Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1930, Page 13

Dýraverndarinn - 01.03.1930, Page 13
DÝRAVERNDARINN 7 Yfir fáksins bleiku bein, bezt sem hæfir vini, vil eg litla ljóSagrein leggja í þakkar skyni. SíÖan eg fékk þann kosta-klár, kappgj arnan, óvæginn, þrettán hafa þokast ár þagnar- frarn í -sæinn. Gaf eg fyrir hann gjöldin tvenn: grip og hrannar-loga, djarfa man eg dánumenn Daníel og Boga!* Þá var bæÖi hop og hik hrundið frá með staupum, enda voru engin svik í þeim hesta-kaupum. Lýtafár var búkur blakks, bógahár og þéttur, sex þá ára haukur hnakks, háragljár og sléttur. Hálsi lyfti lista vel, löppum klipti vanginn; taumum svifti .... tugði mél, tölti’ og skifti um ganginn. Bylti hnjótum, reif upp rót, röskur, skjótur, fljótur; á lausagrjóti frægri fót fann ei klóta-brjótur. Þyrfti ’ann fara hörzl og hraun, hreyfði snarleik mestum. Sinnar bar í sjón og raun samtíðar af hestum. Yfir hrjónur hljóp í loft, hlumdi i grónum börðum; tindruðu grjón af eldi oft undan skónum börðum. * Daníel Daníelsson, fyrrum ljósmyndari, og Bogi Þórð- arsön, þá bóndi á Lágafelli. Ef að handa boðorð braut, — bar ei grand á hiki — óstöðvandi þá hann þaut, þeytti’ upp sandi’ og ryki. Góður heiða hjarnið tróð, hlaupagreiður, þvalur. Móður breiðar yfir óð eins og reyðarhvalur. * * * Köld þá dundi hrið um haust, hvítnaði Þundar-svanni, voru stundum tökin traust, er tókstu undir manni. Meðan njóta einir yls, aðrir hljóta’ að vinna .... í nauða hótum norðan byls naut eg fóta þinna. Þig var yndi æ að sjá út á bala’ og í lautum. .... Njóttu hvildar, horfinn frá heimsins grýttu brautum. Páll Guðmundsson, Hjálmsstöðum i Laugardal. Fíll bjargar barni. í Svíþjóð var maður nýlega á fer'S með ýmis dýr, sem hann var að sýna, þar á meðal nokkra fila. Einu sinni fór smádrengur út á götuna þar sem fílarnir fóru um, og héldu allir, að þeir mundu traðka hann til bana. En einn fíllinn gerði sér lítið fyrir, tók dreng- inn upp með rananum og lagði hann niður á gang- stéttina ómeiddan. — („Fálkinn"). Fundvís hundur. Bóndi nokkur í Bandaríkjunum týndi fölskum góm, er hann var að heyskap. Skömmu síðar fann hundur hans góminn og kom með hann til eiganda síns. — (,,Morgunblaðið“).

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.