Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.07.1918, Síða 14

Dýraverndarinn - 15.07.1918, Síða 14
7g DÝRAVÉRNDARINN HORSAGNA-ÆFINTÝR MaSur, sem skrifar til „Lögréttu" úr Skagafirðinum nú um Jónsmessuleytift, býst viö a'ö ýms horsagnaæf in- t ý r berist þaöan til f jarlægu sveitanna". Og hann varar viö aö festa trúnaö á þær sögur. Já, rétt er til getiö. Sögurnar hafa borist. „Dýraverndar- inn“ fagnar því aö þurfa ekki aö trúa þeim. Sögur hafa borist um það, aö mikill fjöldi Skagfirskra hrossa hafi liðið hræöilegan kulda og hungur á liðnum vetri; að þau hafi staðið í högum skinhoruð, niöurdregin og magnþrota aðfram komin, þegar forsjónin miskunnaði sig yfir þau og sendi sól og hlýindi þeim til bjargar. Fullyröa þessar sögur, aö horfellir hefði orðiö á þessum margþjökuöu skepnum, og eins á sauðfénaði, allvíða í Skagafjararsýslu og Húnavatns, ef sumarbliðan heföi ekki komið. þá dagana, sem hún kom. Sögurnar bæta því viö, aö nokkrar skepnur í þessum sýslum — og reyndar viðar, — hafi ekki orkað aö biða eftir vorbat- anum, heldur hafi sólin skinið á holdlausar beinagrindur fall- inna skepna, þegar hún kom til að bjarga. Þó að vorbllóan kæmi í fyrra lagi, og þó að hún kæmi svo vel sem hún kom, hafi hún þó komið of seint. Svona bárust sögurnar, og það er nú svo komið, aö farið er að veita slíkum sögum meira athygli en áður. Margur verð- ur til að trúa þeim; þeir kippa sér ekki upp við þær. Það er gamla sagan hérna á íslandi, segja þeir, og hugsa ekki meira um þaö. Aðrir eru tregir til aö trúa, vilja ekki ætla bændum það, að þeir skelli skollaeyrum viö lögum urn meö- ferð fénaðarins og séu hiröulausir um eigin hagsmuni. Allir góðir menn vona i lengstu lög að sögurnar séu ósannar, eða að minsta kosti ýktar. Þeir láta þær þó ekki eins og vind um eyrun þjóta, heldur halda spurnum fyrir um það, hvað sé rétt og hvaö sé rangt með farið. „Dýraverndarinn" hefir gert það að þessu sinni, og þykist hafa fengið sannanir fyrir því, að hross hafi falliö í vor í Skagafjarðarsýslu, Húnavatnssýslu og Snæfellsnessýslu, þó að rnikil brögð hafi ekki veriö að. Þaö er hryggilegt, aö slíkt skuli enn geta komið fyrir, og vænt þætti Dýraverndaranum

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.