Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1928, Blaðsíða 2

Dýraverndarinn - 01.12.1928, Blaðsíða 2
5« DÝRAVERNDARINN ur lögeggjan, íslensku dýravinir, og hugsjónamenn! Jólin eru sjerstaklega hátíð kœrleikans. Margir trúa því, að á þeirri hátíð hellist yfir heiminn, af himn- um ofan, óvenjulega mikið af kærleika, og víst er um það, að á jólunum eru flestir betri menn en endra- nær. Lítur út fyrir, að þá glæðist skilningur manna á gildi kærleikans, og kemur það með ýmsum hætti fram í verki. En stundarhrifning er lítilsvirði, ef hún leiðir ekki til annars meira. Og tilfinningabloss- ar, þótt bjartir séu í svip, eru sjaldnast þau blys, sem loga til langframa. Heimurinn þarfnast hins ró- lega ljóss, sem þolir storma daglega lífsins, og þarf ekki að nærast á eldsneyti hrifningar og helgisiða. Þessvegna heitum vjer á alla góða menn og konur að styrkja oss í starfi voru. Það er hægt með ýmsu móti. Sendið blaði voru góðar greinar, sögur, mynd- ir, kvæði. Útbreiðið blaðið. Gangið í „Dýraverndun- arfélagið“. Margt fleira má nefna. En það eitt er víst, að eigi mun jólastjarnan hvað síst skína skært þeim mönnum, er hugfesta sér rækilega þessi orð: „Það, sem þér gerið einum af Mínum minstu bræðr- um, það hafið þér Mér gert!“ Grétar Fclls. Máttur kærleikans eftir C. Jinarajadasa. (J. Óskarsson þýddi). í öllum heimum, sýnilegum sem ósýnilegum, er að eins Einn sem elskar alt sem var, er og verða mun. Vjer mennirnir nefnum þennan Eina ýmsum nöfnum: Guð, Drottinn, Logos, Allah. Sumir tala um móður hins Eina Guðs eða vísdómsgyðjuna; og enn aðrir um Lótusdrotninguna. Alt líf er Hans líf. Hin ósýnilega rafeind, starfs- mætti þrungin, lifir lífi Hans. Frelsarar mannkyns- ins, sem miljónir manna hafa dáð og elskað og kropið fyrir í sannri auðmýkt, þeir hafa elskað með Hans éigin kærleika. í öllum hlutum, í mætti sem efni, lífi sem meðvitund, er það Hann einn, sem elskar. Öll tilveran er einungis geislun eða opin- berun kærleika Hans. Dularfullir eru þeir farvegir, sem kærleikur hans streymir eftir. Hann geislar frá sjer mætti sínum í ljósvakanum, skapar aflmiðjur, raðar þeim í frum- eindir og frumvægi, og lætur aldrei þrot verða á kærleika sínum. Nú hefst það, sem kalla mætti að- hverfingu og fráhverfingu. Alt eru gerfi fyrir kær- leika Hans, jafnt hið játandi afl sem hið neitandi, aðskilnaður jafnt og sameining. Alt eru vökudraum- ar Hans, á meðan Hann er að elska. Og dauðann með ógnum sínum og skelfingum, lætur Hann til verða. Plöntur, dýr og menn deyja — visna — alt eru þó gerfi fyrir lif Hans. En dauöinn er sjón- hverfing ein; því um leið og gerfin deyja, þá er kærleikurinn mikli, sem er grunntónn þeirra, leyst- ur úr læðingi. Hann hverfur heim til föðurhúsanna, en kemur fram að nýju, með nýja og betri hæfi- leika, til að opinbera meira af hinum mikla kær- leika. Ef vér gætum orðið þátttakendur í vöku- draumum Hans, þá gætum vér líka skilið, að tor- tíming lífsgerfanna er kærleiksverk. Kærleikur Hans heimtar æ fullkomnari og fullkomnari gerfi, til að geta opinberað sem rnest og best kærleika Hans og dýrð. Það er Hans sök, að mennirnir hata hvern ann- an. Síngirni og þrætur, styrjaldir og grimd í mörg- um myndum eiga sjer stöðugt stað í heiminum. En alt eru það að eins áíangar á vegi opinberunarinnar. Hver maður er brot af Hans lifi, bæði sá er særir og sá er græðir; báðir opinbera kærleik Hans — að eins mismikið. Hann vakir yfir báðum, og lætur sig dreyma þann dag, er kærleikurinn mikli ríkir of heima alla. Úr þeim sem hata og særa gerir hann leiðtoga og pislarvotta — sterka sem mótstöðumenn; styrka sem frelsara. Úr þeim, sem græðir, gerir Hann spekinga og listamenn; þeir eiga að endurspegla sannleika og fegurð — Hans dýrðlegu einkaeign. Síngirni, hatur, munaðarlífi, sjálfsafneitun, sjálfs- fórn, ást og guðsdýrkun eru að eins áfangar í hugs- analífi Hans — í þrotlausum kærleiksdraumi Hans. Aldir koma og hverfa. Stjörnuþokur, glóandi þoku- hnettir, sólir, reikistjörnur, tungl, steinar, plöntur, dýr og menn, — alt kemur — og fer. Alt eru draum- ar hins Eina, draumar um sálirnar, gneistana af eldi Hans eigin tilveru. Hann hafði einsett sjer aö íæra Guði kærleikans fórn, en áður en fórnin, kær- leiksgjöfin mikla er tilbúin, verður Hann, nauðug- ur viljugur, að starfa, starfa um þúsundir aldaraða. Hann veit, að einhvernt'nna múni sá dýrðardagur upp renna; en þangað til lætur Hann sig dreyma

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.