Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1929, Qupperneq 7

Dýraverndarinn - 01.03.1929, Qupperneq 7
DÝRAVERNDARINN er hér fer eftir, ef það niætti verða til nokkurrar glogg'vuliar þeim, sem meira vita um Sóta, en eg. Jón fræðslumálastjóri Þórarinsson fullyrtí, að Sóti væri fæddur árið 1854. En hann taldi sig kunna frá fáu að seg'ja um vitsmuni hestsins. Að liinu dáðist hann, hve Sóti hefði verið vel við sér i andliti, fríður yfir sig og garpsiegur. Þorvaldur lögregluþjónn sagði, að þeir, faðir sinn og Grímmr Thomsen, hefðu keypt umi Sóta árið 1861, fremur en 1862. Kvað hann, að Grimi hefði ekki orðið auðsótt kaupin við föður sinn. Hefði Grímur í fyrstu horfið bónleiður frá Holti, en þó heföi Björn prestur farið á leið meö honum og riðið Sóta. Þegar Grímur j>á sá háttu hestsins og snilld, heföi liann sótt mikln fastar en áður, að ná kaupunum. Og þaö ráö tók liatin, að ríöa aftur heim í Holt með presti — og gerðust þá kaupin. Grímur var þá á snöggri ferð hér á landi. Fór hann utan með Sóta sannsumars. Hafa þeir, hann og Sóti, dvalizt samvistum erlendis fimm eða sex vetur, því að þegar Grímur fluttist heim til Bessa- staða 1867, var Sóti í fylgd með honum — enda skildu þeir aldrei síðan, meðan klárinn lifði. Sóti liefir verið þrettán vetra, þegar hann kom að Bessastöðum, en staðið hefir hann á tvitugu j) j óð ln átí ðarárið, 1874.. Unii gangbrigði Sóta fa- eg ekki annað vitað en ]>að, sem eg heyrði ]>á, Þórð fyrrum alþingisiuann Þórðarson á Rauðkollsstöðum, og Þorleif hrepp- stjóra Þorleifsson i Bjarnarhöfn, sem báðir voru snilidar reiðmenn, mæla við föður minn voriö i8<S6. Þeir riðu saman til þjóðhátíðarinnar á Þingvelli. Voru þeir í fylgd konungs til Reykjavíkur. Gr. Th. reið jafnan skanunt frá konungi og sat á Sóta. Þeir, Þórður og Þorleiíur, komust eigi í námunda við Grim, fyrr en á Bústaðamelum, og var riðið létt. Þeim var kunnugt um aldur Sóta og dáðust að, hve hann var hnarreistur og léttur viö taum, og orð geröu þeir á, að hýruspor hans hefði verið djarft og fimlegt. 1 aldur Sóta fæ eg þaö eitt ráðið, er nú verður sagt. Roskinn maður, sem búandi er í Garðahverfi á Álftanesi, var vinnumaöur Gríms Thomsens vist- arárið 1884—85. Segir hann, að Sóti hafi verið felldur haustið áður, eða 1883. Sé rétt með þetta farið, þá hefir hann orðið tuttugu og' níu vetra, og samvist Gríms og hans verið um þáð bil tuttugu og- tveir vetur. Eg kysi, að geta fengið sagnir um Sóta og sam- eign Gríms og hans frá þeim mönnum, sem nnyndu þá báða, eða hefði á góðum heimildum að byggija í því efni. Myndu þær sagnir verða birtar í Dýra- verndaranum, með leyfi höfundar. Mætti það veröa nokkurs vert og gæti, auk annars, frætt nokkuð um daglega háttu Gríms Thomsens, ]>essa andlega stórmiennis, er að vonum mun lengi halda velli í vitund nýtra íslendinga. Einar Þorkelsson. Félög dýravina. \ era má, aö til séu nokkur félög hér á landi, er hafa það starfsmark, að glæða mannúð, styðja vin- áttu við dýrin og auka vernd þeirra. „Margan á guð sér góðan“. Er ])ví eigi ólíklegt, að menn hafi orðiö til ]>ess úti i héruðum eða i kaupstöðum, að beitast fyrir að stcfna slík félög og stuðla að því, að þau mætti nokkuru góðu til vegar koma. Hér er aö sjálfsögðu átt viö dýravinafélög eöa dýraverndunarfélög, livort sem þau eru heldur nefnd. Ætla má, aö jóni fræðslumálastjóra Þórarinssyni hafi verið kunnugt uni slík félög úti umi land, þeg- ar hann var ritsjóri Dýraverndarans. En nú nýtur kunnugleika hans ekki lengur viö. Og Dýrav. dreg- ur ekki dul á, að honum er nú alls kostar ókunn- ugt um, hvar slík félög eru, að tveim undanskikld- um, og má líta á þann ókunnugleika efir ]>vi, sem efni standa til, þar sem blaöiö er i hönduim manns, er ekki liefir fariö með það áður. En eðlilegt mætti vera, aö Dýravemdarinn, eina málgagnið hér á landi, er helgar sér það staríssviö, að vinna aö verndun málleysingja, vildi reyna að vita nokkur deili á þeim, félögum, er nú voru nefnd. Blaöið vill því með þessum línum leyfa sér að mælast til, að allir þeir rnenn, í kaupstöðum og hér- uðum landsins, er forustu veita þessum félögum, vildi sýna ritstjóra þess ])á góðvild, að tjá honum sem fyrst um félögin, starfssvið þeirra, Iagaákvæöi. félagatölu og það annað, er máli gæti skift. Myndi með þeim hætti fást sæmilegt yfirlit um dýravernd- unarstarfsemi hér á landi. Og allar sannar. fregnir

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.