Dýraverndarinn - 01.05.1931, Side 16
42
DÝRAVERNDARINN
úr hlöÖunni; þaíS fór hún alt af sjálf, þcgar hún hafði
étið nægju sína úr stálinu. Þótti sumum, er sáu, það
vera með ólikindum gert, að ær komin fast að burði.
færi ]iað jafn léttilega up]) og ofan. ]iví að all-hátt
var niður i hlöðuna og mundi, í flestum tilfellum,
hafa verið talið sauðhelt upp úr henni.
Vor eitt hélt Prýði uppteknum hætti fast að sauð-
hurði. Þá mun hún hafa verið 7 eða 8 vetra. En
svo var það dag einn, að hún kom ekki heim, og
varð eg hennar heldur ekki var í kringum túnið,
]>ar sem þó að allmargar ær mínar héldu sig. Taldi
eg þá vist. að hún hefði rásað eitthvað út í hraun
til þess að bera, og fór þvi næsta dag út i svonefnd-
an Hrúthaga, en þangað er stundargangur að heiman.
Bjóst eg helzt við, að þangað hefði Prýði leitað,
enda átti eg fleira fé þar, sem eg þurfti að svip-
ast eftir. í Hrúthaga er haglendi ágætt, og sækir
þangað mjög heimavant fé, en hættur eru þar mikl-
ar, vegna holgryf julækja og dýja, svo að varhuga-
vert ])ykir að hafa þar lamhfé á vorum.
Ekki hafði eg lengi leitað um Hrúthagann, er eg
fann Prýði horna, en hurðurinn var ekki eins skemti-
legur og venjulega, því að lambið var slagaveikt, eða
hafði svonefnda mænusótt, og lá það upp í loft niðri
í keldudragi, sem var þó ekki dýpra en svo, að höf-
uðið var aðeins upp úr vatninu. Þarna lá lamhið,
s])riklandi öllum öngum, og hefði vitanlega dáið hrátt.
ef mig hefði ekki borið þar að, enda vóru þarna
í kring margskonar hættur, svo að þær eru óvíða
meiri eða verri, þar um slóðir. Eg tók lambið og
bar það s])ölkorn, þangað, sem eg áleit því óhætt
í bili, og reyndi svo þá læknisaðgerð, sem algeng
var í ungdæmi minu i samskonar tilfellum: að taka
neðan af dindli lambsins og láta dreyra úr. Skildi
eg svo ána og lambið eftir, en hélt lengra áfram
til þess að skygnast eftir öðru fé, og var eg að því
fast að tveimur klukkustundum.
Eg hafði hugsað mér að taka Prýði heim með
mér, er eg kæmi til baka, en ]>egar á þær stöðvar
kom, er eg skildi hana eftir, brá mér heldur en ekki
í brún, ])vi að hvorugt var þar að sjá, hana eða
lambiÖ. Eg leitaði svo ])arna aftur á bak og áfram
og gat þó sízt skilið í þvi, að hún hefði farið sér
að voða, þó að lambið hefði að likindum lent ein-
hversstaðar ofan í. Að síðustu gaf eg svo upp leit-
ina og rölti heim á leið. En þegar eg kom dálítið
austur í hraunið, geng eg fram á Prýði i laut einni.
Er hún þá þangað komin á alveg öruggan stað, með
lambið sitt. En það er mér með öllu óskiljanlegt,
enn þann dag í dag, hvernig henni hefir mátt tak-
ast að koma lambinu jafn langa leið, og að sneiða
hjá öllum þeim hættum, sem á vegi hennar urðu.
Að visu var lamhið svo lítið farið að geta vafrað,
en valt þó alt af um koll jafnharðan aftur. En þarna
í lautinni áleit Prýði lambinu óhætt, og ])egar eg
kom þangað, stóð hún yfir þvi sigrí hrósandi, og
var að reyna að koma því á spenann. Leyndi sér
ekki ástúð og umhvggjusemi móðurinnar vegna litla
aumingjans, er svo var veikburða. Eg þóttist sjá og
finna með sjálfum mér, að ef lambinu væri líft,
mundi þvi óhætt og hvergi betur borgið en í umsjá
móðurinnar. Lét eg Prýði þvi vera þar sem hún
var komin, og daginn eftir, er eg vitjaði hennar, var
hún enn á sama stað og lambið hressara að sjá.
Fór svo lambið að smástyrkjast, og lifði til hausts-
ins, en þótti ekki á vetur setjandi, enda var það
eina gimbrarlamhið sem eg lógaði undan Prýði þau
ár, sem eg átti hana.
Prýði lógaði eg haustið eftir að eg flutti frá Mið-
húsum. Var hún þá 10 vetra og hefði eflaust getaÖ
lifað lengur, ])ví að engin ellimörk vórti komin á
hana. En eg bjóst við, að hún mundi aldrei kunna
við sig á Stóra-Fljóti, eftir að hafa lifað öll sín heztu
ár á Miðhúsum.
Þórður Kárason,
Stóra-Fljóti.
Úr endurminningum
InRunnar Pálsdóttur frá Akri.
I.
Það er ágætt, að í Dýraverndaranum birtizt alls
konar sögur af dýrum, sem sýna vitsmuni ])eirra og
trygð í garð ])eirra manna, sem breyta vel við þau,
og gera sér far um að skilja þau. En eg held, að
einnig sé nauðsynlegt, að karlar og konur, sem reynslu
hafa fyrir sér um góða meðferð dýra, sendi blaðinu
greinar um ])að efni. Má ætla, að reynsla slíkra manna
geti orðið öðrum til eftirbreytni og stuðli að bættri
meðferð húsdýra okkar, svo að' þeim verði sýnd
meiri nærgætni og hlýja í allri umgengni. Oft er
það smáræði eitt, sem gera þarf til þess að dýrun-