Dýraverndarinn - 01.05.1931, Side 17
DÝRAVERNDARINN
43
um lí'Öi betur. i því sambandi dettur mér í hug svo-
kölluÖ „beizla-saga“ frá Akri.
Eg á bróÖir i Kaupmannahöfn, sem var og er, ein-
stakur dýravinur. Hann er lögfræöingur og embættis-
maÖur þar í borginni. Á námsárum sínum skrifaÖi
hann okkur oft um hitt og þetta, sem hann hafÖi
uppgötvaÖ til þess aÖ bæta á ýmsan hátt meÖferÖ
dýra. T. d. mintist hann einu sinni á þaÖ i bréfum
sínum, aÖ óþolandi væri að láta freðin járnmél upp
i hesta. Það yrði að þiða mélin áður. Upp frá því
var þess vaudlega gætt á Akri, að þíða mélin, áÖur
en hesturinn var beizlaður.
Vetrarkveld eitt um háttatíma, i hríð og írosti,
kom langferðamaður meÖ fjóra hesta aÖ Akri, til
foreldra minna, og baÖst gistingar. Hann þurfti mjög
að hraÖa ferð sinni og varð aÖ vera ferðbúinn um
miðjan morgun næsta dag. Eóstursonur foreldra
minna, Ólafur, fór meÖ manninum aÖ koma hestun-
um fyrir og gefa þeim, en gleymdi aÖ halda á beizl-
unum beim meÖ sér. Þegar allir vóru háttaðir, nema
eg og önnur stúlka, sem vórum eitthvað að dunda
i eldhúsinu, tók eg eftir því, að beizlin vóru ekki
hjá eldavélinni, en þar var siður að geyma beizli
ferÖamanna yfir nóttina, þegar mikið frost var. Eg
réðst þá í að sækja beizlin, þó að veðrið væri vont.
Morguninn eftir fara þeir Ólafur og gesturinn til
hestanna, en þykir undarlega við bregða, þegar beizl-
in eru ekki þar sem þeir létu þau. Um sama leyti
og þeir eru að æðrast og leita, kom eg út úr bæjar-
dyrunum, kalla til þeirra og veifa beizlakippunni.
Þegar svo gesturinn kveður mig, segist hann mega
til með að fá að vita, hvað eg hafi gert við beizlin.
Því kvað eg fljótsvarað, eg hefði aðeins verið að
þíÖa freðin járnmélin. Hann varð dálítið hissa við
og lét Jiess getið, að hann hefði ekki athugað þetta
áÖur, né heyrt það nefnt, en gæti þó vel skilið, aÖ
hestunum væri þetta betra. Eg sagði ])á eitthvað á
])á leið, að hann væri vis til, að borga foreldrum mín-
um næturgreiðann og okkur Ólafi fyrirhöfnina, meÖ
því að taka upp þennan sið, og fá aðra til þess líka.
Tók gesturinn þessu vel og hét því þá að verða við
þessari ósk minni, og hann efndi það líka vel og
trúlega.
Löngu síðar, ]>egar fundum okkar bar saman, trúði
hann mér fyrir þvi, að þetta litla atvik liefði orðið
])ess valdandi, að hann hefði farið að luigsa af meiri
alvöru um vellíðan dýra, og reynt á ýmsan hátt að
gera ser betur ljóst, hvað þeim væri fyrir beztu,
og sýna þeim meiri nærgætni og betra atlæti.
II.
Annað dæmi ætla eg að tilgreina, þó að einhverj-
um kunni að finnast það óþarflega langt sótt aftur
í tímann.
Foreldrar minir vóru einstakir dýravinir og að
ýmsu leyti langt á undan sínum tíma i þvi efni.
í öndverðum búskap þeirra var farið að reka sauð-
fé til slátrunar á Skagaströnd. Reyndist þá miklum
örðugleikum bundið, að koma þangað fénu langt
að úr sýslunni, yíir öll þau óbrúuðu vatnsföll, sem
vóru á leiðinni. Þegar svo á aftökustaðinn kom,
var allur útbúnaður, slátruninni viðkomandi, mjög
af vanefnum gerður; fjárréttin gisnar grindur og
horfði féð á blóðbaðið úti fyrir.
Foreldrar mínir þóttust sannfærð um það, að skepn
unum liði illa i réttinni, væru kvíðnar og hræddar
við að horfa upp á það, sem fram færi á blóðvellin-
um úti fyrir. Tók móðir mín sig þá til og breiddi
á grindurnar, sem vissu út að blóðvellinum. Hafði
hún með sér að heiinan ábreiður í þessu skyni, en
fékk til viðbótar lánaða poka og annað, sem fyrir
hendi var. Þóttist hún þegar verða þess vör, að
skepnurnar urðu miklu rólegri í réttinni, er þær sáu
ekki út á blóðvöllinn.
Siðar reis upp verzlun á Blönduósi, og var þá
verzlunarstjóri við Höpfnersverzlun þar, Friðrik
Möller, greindur maður og aðgætinn um margt. Frá
Akri og öðrum bæjum, nær og fjær, var þá sauðfé
rekið til slátrunar á Blönduósi. Var fjárréttin þar i
fyrstu gisnar grindur, eins og á Skagaströnd. En
móðir mín hélt sinni venju, að breiða á þær, svo
að ekki sæist út á blóðvöllinn.
Eitt sinn kom Möller verzlunarstjóri þar að, er
móðir mín var að breiða á grindurnar og spyr, hvers
vegna hún geri það. Hún gefur honum þau svör,
að fénu i réttinni liði svo illa, að þurfa að horfa
upp á það, sem fram fari á blóðvellinum. Verzlun-
arstjóranum ])ótti svarið undarlegt, og lét þau orð
falla, að hann hefði haldið að sauðkindin væri til-
finningarlaus fyrir slíku, og hefði ekkert vit á hvað
verið væri að gera. En þá sárnaði móður minni og
hefir vist sitthvað sagt, málstað sínurn til varnar.
Að lokum benti hún verzlunarstjóranum á inórauð-