Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1929, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.03.1929, Blaðsíða 4
IO DÝRAVERNDARINN frásaggnarsnilldar og um sumt erögnægöar tungu vorrar. Og ekki mun hendi slegið móti bundnu máli, sé þar öllu í hóf stillt, og slíkt beri meö sér bragövísi og íslenzka orðfimi, en svo mun stund- umi um lausavísur. Lesöndum Dýraverndarans árna ýg tírs og tíma. Og eg biö hamingjuna, aö unna þjóð vorri árs og friðar. Einar Þorkelsson. Þóruskap. Landnámabók segir svo um Langholts-Þóru, hús- freyju Ásmiundar, er land nam með Atla föður sín- um „frá Furu til Lýsu“ í Þórsnesþingi syðra, að hún „lét gera skála sinn um þvera þjóðbraut, ok lét j)ar jafnan standa borð, enn hon. sat úti á stóli ok laðaði þar gesti, hvern er mat vildi eta.“ Háttur Langholts-Þóru hefir verið að ágætum hafður. Og víst miun Þóruskapið, sem Landnáma- bók bendir til, hafa lifað með þjóð vcrri frá upp- hafi allt til vorra daga. Um þaö ber almenn islenzk gestrisni ólyginn vott. Hitt er þó eigi minna, að sú dyggð hefir mörgumi íslendingi verið í 1)lóð lag- in, að liðsinna munaðarleysingjum, þeim, er hjálp- ar þurfa og bjargþrota eru. Verður þó trauðla rnóti því mælt, að skilningur sumra manna á þeim hlut- um hafi um of veri'ð skammair, jafnt og virzt hefir, að vetlingatök væri stundum þar, er ekki skyldii. En skylt er aö dyljast eigi þess, sem satt er talið. Og í þessu máli er það sannast, að dyggðin sú, er nú var nefnd, hefir jafnan verið fóstruð í brjósti góðra kvenna íslenzkra, og svo er enn. Margt er J)að af dýrum vorum, tömdumi og hálf- tömdum, setm hefir ónóga aðbúð cg jafnvel illa. Mætti greina eigi fátt, en ])ví skal ])ó flestu sleppt að sinni. í sjávarþorpum og kaupstöðum er alifuglarækt nokkur, og mun þar helzt að telja hæns, endiur, dúfur o. fl. En nú verða að eins nefndar dúfurnar. Hér í Hafnarfirði er eigi allfátt utn þær. Mun svo hér, sem annars staðar, að þær njóti noikkuð misjafnrar aðhlynningar, húsavist þeirra sé eigi alls staðar sú, er skyldi, og matarvistin geti cltið á ýmsu. Víst imm, að sumir eftirektarsamir menn telji, að hér séu dúfur, sem að misjöfnu eigi að hverfa heima og veröi því lítt heimfúsar. Flögri ]>ær hingað og þangað að leita sér næringar, og við geti borið; að þær séu eigi ævinlega sællegar allar, og mun svo víðar vera. Nærri sanni mun ef til vill stundumi, að sú fýsn hreyfi sér í vitund dúfnanna, eigi sízt meðan þær eru á gjafvaxtarárunum, að flögra eitthvað að heiman, til þess að sýna sig og sjá aðra og leita gíeðskapar mieðal glaðra, eins og gengur cg gerist í heimi vorumi. Þenna „lausagang" dúfnanna mun eigi alls kostar auðvelt aö hefta, og mætti um slíkt draga nokkur dæmi af háttum sumra svo nefndu æðri dvranna. En öðru máli gegnir, þegar dúfurnar leita að heiman og flög-ra og ,,slagsa“ út um hvippinn og hvappinn, vegna ]>ess, að þær eiga þar að búa við skeytingarleysi, illa húsavist og ónógan viðurgern- ing. Úr þessu mun flestum',sem hlut eiga að máli, nokkur kostur að bæta. Og ætla verður, að allar „sannkristnar mianneskjur", sem dúfur eiga, geti talið skyldu sína, að gera það. En svo mun vera unu líðan dúfna, sem annaö, að sanni næst sé, að líta á hana eins og hún er og láta sér það eitt ekki nægja, að fyllast fjálgleik, undr- un og vándlætingu í orði, ])egar eitthvað fer þar miður en vera ætti. Og þessu líkt mun stúlka sú, er nú verður getið, líta á þetta mál. í kjallarabyggð neðsta hússins við Reykjavíkur- veg, hér í Firðinum, er brauðsala. Þar er afgreiðslu- stúlka, Friðbjörg að nafni Kristjánsdóttir. Hefir hún fyrlr alllöngu fest auga á nokkurum dúfum, sem hún veit um, að eru lítt haklnar og ef til vill heim- ilislausar. En hún hefir ekki látið við það eitt sitja, að horfa á þessa vesalinga. Oft á dag sáir hún úti fyrir dyr- um baunumi, maís og öðru því, sem, gott er talið til fóðurs dúfum — og skamtar ekki stjúpmóðurlega. Vart þarf að geta þess, að borðgestir hennar fara heldur fjölgandi. Hins þarf og‘ eigi að geta, að all- ar þær dúfur, sem úfnar voru og ósælar, áður en þær gengu á mála hjá Friðbjörgu, eru nú frjáls- legar, feitar og gljáandi. Og því er ekki að gleyma, að þær dúfur, sem eru ekki heimfúsar eða eiga ekki heimiili, hafa gert sér vatnsborðin yfir glugg- uiium á húshliðinni aö dvalarstað. Sitja þær þar flesta daga, milli ]>ess, sem sáð er fyrir þær fóðr- inu, og eru sex eða sjö. —

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.