Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1938, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.10.1938, Blaðsíða 9
DÝRAVERNDARlMN 45 Guðmundur Friðjónsson: Álftirnar á Sandvatni. Þér miklu ferðamenn, sem leggið yðar leið um lönd og úthöf breið! Vér bjóðum yður velkomna einu sinni enn í yðar sumarfrí. Og fyrst þér eruð mættir, þá vitum vér, að senn mun vorið koma á ný. En löng var þessi leið, uns loks úr sænum skein vor eyja íturhrein. Hið hvíta jökulhótel, sem heilan vetur beið og stæði annars autt, með léttra linda hljómsveit og loftin safírheið og gólfið grænt og rautt. Hve upp til yðar fyr með aðdáun eg leit. Þér fluguð sveit úr sveit, og áttuð svör við öllu, sem unglingshjarta spyr cg mæltuð ótal mál, og hélduð burt á haustin en eg sat eftir kyr með söknuðinn í sál. Og samt? Það segir fátt þeim sumargesti frá, sem hvergi heima á. Scm flýgur land úr landi og leiðist sérhvcr átt og finnur aldrei frið. Sem hverfur út á hafið, sem hrynur öskugrátt og á sér engin mið. Tómas Guðmundsson (Fagra verölcl, bls. 42—44). Þetta fagra kvæði um farfuglana er birt hér með góðfúslegu leyfj höfundar. Sandvatn Hggur utarlega í sveit, skammt fyrir innan fjarSarbotn. Vatn þetta var álftaver allt fram að upphafi síð- asta mannsaldurs. En nú eru álftirnar horfnar það- an og söngur þeirra flestum úr minni liSinn. En þegar Jón gamli á Hóli var i fyrsta gifting- arhug og vinnumaSur á Vatni, héldu álftirnar til á vatninu allt voriS, tvær til tiu. Síki fellur úr vatn- inu til sævar í ýmsum krókum og etur þaS isinn af sér, þegar vetri hallar og hlýnar i tíSinni. Þegar bærilega voraSi, komu svanirnir á sikiS á einmán- uSi, fyrst tveir og hinir svo á eftir. ,,Æi, æi, gott og gaman! Nú er svanurinn syngj- andi kominn“, sögSu börnin, þegar hann sást fyrst á vorin. Stundum flugu þeir kvakandi yfir bænum eSa nálægt honum; en stundum sáust þeir synda á síkiseySunum meS keikréttan hálsinn. En hvort sem heldur var, varö sjónarvotturinn frá sér num- inn af gleSi og hljóp til hinna barnanna aS segja þeim tíSindin. Álftunum var líka fleira vel gefiS en söngurinn og fleira til lista lagt iheldur en limaburSurinn. Þær vissu t. d. hvaS viSra mundi næstu tiS. Þegar þær flugu eitthvaS, blés jafnan úr þeirri átt, sem þær flugu úr, eSa sú var trú manna aS minsta kosti. En hitt er vist, aS þegar þær komu heim á bæjartjörn- ina viS túngarSinn, brást þaS ekki, aS harSdrægur og langvinnur hríSarbálkur var i nánd. Þá voru þær jafnan kyrlátar og þöglar. Sandvatn er æSi-stórt, en svo grunnt viSa, aS álftirnar gátu stungiS nefinu niSúr aS lrotni og sótt þangaS æti sitt. — Eyja liggur í miSju vatnintt og er hún á stærð viS meSal tún. Startjörn er i miSri eyjunni og þrir hólmar í miSri tjörninni. Þó mega þeir fremur heita stórar þúfur heldur en hólm- ar. Þarna voru hreiSur álftarinnar. Hún hefir rifiS mosann upp úr tjörninni, sem var klofdjúp, og hlaSiS úr honum dyngjurnar, sem enn þá eru al- inar háar yfir vatniS. Um þaS verSur ekki sagt meS vissu, hvort varp- álftin hefir veriS ein eSa þær liafa veriS þrjár. En svo langt sem sagnirnar ná var einbýli jafnan í tjörninni. Sennilegast er, aS starfshvöt þessarar hvítklædclu,

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.