Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1929, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.03.1929, Blaðsíða 6
12 DÝRAVERNDARINN Hér er um sögur a'ö ræða, liklega flestar sannar aö uppistööu, þótt ívafiö sé að sjálfsögðu frá hö-f- undinum, og er vefnaðurinn margvíða prýðilegur. Sami háttur verður hafður um þessa bók, sem hinar, er áður eru nefndar, að gera eigi nákvæmi- lega grein fyrir efni hennar. En þó að sú meðferð sé höfð, þá er skylt að skýra frá því, að innviðir allra sagnanna eru af þeim stofni, að fáir góðir drengir munu fá lesið þær, án þess, að athygli þeirra veröi þar vör við manndóm, drenglyndi, fórnfýsi, tryggð, átthagaást, þjóðrækni, dullyndi, hjartagæz.ku og marga aðra mannkosti, serni beztir eru jafnan taldir. Sögurnar eru að efni og ööru lærdómsríkar og líklegar til nokkurrar mannbótar. Fær því Dýra- verndarinn vart nóglega hvatt menn til að lesa þær. Og vist er um, að þær ætti ekki að fara frami hjá ungum mönnum. Bókin er snotur og ódýr, 3 kr. i kápu, og er því flestra meðfæri að eignast hana. En þess er að geta, að hér er að eins að ræða um upphaf hennar (1. hefti). Niðurlag hennar (2. hefti) mun koma út nú með vorinu. En þaö mæla þeir, sem til þekkja, að ekki hafi niðurlagið ómerkara efni að færa. — Að þessu sinni verður eigi drepiö á fleiri bækur. Þó litur Dýrav. svo á, aö maklegt sé, að vekja máls á Dýrasögum eftir Þorgils gjallanda, þótt nokkur niisseri séu síðan þær voru prentaðar. í þeim fer víðast saman ófúið efni og snilld á meðferð þess, og munu þeir fæstir, er eigi fái skil- ið, að þar er ást til málleysingja að baki allra orða. Sögurnar fást í flestum bókabúðum og eru ódýrar. Sóti á Bessastöðum. Þó að því sé svo farið, að eg kunni fátt frá Sóta að segja, þá hefir sú ætlan lengi vakað í huga mér, að þar muni hafa verið einn ágætasti góð- hestur, eigi að eins sakir íræknleiks, fjörs og gang- fimi, heldur og fyrir vitsmuni. Þetta er að visu ágizkan mín. En eg hygg, að hún fari vart firr sanni en sumt annað, sé þess að einhverju gætt, sem nú verður talið. Þorvaldur lögregluþjónn í Reykjavik, sonur Björns prests Þorvaldssonar (d. 7. febr. 1874) 1 Holti undir Eyjafjöllum, sagði mér, að Sóti hefði verið af kyni frábærra gæðinga i Hornafirði. Það- an hefði íaðir sinn eignazt hann, líklega fjögra vetra. Sagði Þorvaldur, að faðir sinn hefði feng- ið mætur á folanum og að þær hefði eigi stafað frá ]>ví einu, að folinn sýndi þegar í taminingu snilli í speri og háttum, auk: mikilla afkasta, heldur af auðsæjum vitsmunum iians. Og taldi Þorvaldur föður sinn ha-fa unnað Sóta nxeir en flestum öðr- um hestum samtímis. Alkunna er það, að Björn prestur var hesta- og reiðmaður með ágætunu Hitt var einnig i eðli lians, að sögn réttorðra manna og kunnugra, að hann unni sumum gæðingum sinum og leitaöist við, að finna vitsmuni þeirra. Og Þorvaldur sonur hans mælti, að svo hefði þvi verið farið um Sóta hjá henum. Mun því eigi fjarri sanni, að vit Sóta og athygli hafi þroskazt í samibúðinni við Björn prest. Og eigi verður slíkt óliklegra fyrir það, að Þor- valdur taldi Sóta hafa orðið mannelskan snemma. Sóti var sjö vetra, fremur en átta, að sögn Þor- vakls, þegar hann komst í eigu Gríms Thomsens. Af orðum Gríms og af frásögn margra manna, sem nutu nokkurra kynna af honum, er vist, að hann ól í brjósti sér ást til allra dýra og mun hafa lagt allmikla rækt viö aö kynnast sálarlífi þeirra og glæða það eftir föngunu Verður eigi annað ætlað, eftir því sem nú var getið, en að Sóti hafi notiö góðs skóla alla ævi og að sjálfsögðu eigi sizt i sambúöinni viö Grím. Sé þess gætt, að svo reynist öllum mönnum, er þaö mál viröa viðurlits, að ekkert -fái glætt vits- muni dýra framar ástúð manna í umgengni við þau, mætti það verða nokkuð sennilegt, að því er mér skilzt, að vit Sóta hafi getað verið marghátt- aö og ef til vill mikiö. Svo er það að vísu, að Gr. Th. segir óvíða frá Sóta. Hann drepur á hann í Dýravininum 1887. Getur hann þar um hyggindi Sóta í því að opna húsið sitt, um gangskifti hans í þreifandi myrkri, nrilli Reykjavikur og Bessastaöa, og um minni hans urn svæðið í Vífilstaðahálsi, þar sem hann féll eitt sinn. Þó að Grímur hermi eigi fleira en þetta um Sóta, þá dylst ekki, aö hann hefir i senn borið ást og traust til hestsins. Og þar er lykillinn að þvi tvennu, að fá skilið vit hestsins og að geta glætt það.------- Framar þvi, sem nú hefir verið (alið, get eg þess,

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.