinn - 15.07.1918, Page 12
DÝRAVERNDARINN 7Ó á vetur. ÞaS er auövelt aö dæma um eftir á, en torveldara fyrir aS sjá. Þaö er forsjálni að skera um jól, til að vera birgur hvernig sem fer, i samanburSi viö hitt, að treyna lífiö i öllu til vors, og missa þá úr hor. Þ a ö e r siöfer.öislega og fjárhagslega verst af öllu. LJÓTAR AÐFARIR Þaö er fariS að tí'ökast hér i Reykjavík, að ungt fólk, konur og karlar, éru á næturferöum í bílum um allar trissur; þaö er ný aöferö til aö „skemta sér“. Ein slík næturferö og skemti- ferö var farin aðfaranóttina 13. f. m., og er eftirfarandi skýrsla skilríks manns um þaö ferðalag ekki ófróöleg. Veslings bíl- stjórinn veröur kæröur til sekta og skaðabóta. En fólkið, sem var að skemta sér? Aðfaranóttina 13. júní kl. 2, komu þeir félagar, Jón Guð- .mundsson og GuöHaugur Sigurðsson frá Búðarhólshjáleigum að Geithálsi og fengu girðingu fyrir hesta sína, einnig tjöld- uðu þeir félagar innan girðingarinnar. Kl. um 5 eru þeir vaktir af Stefáni Þorsteinssyni úr Grímsnesi (spurðu ekki nánar hvað- an maðurinn var), er segir þeim, að hestar þeirra 6 að tölu hafi stokkið undan bíl upp hjá Lögbegi um það leyti sem hann fór þaðan. Einn af hestunum hafði hlaupið út af veg- inum neðan Lögbergs, og handsamaði Stefán hann, og hafði með sér að Geithálsi. Var þá maður fenginn að elta hestana, og er hann kemur að Kolviðarhóli er billinn þar fyrir á suður- leið, enda ekki farið nema austur að Kömbum. Fær sendi- maður þá að vita, að hestarnir hafi hlaupio alla leiö undan bílnum, en í hvaða fjarlægð, eða með hvað miklum hraöa bíllinn keyrði á eftir þeim, fékk hann elcki upplýst, enda talið að menn þeir sem með bílnum voru, hafi sýnst undir áhrif- um víns. Klukkan um 7 voru 3 af hestum þessum teknir fvrir austan Tryggvaskála af Landeyingum, er voru á suðurleið og þektu héstana. En hinir þrír höfðn stanstið með veginum frá Ölvesá

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.