Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1928, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.12.1928, Blaðsíða 4
6o DÝRAVERNDARINN yfir hverju því starfi voru, sem gengur feti fram- ar en skyldan býður. Og Hann blæs æ meiru og meiru lííi í viÖleitni vora meS geislamagni kærleika síns. Vjer lærum fyrst smátt og smátt, að gefa vor- um nánustu í fyrsta mót vilja vorum; síðar af því vjer finnum, að oss ber skylda til þess, og loks ger- um vjer það fullkomlega af frjálsum vilja og með glöðu geði. Æðsta gleði vor nú er: að gefa. Gjafa- fórnir eru nú grunntónarnir í lífi voru. En lítt mun oss gruna það, að hinn Eilífi Eini sje að dreyma í oss um fullkominn kærleika á með- an vjer erum að sigrast á síngirni vorri og flytja öðrum fyrstu gjafir vorar. Þá rennur upp sú stund, þegar vjer hlýðin og auðmjúk beygjum knje vor fyrir andanum mikla, er leitt hefir oss stöðugt áfram og stutt á vegi þró- unar og þroska. Oss finst nú, þó óljóst sje, að ekki sje líf vort dýrmætasti gimsteinninn, sem vjer eig- um, heldur þekkingin á hinum Eilífa Eina, sem vis- ar öllum veg undir merki kærleikans. Og að lokum erum vjer svo langt komnir áleið- is, að vjer æskjum einskis frainar af jarðneskum gæðum sjálfum oss til handa — öllu viljum vjer fórna fyrir hnossið æðsta, sem vjer höfum höndl- að. Einn segir: það er Kristur; annar: það er Buddha; þriðji: það er Guð eða Drottinn. En í rauil og veru færa allir fórnir sínar hinum Eilífa Eina, því það er Hann, sem vjer allir mæturn að lokum sem föður kærleikans. -—- Hann ljet oss frá sjer fara — Hann kveður oss til fundar við sig. Hon- um gefum vjer alt að lokuin. Af sjálfum oss verð- um vjer að sjá; en þá einmitt fyrst, ekki fyr, vit- um vjer í raun og veru hvað það er: aS lifa. Styttri leiffin. Allir erum vjer frá hinum Eilífa Eina, og þang- að hverfum vjer aftur, hverskyns trú, sem vjer höf- um eða höfum haft. En heimför vor getur gengið misfljótt. Það er mjer sönn ánægja að skýra yður frá styttri leiðinni. Það get jeg með sönnu sagt yð- ur, að sje kærleikurinn prófsteinn yðar í smáu sem stóru, gagnvart yður sjálfum, þá tekur heimför yð- ar miklu styttri tíma en ella. Til hinna styrku, er starfsleiðina velja, tala jeg þannig: Gleðjist af styrkleik yðar, en munið það, að styrkleikurinn er ekki yðar eign, heldur eign hins Eilífa Eina. Á meðan þjer hugsið sem svo: Jeg er stcrkur, eykst ekki styrkleikur yðar, þó þjer sjeuð sterkari en þeir, er vilja yður hlýða. Hinn sanna styrkleik öðlist þjer fyrst, þegar þjer skoðið styrk yðar sem fjármuni, er yður hefir verið trúað fyrir. Einn er sá, sem er sterkur. Einn er sá, sem vitur- leik hefir til að nota styrkleikann. Sá mun gera yð- ur sterkan með styrkleik sínum. Um aldaraðir hefir Hann safnað arfi yður til handa. En sá arfur er yður fyrst heimilaður, er þjer æskið þess að auka styrkleik meðbræ'Sra yðar — styrkja þá til að bera byrðar lífsins — styrkja þá til að vilja —■ til að elska. Þér sem sterkir eruð í starfinu, verið einnig sterkir í kærleikanum. Opnið hjarta yðar fyrir þeim Drotni er yður elskar; þá fyrst munuð þjer skilja sambræður j'ðar; — hvers vegna þeim yfirsjest, hvers vegna þeir þjást, og sá skilningur mun gefa yður visku til að nota styrkleik yðar rjettilega, þannig, að hann hafi ætið blessun i för með sjer, en böl eigi. Á meðan j>jer skoðið styrkleik yðar sem yðar eigin eign, verður hann til óblessunar fyrir meðbræður yðar. En um leið og þjer afsalið yður honum, verður hatm að sigurskjóma í hendi hins Eilífa Eina, öðrum til verndar og lilessunar. Veg hlýSninnar velja aðrir; þá dreymir um kær- leik. Til yðar, sem veg þann veljið, tala jeg svo- feldum orðum: Þér komist aldrei styttri leiðina, nema þjer fórnið þvi, sem þjer elskið. Elskið barn yðar — ekki í því skyni að veita sjálfum yður ánægju. Takið á móti kærleikanum, sem dýrmætri gimsteinagjöf, er þjer svo skreytið liarn yðar með. Elskið vin yðar, en látið kærleika ySar vera sem dýrmæta fórn — skilyrðislausa fórn, sem einskis krefst nema nýrrar fórnar. Og kærleikans vegna verðið þjer, sem þekkið mátt hins góða, að starfa með alúð og árvekni í hóp meðbræðra yðar — ljetta byrðarnar, sem lífið leggur þeim á berðar, og varpa geislum kærleikans á æfistig hinna vegmóSu og villu- ráfancli með hugsunum yðar, orðum og gerðum. Þannig verSið þjer sendiboðar Drottins. Og því dýpri kærleik, sem þjer beriS til bræðra yðar og systra Ilans vegna, því meiri og verðmætari verður boðska]tur yðar. Þér u])])götvið smátt og smátt rneir og meir af óþektum auðæfum í þeim, sem þjer elskiS. Dýrð lífsins er hjer sem dularfult æfintýri að opinbcrast yður. Og þjer, sem farið þekkingarleiðina, verðið að læra að gleðjast á ósíngjarnan hátt við fræðsluleit yðar. Vitið það, að til er voldug vitund, sem er

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.