Dýraverndarinn - 01.03.1930, Blaðsíða 19
DÝRAVERNDARINN 13
endur að sjá marga gæðinga keppa saman í staðinn
fyrir fáa. Þar sem sprettinum lýkur er nóg undan-
færi áfram með hlíðinni og upp i Básinn, til þess að
stöðva hestana eftir sprettinn.
Nú er það metnaðarmál allra Fáks-félaga, að kapp-
reiðar jjessar megi verða með þeim myndarskaj), að
land og þjóð hafi sóma af. En þó að félagið láti
einskis ófreistað, og sjái litt i kostnað, um að vanda
sem bezt til kappreiða þessara, ])á veltur þó alt á
því, að á skeiðvellinum í Bola1)ás verði um nógan
og góðan hestakost að ræða, og að þangað verði send-
ir gæðingar úr sem flestum sveitum landsins. Þetta
hefir félagið lika hugsað sér að tryggja með því, að
ákveða margfalt hærri og fleiri verðlaun á þessum
kappreiðum, en tíðkast hefir áður. Hafa verðlaunin
þegar verið auglýst, og verða þau 1000 — 400 — 250
— 150 og 100 krónur fyrir hvorttveggja, skeið og
stökk.
Hér er þvi ekki til svo lítils að slægjast fyrir þá,
sem liklega hesta eiga, en þeir eru eflaust margir út
um sveitir landsins, ef vel er leitað. En auk pening-
anna, sem í boði eru, l)ætist svo við heiðurinn fyrir
það að eiga gæðingana, er snjallastir reynast og sig-
ur bera af hólmi á veglegustu kappreiðunum, sem
enn hafa verið háðar í landi hér. Og sá heiður er
ekki lítils virði, hvorki fyrir hestana sjálfa né eig-
endur þeirra.
Nú er þess að vænta, að sem flestir leggist á eitt
með Hestamannafélaginu Fák um það, að vanda
sem bezt til kappreiða þessara, svo að þær megi vel
takast. Er þá fyrst því að treysta, að allir þeir, sem
vita sig eiga góða hesta og kunna að skjótleik, að
])eir mæti með þá í Bolabás á vori komanda og leggi
þá fram á kappreiðarnar þar. Þó er aðalskilyrði fyr-
ir þátttöku í kappreiðunum, að hestarnir séu vel með-
farnir, feitir og óþústaðir, enda er vonandi að allir
kunni sóma sinn í því, að koma ekki meö magra eða
meidda hesta á Þingvöll í þetta sinn.
Gera skal aðvart um hesta þá, er keppa eiga, for-
manni Fáks, Daníel Daníelssyni, dyraverði í stjórn-
arráðinu (sími 306) eigi síðar cn fimtudaginn 5. júní
n. k., en allir verða kappreiðahestarnir að vera komn-
ir í Bolabás laugardaginn næstan áður en Alþingis-
hátíðin hefst, og verður þar tekið við þeim til
geymslu og þeim séð fyrir haga fram yfir kappreið-
arnar.
Dýraverndunarfélag íslands.
Skýrsla um áðalfund og starf stjórnarinnar
síðastliðið ár.
Aðalfundur félagsins var haldinn miðvikudaginn
12. marz, samkv. auglýsingu, sem birt hafði verið í
dagblöðunum.
Formaður félagsins setti fundinn og mintist látins
félaga á starfsárinu: fyrrum bankastjóra Sighvatar
Bjarnasonar, sem jafnframt hafði verið einn af stofn-
endum félagsins. Tóku fundarmenn undir ])að með
því að standa upp.
Nokkurir nýir félagar bættust í hópinn.
Gjaldkeri las upp endurskoðaða ársreikninga fé-
lagsins, Tryggasjóðs og „Dýraverndarans". Voru þeir
síðan bo'rnir undir atkvæði, allir i einu lagi, og sam-
])yktir. Ef til vill gefst tækifæri til þess síðar, að
birta sumt úr reikningum þessum i blaðinu, lesend-
um þess til fróðleiks.
Skýrsla formanns.
Þá gaf formaður skýrslu um starfscmi félagsins
á milli aðalfunda, og birtist hér hrafl úr henni:
„Haldnir voru á starfsárinu 25 stjórnarfundir, þar
semm að rædd voru ýms mál, sem félagið varðar. —
Auk ])ess hélt stjórnin fund með nemendum Kenn-
araskólans skömmu áður en skólanum var sagt upp.
Voru þar rædd ýms stefnumál félagsins, og um blað-
ið og útbreiðslu þess. Sýndu nemendur skólans lofs-
verðan áhuga á dýraverndun og hétu fylgi sínu við
það mál, og lofuðu oð styðja að útbreiðslu blaðsins,
þegar ])eir kænm til sinna heimkynna.*
Ritstjóraskifti urðu við blað félagsins, eins og
kunnugt er. Lét Grétar Ó. Fells af því starfi, en við
tók Einar Þorkelsson, formaður Dýraverndunarfé-
lagsins í Hafnarfirði. Hefir Einari farist ritstjórnin
myndarlega, eins og vænta mátti.
Þá hafa og orðið mannaskifti í ráðsmannsstöð-
unni í Tungu. Sagði Stefán Pálmason starfi sínu
lausu í fyrra vetur, en í stað hans réði stjórnin Odd
Kristjánsson, ættaðan úr Dýrafirði. Tók hann við
ráðsmannsstarfinu 1. maí, og virðist hann sérstaklega
riákvæmur og góður skepnuhiröir.
*
Sjá 2. blað Dýravemdarans 1929, bls. 16.