Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1928, Blaðsíða 5

Dýraverndarinn - 01.12.1928, Blaðsíða 5
DÝRAVERNDARINN 6.i liugsun hugsananna, e'Öa hjartaslög þeirra. Hana sjá- um vjer endurspeglast í náttúrulögmálunum. Þa<5 er ekki um neitt smátt eöa stórt aÖ ræða í þessum lögmálum. ÞungamiÖja tilverunnar er alstaÖar, jafnt i tima sem rúmi. Sá sem þekkingar leitar, af síngjarnri þörf, — hann trjenar — hann kólnar upp. Þjer ver'Öi'Ö því um fram alt aÖ skoÖa alla þekk- ingu — alla visku, hverju nafni sem hún nefnist, eins og holdi klædda hugsun hins Eilífa Eina. Hann einn getur hugsað rjett og ályktað, þar sem Hann er alsjáandi, alviskan sjálf. Kærleikann skuluð þjer taka yður fyrir leiðarstjörnu — kærleika til með- bræðra yðar; hann mun visa yður leið. Og þá mun- uð þér aldrei uppgötva svo ný sannindi — brot sannleikans, endurspeglun hins Eilífa, nýtt náttúru- lögmál -— aö þjer ekki um leið verðið þrungnir óumræðilegri gleði yfir þekkingu yðar, sem ef til vill flytur meðl)ræðrum yðar gæfu og gengi. Eins og sólin flvtur öllu sem lifir, yl og líf með geislamagni sínu, þannig eiga spekingar jarðarinn- ar að ráði kærleikans að fræða meðbræður sína um það lögmál, sem er alt og í öllu, og beina samkvæmt því, störfum þeirra í rjettan farveg. Náttúrulög- málin eru hvervetna opinberun fullkomins kærleika, því hugsun hins Eilífa Eina, sem alt elskar — það er lögmálið. Sá máttur, er mönnum gefur styrk, er kærleikur- inn. Ilann verður til og kemur í ljós í mörgum myndum í sálum vorum; en í hvert sinn, sem vjer verðum hans varir, þá eykur hann styrkleik vorn. Hann veitir oss mátt til að breyta grimd í fórn- fýsi — munaðarlifi í guðsdýrkun og göfga hugs- un, og stærilæti i auðsvepni. Máttur kærleikans er fyrsta boðorðið sem þjer og jeg eigum að fræða mennina um í nafni Hans. Hinn Eilífi Eini talar nú til vor í gný fallbyss- anna sem Shiva, eyðandinn. Svo fer hann að, sök- um þess, hve lengi vjer höfum þrjóskast við að fylgja boðorðum bróðurkærleikans. Menning vor hefir að eins lært að sjá fegurð Hans í daggardrop- um blómanna. En blind var hún fyrir tárum með- hræðra vorra. Vjer elskum rödd Hans i samhljóm- um Beethovens — í hljómlistaróði Bach’s og Hán- dels; en vjer hrukkum undan með hryllingi, þegar neyðaróp hinna þjáðu og kúguðu mannanna barna bárust ooss til eyrna. Vjer höfum tilbeðið hinn Eilífa Eina, eins og okkur fanst best við eiga í það og það skiftið, samkvæmt ytri þörfum vorum og þæg- indum, en ekki í samræmi við boðorð bróðurkær- leikans. Nú standa reikningsskapardagarnir yfir. Hjeðan i frá verðum vjer að líta á lífið sem eina óskifta heild; vjer verðum að komast til skilnings á því, að Guð er hjer sem þar og alstaðar, í myrkri myrkranna, jafnt sem í ljósi ljósanna. Að liðnum vetri kemur vorið. — En vorið er íætt áður vetur byrjar. Blöðin fölna og falla máttvana til jarðar, en í stað þeirra koma brumhnappar klæddir tryggum vetrarfatnaði. Trjen virðast hiða blaðlaus eftir vorinu; en sálaraugu vor segja oss annað; með þeim sjáum vjer, að alt er tilbúið. Það vantar sólskin og hlýju. Sjá ]iað kemur. Og i allri sinni dýrð gengur vorið i garð, og þá vitum vjer að sumarið er i nánd. Nú er haust í heiminum — blöðin falla til jarð- ar, og hörmungar vetrarins eru i nánd. En þarf laust er að æðrast. Laufskraut vorsins býr i brum- knöppunum, tilbúið að sýna sig, þegar timinn er kominn. Og þrátt fyrir alt vita allir, að vorið kem- ur einhventíma. Drottinn safnar um sig öllum, sem vilja hjálpa Honum til að leggja stein í bygginguna — hið nýja musteri mannheima. Hlustið á glaðværð æsku- manna; þar er geisli af Hans sólardýrð. Og í draum- um föðurlandsvinarins og jafnaðarmannsins; í dulspeki heimspekingsins og skáldsins — þar finn- um vjer, sem annarstaðar, brot af speki Hans og mikilleik. En hvað er heimurinn annað nú en einn stór blóðvöllur?* Það er hann að vísu í vontm aug- um. En Hann, Andinn Eilífi, lítur nýjar þjóðirmeö nýju lifi, í nýjum og fullkomnari gerfum, rísa upp af rústum nútímans; því lífið getur ekki farist. Sá agnar depill er ekki til í víðum veröldum, að þar sje ekki líf. Alt er þrungið lífi hins Eilífa Eina. Fyrir vorum augum er dauðinn sár sorgarleikur, en hann cr það ekki í raun og veru. Geríin verffa að deyja, til þess að lífið geti endurfæðst í æ full- komnari myndum, það er fagnaðarsöngur náttúr- unnar; Guð gefi að vjer gætum heyrt hann öll. Rósin er sölnar í sumarlokin, lifir, þó blöð henn- ar sjeu fallin og fölnuð; hún fæðist aftur fegurri en nokkru sinni áður. Jafnskjótt og gerfin eru líf- inu til tálma, er þeim varpað burt; þau leysast síð- an upp í sömu frumefnin, sem lííið gerði þau úr í * Þetta undurfallega erindi var samið skömmu eftir ófriðinn mikla.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.