Dýraverndarinn - 01.03.1930, Page 11
DÝRAVERNDARINN
5
Hóíust þær á því, a'Ö unni'ð var að endurbótunum
á túniu í Tungu. Var það að komast í órækt, og
mest vegna raklendis, sem stafaði af að skurðir
böfðu sigið saman og komu ekki að því gagni, sem
þeim var ætlað. Hafði túnið gefið af sér um 130
hesta sumarið 1928 og stundum minna. Var byrjaS
á því í fyrra vor að dýpka gamla skurði og gera
aðra nýja. Voru grafnir um 400 teningsmetrar af
mold og erlendur áburður borinn á túnið með hús-
dýraáburði. Brá þá svo, að töðufall varð með lang-
mesta móti, eða um 320 hestar og nýting i bezta lagi.
Siðari hluta sumars var svo efnt til gagngerðra
breytinga á hesthúsinu og fleiru í þvi sambandi. Hef-
ir aðalhesthúsið verið hækkað um 1 meter, gluggar
stækkaðir, básum breytt og settar á það tvennar nýj-
ar dyr til öryggis ef eldsvoða skyldi bera að hönd-
um. Eru nú íernar útidyr á hesthúsinu. Auk þess
hefir verið þiljað neðan á sperrur undir, þakinu, en
þar var áður einfalt járnþak, sem hélaði i frostum
og lak þá ofan á hestana þegar hélan þiðnaði við
hitann innan frá. í þessu gamla hesthúsi, sem nú
má nýtt kallast, eru básar fyrir 24 hesta, og mun
það, hvað birtu og loftrými snertir, vandaðasta og
veglegasta hesthús bæjarins. Auk þess er minna hest-
hús, sem tekur 10—14 hesta, eða þá aðra gripi eftir
því sem á stendur.
Þá hefir allstór reitur austan við
hesthúsið verið girtur og sandbor-
inn. Þar er hestunum ætlað að viðra
sig á daginn þegar gott er veður,
en framan af vetri og á meðan jörð
er frosin, fá þeir að leika sér á
túninu. Að vísu er reitur þessi ekki
fullgerður enn, en kemur þó þegar
að gó'Su gagni.
í suðausturhorni bygginganna
hefir verið komið upp dýraspitala,
þar sem dýralækni er ætlað að geta
framkvæmt stærri og minni læknis-
aðgerðir á dýrum, en á slíku húsa-
skjóli hefir verið mjög tilfinnanleg-
ur skortur hingað til. Er þvi hér
um mjög merkilegt nýmæli að ræða,
sem dýralæknir gerir sér góðar
vonir um að verði til mikilla bóta
i lækning'astarfi hans.Enda er slík-
ur spítali hvergi betur kominn en
einmitt í sambandi við verndarstöð-
ina i Tungu, þar sem hægt er að geyma dýrin og
hjúkra þeirn á meðan á lækningunni stendur. Er klefi
þessi bjartur og rúmgóður, og i gólfinu stór baðþró,
þar sem ætlazt er til að baðaðir verði hestar bæjar-
manna, svo og allar aðrar skepnur þeirra manna, er
þess óska. í klefanum er gufuketill, sem hafður er til
þess að hita vatnið i baðþróna; geta menn þvi látið
baða hesta sina hvernig sem viðrar, og fengið þá
geynmda i sérstöku húsi á me'ðan þeir eru að þorna.
Er mjög sennilegt, að aðsókn verði mikil að böðum
þessum, því að lengi hefir verið þörf á slíkri baðþró,
og ekki sízt fyrir þá hesta bæjarmanna, sem kúldrast
verða í þröngum og dimmum kofum vetrarlangt.*
III.
Laugardaginn 8. mars bauð stjórn Dýraverndunar-
félags íslands nokkrum gestum sínum a'ð Tungu, til
að skoða umbæturnar. Voru það aðallega blaðamenu,
formaður Fáks, Daníel Danielsson og Hannes dýra-
læknir Jónsson. Létu gestirnir hið bezta yfir breyt-
ingum þeim og umbótum, sem nú hefir verið að
nokkru lýst, og voru hrifnir af þeim myndarskap,
* Um miðjan apríl, þegar verið er að fullprenta blaðið,
hafa um 100 hestar verið baðaðir í þrónni.
Stjðrn Dýraverndunarfélags Islands. Talið frá vinstri: Leifur Þorleifs-
son, Hjörtur Hansson, Þorleifur Gunnarsson, Samúel Olafsson
og Sigurður Gislason.