Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1930, Síða 7

Dýraverndarinn - 01.03.1930, Síða 7
Sniglarnir mínlr. Þa'Ö vilcli brenna hér vi'Ö, urn og lengi eftir stríö, aÖ líti'Ö var um ýmsa aÖflutta vöru, sem okkur hús- mæÖrunum þótti ilt án aÖ vera, t. d. var hér oft litið um kartöflur, einkum að sumrinu. Einu sinni sem oftar var þaÖ, að mig vanhagaði um ])á vöru og var víða búin að leita fyrir mér. Að lokum kom eg inn i Matardeild Sláturfélagsins i Hafnarstræti og spyr eftir kartöflum. Afgreiðslu- konan segir, að eitthvaö litilsháttar muni vera þar til, en það sé undan úr poka og hvergi nærri gott. Eg lét mér það þó lynda, og keypti eina eða tvær soðningar af smælkinu. Þegar heim kom, hvolfi eg í pottinn svo miklu sem eg ætlaði mér að sjóða í það skiftið. En það fanst mér skrítið, að innan um moldarsallan sá eg glitta i eitthvað hvítleitt, og er eg gáði betur að, fann eg þar í ruslinu þrjár smáskeljar, eins og þær senr mér var í æsku sagt að hétu meyjapöppur. Á mínu ráöi er nú sá ljóður, að mér er gjarnt að halda til haga þvi, sem skynsamt fólk fleygir burtu sem einskis nýtu, einkum ef hluturinn er fallegur, og skeljar voru í æsku mín beztu leikföng, og enn gleðst eg sem barn yfir fallegri skel. Eg skolaði því aí skeljunum og lét þær á litinn disk, sem eg svo setti upp á eldhúshillu, hélt svo áfram að matbúa kartöflurnar. Að því loknu ætlaði eg að fara nánar að athuga feng minn, en þá brá mér í brún, því á diskinum var engin skel. Mér þótti þetta undrun sæta, þar sem enginn hafði inn í eldhúsið koniið, datt jafn- vel i hug að kenna þetta álfum, sem gjarnt er að grípa eitt og annað frá mensku fólkl. Samt fór eg að leita, og viti menn, eg fann skeljarnar með tölu lengst inni í hillukverkinni. Eg var það vel að mér í náttúrufræði, að eg kann- aðist við snigil, og hafði einhverntíma heyrt danska gátu um einhvern, sem bæri húsið sitt á bakinu. Sjálf hafði eg aðeins séð brekkusnigil, sem sýndi sig á káli og grasi, þegar regn var, og þjóðsögnin segir, að uppfylli hverja ósk sem óskað er, ef maður nái haldi á horninu sem sé fram úr kviði hans. Eg hafði aldrei leitað eftir þvi, og brekkusniglar voru mér viðbjóösleg skriðdýr, en nú hafði eg eignazt danska snigla með húsið sitt á bakinu. Mér þótti þetta mesti fengur, að fráskildu þjóðerninu. Nú var vandinn mestur, að varðveita þessi gersemi. Eg fór út í garð og reitti arfa í lófa minn og lét hann of- an á stóran jurtapott, sem blaðjurt há var gróðursett í, setti svo skeljarnar ofan á arfann. Þeir virtust þrífast þar vel, sniglarnir minir, og eg hafði mestu skemtun af að athuga ferðalög þeirra neðan úr mold og lengst út á yzta brodd á stóru blöðunum á blað- jurtinni minni. Eg hefi líklega búið aö sniglunum eina eða tvær vikur. Þá datt það í mig, að baða blómin mín, og bar þau í þvi skyni út á svalir, sem eru fram af íbúð minni, en eg gáði þess ekki, að hafa hemil á sniglunum, enda varð sú raun á, að þegar eg bar blómin inn aftur, voru þeir horfnir. Slímrákir voru hér og þar um Svalirnar eftir þá, en skeljarnar voru með öllu horfnar. Gat eg mér helzt til, að þeir hefðu skriðið út milli rirnla og fallið ofan i garðinn, eða þá dottið ofan i vatnsrennu, sem er áföst svölunum. Að vísu leitaði eg árangurslaust i garðinum, en þetta gat falizt á litlum stað, mér voru þeir horfnir, og eg saknaði þeirra. í sumar er leið var gólfið i svölunum tekið upp; það var orðið fúið og víða með götum og rifum. Eg kom fram á svalir, þegar smiðurinn var að sópa

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.