Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1939, Blaðsíða 12

Dýraverndarinn - 01.04.1939, Blaðsíða 12
24 DÝRAVÉRNDARlNN Draflastööum og Jón gamli á Þverá, en þó átti aö heita vandræöalaust meö þeim. Voriö haföi veriö þurt og kalt, en svo brá til sunn- an-áttar meö steypi-regni og stóð þó ekki nema sólarhring. Gekk þá í noröur og glaðnaði til. ■— — Jæja, Helgi minn, sagöi aökomumaður nokkur, sem sat inni í baöstofu á Draflastööum og sötraöi í sig kaffi, — gott var að fá blessaða vætuna ofan á allan þennan mikla þurk. — — O-jæja — læt eg þaö vera. — Jú, skárra er þaö en hreint ekki neitt, svaraöi bóndi. — Bara þaö heföi gengið ofurlítið jafnara yfir. — — Eg ætla nú að ekki þurfi undan því að kvarta. Væna skvettu hefir þú fengiö, sýnist mér. Og nú lifnar alt og dafnar í blessuðu sólskininu. —■ Hann glennir sig nú víöar en hér á Drafla- stööum, held eg. Þaö er ekkert smáræöi, sem rignt hefir hjá Jóni gamla á Þverá, og eins er með sól- skinið. Þar flýtur alt i sól og regni. — Ætli þaö sé nú ekki eitthvað svipaö og hér á Draf lastööum ? — Eitthvað svipað! Ó-nei, kunningi — eg' held nú síöur! Gáöu að því, að hans tún er miklu stærra en mitt! * Á þeim góðu og gömlu dögum! Nýr verslunarstjóri er kominn í þorpið, langt að rekinn og fáum kunnur. Hann er alj)ýðlegur í hátt- um, kallaður góÖmenni, hlýr í orÖum og hugulsam- ur við alla j)á, sem gamlir eru og lashurða. Gvendur gamli „strompur“, auðnulítill karl og drykkfeldur, stendur fyrir framan húðarhorðið, horfir ýmist á verslunarstjórann eða lætur augu hvarfla um búðina. Mælir ekki orð frá vörum. Verslunarstjórinn lítur við honum og segir: — Það er auðséð á ]jér, karlinn minn, að ])ér hefir ein- hverntíma liðið betur en núna. —■ Ó-já, segir karl-anginn — rétt er til getið. En nú er orðið langt síðan. Það var á þeim góðu og gömlu dögum, j)egar brennivínsflaskan kostaði ekki nema 20 aura! ★ Hafnarfrúin, sólhlífin og boli. Hjón nokkur frá Kaupmannahöfn voru á skemti- feröalagi um Jótland. Þau óku í eigin bifreiö, jmrftu ekki aö flýta sér og fóru hægt yfir. Og einhverju sinni, er staöar var numiö úti á víðavangi, gekk DÝRAVERNDARINN kemur að minsta kosti á 11 a s i n n u m út á ári. Dýraverndarinn cr ódýrasta blaðið, sem nú er gefið út hér á landi. Árgangur hans kostar að eins j krónur. ÆtlunaVverk Dýraverndarans er að vinna að upp- eldis- og menningarmáli allra þjóða, en þaö er sú siðbót, sem íram kemur i verndun málleysingja og miskunnsemi við munaðarlausa. Dýraverndarinn er oft prýddur myndum, og í honum munu verða ritgerðir og sögur eftir ritfæra menn og merka. Dýraverndarinn vill vinna sér traust og hylli allra góðra manna, ungra og gamalla. Og er eigi sízt leitað liðsinnis kcnnara og ungmennafclaga um að kynna blaðið. Þeir, sem útvega 5 kaupendur að Dýraverndar- anum, eða fleiri, fá 20% í sölulaun. Dýraverndunarfélag íslands. frúin á tal viö mann einn, er gætti nautahjarðar skamt frá veginum. Frúin (meö þanda sólhlíf yfir sér) : En hvaö kýrin þarna glápir á mig! Maðurinn: Það er ekki kýr, frúin góö, heldur tarfur. Og hann er nú ekki beinlínis að horfa á yður, heldur þessa rauðu sóllhlíf, sem þér hafið yfir höfö- inu. Frúin: Haldi þér það ? Eg veit svo sem, að sól- hlifin min er ekki af nýjustu gerð, en undarlegt finst mér, það segi eg satt, aö tarfur uppi í sveit skuli hafa vit á slíku ! AfKreiðsIu og innheimtu „Dýraverndarans" annast Hjörtur Hansson, Aðalstræti 18 (Uppsölum), 2. hæð. Pósthólf 566, Keykjavík, og þangað eru menn vin- samlega beðnir að snúa sér með fyrirspurnir sínar, eða annað, sem við kemur blaðinu. Munið að gjalddagi blaðsins er 1. júlí. Ritstj.: Páll Steingrímsson. Útgefandi: Dýraverndunarfélag íslands. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.