Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1930, Qupperneq 20

Dýraverndarinn - 01.03.1930, Qupperneq 20
14 DÝRAVERNDARINN Á me'San síÖasta Alþingi sat á rökstólum, sótti stjórnin um styrk til þingsins, félaginu til handa. LyktaÖi því máli á þá lei'ð, a'ð Dýraverndunarfélagi ísalnds var veittur 1800 króna styrkur í fjárlögum 1930. Um aðra málaleitun, sem beint var til þingsins, verður einnig að geta, þó að önnur yrSu þar mála- lok, en búist var við. í samráði vi'ð Einar ritstjóra Þorkelson sendi eg Alþingi frumvarp til laga um vönun hesta, þar sem mælt var svo fyrir, að hesta mætti ekki vana án þess a<5 svæfing væri viðhöf'ð. Undirtektir þeirra þingmanna, sem eg átti tal við um málið, voru hinar beztu, svo að eg gerði mér þá þegar góðar vonir um skjóta afgreiðslu málsins. En það komst aldrei lengra en til landbúnaðarnefndar neðri deildar og sofnaði þar.* En að sjálfsögðu verður ekki látið hér staðar numið, málið tekið upp að nýju og sent til þingsins. Er þá vonandi, að Al- þingi sjái því þann veg borgið, að allir dýravinir megi vel við una. Þá ræddi stjórnin um, að nauðsyn bæri til, að styrkja mann til þess að ferðast austur um sýslur, og jafnvel vestur á land, til þess að flytja þar fyrir- lestra um dýraverndun, og ef kostur væri, að stofna á þeim slóðum félög á svipuðum grundvelli og Dýra- verndunarfélag fslands, en samhliða vinna að út- breiðslu Dýraverndarans með því að afla blaðinu nýrra kaupenda. Var Einar ritstjóri Þorkelsson val- inn til fararinnar, og honum veittar í því skyni 300 krónur úr félagssjóði. Hefir Einar lofað að birta skýrslu um ferðalag sitt og árangur þess í Dýra- verndaranum. Siðastliðið haust bárust stjórninni mjög alvarlegar kvartanir um dúfur í bænum og nágrenni hans, sem enga aðhlynningu hefðu, hvorki húsaskjól né matar- björg, og ekki lægi annað fyrir en að veslast upp í kuldum og hörkum komandi vetrar. Réði stjórnin mann til þess að fara um bæinn og nágrennið og reyna að handsama það sem hægt var af þessum hirðulausu vesalingum, og um leið að'líta eftir með- ferð á öðrum alifuglum hjá þeim, sem hafa þá und- ir höndum. Var þetta gert með samþykki og í um- boði lögreglustjóra. Verður ekki annað sagt, en að árangurinn af þessari eftirgrenslan megi góður telj- * Sjá frekari greinargerð ritstjórans í 4.—5. bl. Dýraverndarans 1029, bls. 43—44. ast, eftir atvikum, en það hefir haft dálítinn kostnað í för með sér fyrir félagið. Þá hafði stjórnin ekki allfá kærumál með höndum um illa meðferð á dýrum. Er sumra þeirra að nokkru getið í Dýraverndaranum, og því ekki ástæða til að telja þau öll upp að þessu sinni. Aðeins skal það tekið fram, að stjórnin leysti úr málum þessum eftir föngum og á þann hátt, sem hún taldi bezt viS eiga. Þó skal drepa lítilsháttar á eitt þessara mála: í Alþýðublaðinu birtist í haust grein um illa með- ferð á stóðhrossum, sem rekin voru úr Rangárvalla- sýslu og hingað til bæjarins.* Var lýsingin á þessum hrossarekstri þann veg, að stjórnin áleit sjálfsagt að kæra yfir honum til yfirvaldanna og heimta rann- sókn í málinu, og eftir atvikum, dóm í því. Kom málið fyrst fyrir lögreglustjórann í Reykjavík, sem hóf þegar að rannsaka það. Þeirri rannsókn lauk þó skjótt, og sendi högreglustjóri málið rétta boðleið til sýslumannsins í Rangárvallasýslu. Hann hélt einnig rétt í málinu austur þar, sendi mér síðan málskjölin og bréf með, þar sem hann fer þess á leit, að eg taki kæruna aftur og að málið verði látið falla niður. Réttarhald og vitnisburður viðkomandi manna var á þann veg, að eg taldi með öllu ástæðulaust að verða við tilmælum sýslumanns. Sendi eg því málskjölin og bréfið til dómsmálaráðuneytisins til frekari úr- lausnar og veit ekki hvar því er komið nú, eða hver endalok þess muni verða. Að lokum vil eg aðeins drepa lauslega á lang- stærsta og umsvifamesta málið, sem stjórnin hefir haft með höndum síðastliðið ár, og er þó ekki að fullu lokið enn; á eg þar við hinar margþættu lireyt- ingar og umbætur, sem gerSar hafa verið á eign fé- lagsins í Tungu. Þó sé eg ekki ástæðu til að skýra það mál frekar nú fyrir fundinum, enda hefir verið um ])að skrifað mjög rækilega í ýmsum blöðum bæj- arins og verður siðar frá því skýrt nánar í Dýra- verndaranum. Aðeins má taka það fram að endingu, að allar þessar umbætur hafa mælst hvarvetna vel fyrir.“ Skýrsla gjaldkera. Þá gaf gjaldkeri skýrslu yfir þau dýr, sem fóðruð hafa verið og geymd í verndarstöðinni i Tungu síð- ari helming starfsársins. * Grein þessi var tekin orðrétt upp í siðasta blað Dýraverndarans og fylgir henni aths. ritstjórans.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.