Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1929, Page 5

Dýraverndarinn - 01.03.1929, Page 5
DÝRAVERNDARINN ii Mér finnst, sem hér veröi vart skylclleikans viö Þóruskapiö. Og eg býst viö, aö um þaö geti menn oröiö mér sammála. HafnfiríSingur. Bækur. Dýraverndarinn nnm annaö veifiö láta getið bóka, sem út koma, þótt vart veröi aö því ráöi horfið, að hirta umi þær svonefnda ritdóma. Viö himí veröur aö snúast, að segja nokkuð frá góÖum bókumi, sem ]>aö liafa aö færa, er alþjóð manna má til góðs verða. Fortakándi er þó ekki, að drepið v.erði og á bækur, semi svo væri farið að oröbragði og efni, aö þær að góöra manna dómi þætti lítt kjörnir gest- ir í hús óspilltra manna. Að þessu sinni verður getið nokkurra bóka. A öndveröum þessum vetri komu út Málleysingj- ar, eftir Þorstein skáld Erlingsson. Bók ]>essi hefir þegar hlotiö dóma merkra manna í blöðum og timaritum. Hafa dómar þeirra allra verið á eina leið, lofsamlegir. Bókin er svo svipgóð að ytra gervi, að hún vek- ur þokka við fyrstu sýn. Fremst er ágæt mynd af höfundinum, og er það hókarbót. Siðan eru mynd- ir viö upphaf hverrar sögu cg niðurlag, sumar vel drcgnar og hýrlegar. Prentun er í bezta lagi, letur skýrt og prentvillur fáar eða engar. Pappír er stinnur og staðgóður. Og kápa og bindi eru einkar snotur. Fh ])ó ber af, þegar menn kynnast efni bókar- innar. í henni eru fimmi sögur, allar með nokkuð sam- eiginlegum kostum, þó að þær fjalli að sumu leyti um mismunandi efni. Sami andi fer um þær allar. f hverri þeirra má finna ást á sannleikanum, virð- ingu fyrir réttlætinu, vináttu til allra smælingja og umihyggju fyrir þeim, andstyggð á misrétti og þrælatökum rangláts einveldis og ofurmennsku, skilning á mannfélagsmeinum og loks trú á sigri kærleikans — og þó er stundum ])ví líkast, sem sú trú fljóti ekki ofan á. Eigi er þörf á að greina vendilega efni sagn- anna. En rétt er að geta hins, að það er af þeim toga spunið, að flestir munu njóta ánægju af að kyrina sér það. Þá er meðferð þess og stíllinn. Hvorttveggja er ljóst og létt og þó þrungið alvöru og ádeilu með köflum, jafnframt og þar er barns- leg einlægni og drengileg hreinskilni. í skömmu máli má segja, að Málleysingjar Þor- ■steins Erlingssonar séu ein þeirra fáu bóka, sem betúr væri að lesnar yrði á flestum heimilum. Og íslenzk sveitaheimili munu cigi lítið úr lagi færð, frá því sem áður var, ef þau taka ekki opnum örm- um slíkri I)ók, og lesa liana sjijaldanna á milli. Dýraverndarinn telur sér skylt, að mæla fast- lega með Málleysingjum og aö eggja jafnt konur og karla á áð lesa þá. Engan mun iðra þess. Allir munu finna sig góðu bætta eftir lesturinn og njóta yndis aí meðferð efnis, sem sums staðar er frábær. Vart munu aðrar af nýrri bókum kjörnari til fermingargjafa eða annara tækifærisgjafa en Mál- leysingjar. Og bókin má teljast ódýr, þegar þess er gætt, að hún er gefin út með einstakri vand- virkni, og hvergi virðist ti! sparað, aö hún megi verða prýðileg á allan hátt. Frú Guðrúnu, ekkju Þorsteins skálds Erlings- sonar, ber þökk fyrir að hafa gefið út sögur þessar í einu lagi, en áður liöfðu þær birzt í Dýravininum á víð g direif, á tuttugu ára bili. Og þakkir á hún fyrír ífeira. Hún á eigi síöur skylda þökk fyrir ])ann ditgnað og þá órofa tryggð við minningu Þor- steins, sem ber er af því, að hún hefir, að honum látnumi, komið ritum hans öllum á prent i vand- aðri útgáfu. — Síðastliðið haust komu út Undirbúningsárin, eft- ir síra Friðrik Friðriksson. Dýraverndarinn telur skylt að vekja athygli manna á þessari bók. Þar fer flest sannan, sem gott má telja: aðdáanleg hreinskilni, sannleiksást og samvizkusemi, margs konar fróðleikur fyrir alþýðu manna, hispurslaus sjálfslýsing, brot úr mannfræði, óbilandi trúartraust og svo fölskvalaus ást á guði, að langt mun að leita slíkrar annars staðar — að öliu ööru ótöldu, svo sem nekkurum þætti úr menn- ingarsögu þjóðar vorrar á vissu árabili. Dýraverndarinn hvetur menn til að lesa þessa einstæðu og góðu bók, en beinir þó hvötinni eigi sizt til æskulýðsins. Myndu allir telja þeim tíma vel varði, sém til þess færi, aö lesa hana —■ og sumir finna sig að einhverju betri eftir en áður. — Skömmu fyrir jól í vetur kom út bók, eftir vest- ur-íslenzka skáldið Jóhann Magnús Bjamason, og heitir Haustkvöld við hafið.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.