Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1940, Side 12

Dýraverndarinn - 01.12.1940, Side 12
72 D Y R AV ERNDARINN DÝRAVERNDARINN kemur a'Ö minsta kosti á 11 a s i n n u m út á ári. Dýraverndarinn er ódýrasta blaöiö, sem nú er gefið út hér á landi. Argangur hans kostar að eins 3 krónur. Ætlunarverk Dýraverndarans er að vinna að upp- eldis- og menningarmáli allra þjóða, en það er sú siðbót, sem fram kemur í verndun málleysingja og miskunnsemi við munaðarlausa. Dýraverndarinn er oft prýddur myndum, og í honum munu verða ritgerðir og sögur eftir ritfæra menn og merka. Dýraverndarinn vili vinna sér traust og hylli allra góðra manna, ungra og gamalla. Og er eigi sízt leitað liðsinnis kcnnara og ungmennafclaga um að kynna blaðið. Þeir, sem útvega 5 kaupendur að Dýraverndar- anum, eða fleiri, fá 20% i sölulaun. Dýráverndunarfélag íslands. Hvar er Daddó minn? Eigandi hússins, er Jón hét, bjó með konu sinni og uppkomnum börnum þeirra í stofvthæð hússins. Áttu þau inridælan kött, kolsvartan að lit; það var vinalegt og viturlegt dýr. Kötturinn hét „Svartur“. Kjallara hússins leigðu hjón ein ung, og var hið eina barn þeirra, er þau áttu, hjá þeim, inndæll drengur, rúmlega eins árs að aldri. Voru þeir, dreng- urinn og „Svartur“, vinir svo miklir, að hvorugur mátti af öörum sjá. Þeir virtust skilja hvor annan og vildu öllttm stundum saman vera að leikjum og flírulátum. Drengurinn var ómálga að mestu, og átti því bágt með að nefna þennan vin sinn réttu nafni; hann kallaði hann því „Daddó“ (þ. e. „Svart- ur“), en eiganda hússins og þessa vinar sí'ns nefndi hann „Nonn“ (þ. e. Jón). Nú var einhverju sinni, að ungu hjónin höfðu l>oð inni; meðal gestanna var kona ein, sem spurði drenginn : „Hva'ða fólk býr hérna uppi í húsinu?“ Drengurinn svaraði: „Daddó minn og Nonn!“ (Þetta var nú „fólkið í húsinu“.), Tæpu misseri síð- ar flúttu ungu hjónin og drengurinn þeirra litli með þeim í aðra ibúð, allfjarri; þeir „Daddó“ urðu þá að skilja. Skilnaðarstundin varð drengnum þungbær mjög, svo að.jafnvel „Daddó“ gamla duldist eigi, að eitthvað grunsamt væri um að vera: Hann lagði báðar býfur sínar um háls drengsins, sleikti kinnar hans og hélt sér fast. Enginn viðstaddur gleymii þeirri stund, og nú kom drengurinn oft í heimsókn til hins garnla og góða vinar síns. Óvænt atvik olli því, að „Daddó“ varð að kveðja heiminn og vininn sinn litla fyrir fult og alt, skömmum tíma eftir það, að drengurinn flutti úr húsinu. Nokkru síðar kom drengurinn í heimsókn til hins gamla vinar síris og spúrði: „Hvar er Daddó minn?“ Og enn spyr hann, þótt kominn sé á 5. aldurs-ár sitt. — Enn leitar hann og spyr! Jón Pálsson. Hvítingur. (Hestavísa eftir sira Matth. Joch.) Þýtur fram hinn íljóti, fljótara skotnu spjóti, hvata vill glæsigoti, grjóteldingar þjóta. Skeiðsnotur ber ei skata skrautlegri jór á brautu. Hlaut alt — hver vill neita? — Hvítingur, nema lýti. Munið að KjalddaRÍ blaðsins er 1. j'úlí. Afgreiðslu og innheimtu „Dýraverndarans" annast Hjörtur Hansson, Aðalstræti 18 (Uppsölum), 2. hæð, Pósthólf 566, Reykjavík, og þangað eru menn vin- samlega beðnir að snúa sér með fyrirspurnir sínar, eða annað, sem við kemur blaðinu. Ritstj.: Páll Steingrímsson. Utgéfandi: Dýraverndunarfélag íslands. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.