Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1962, Blaðsíða 2

Dýraverndarinn - 01.05.1962, Blaðsíða 2
Hreíndýrín íslenzku nema ný lönd Nú er talið, að þrjú þúsund hreindýr lifi í heiðalöndum og daladrögum Austur- lands, og bændur í Berufirði hafa kvartað undan því, að þau spilli beitilandi. Þótt löngum liaíi verið íátið illa af stjórn Dana á íslandi, er það sannast mála, að dönsk stjórnar- völd vildu sitthvað gera á 18. öldinni til þess að bæta liag íslendinga, þótt misjafnlega tækist til um bjargráðin, ekki sízt sakir vanþekkingar Dana á landshögum, kunnáttuleysis íslenzku þjóðarinnar og jafnvel dáðleysis hennar og óreglu — og loks siðleysis og oldrykkju fjölmargra embættismanna, veraldlegrar og andlegrar stéttar. Eitt af því, sem gert var í þann tíð íslendingum til framdráttar, var að flytja inn tvær dýrategundir, sem báðar skyldu vera villt veiðidýr. Það voru hérar og hreindýr. Hérarnir voru íluttir inn á fálkaskipi konungs árið 1784. Það voru fern hjón. Var tvennum sleppt í eyjunum utan við Reykjavík, en hinum í Botns- skógi í Hvalíirði. Eyjahjónin munu ekki hafa þril'- izt, en talið var, að hin hefðu lifað góðu lífi í skóg- inum, þótt ekki yrðu þau langlíf. Þótti líklegt, að lágfóta, sem mun hafa talið þessar konungsgersem- ar sér sendar til hátíðabrigða um mataræði, liefði koddað liérunum. En eins og kunnugt er, fór að lokum annan veg um lireindýrin. Af þeirn voru Iluttir inn fjórir hóp- ar á áruntim frá 1771—1887, og tókst misjafnlega til um þessa hópa og afkomendur þeirra. Stjórnar- völdin kunnu lítt skil á, livað hentaði þessum dýr- um og viðgangi Jreirra, og á þriðja og fjórða tug þessarar aldar var svo komið, að einungis lifði á að gizka hundrað dýra hópur á öræfum Múla- og Þingeyjarsýslna. Sá maður, sem mest beitti sér fyrir Jaeirri skipan, er á komst árið 1940, um eftirlit með hreindýrunum, algera friðun hreinkúa og ungviðis og leyfisbundna veiði fullorðinna tarfa — takmörk- uð tala þeirra er skilyrði fyrir örri ljölgun dýranna — var Helgi rithöfundur Valtýsson, sem hefur verið mestur áhugamaður um vöxt og viðgang hrein- dýrastofnsins. En frumvarp Jrað, sem fól í sér Jjessa skipan og varð að lögum árið 1940, flutti Eysteinn Jónsson, 1. Jjingmaður Sunnmýlinga í þann tíð. Þessi lög gáíust þannig, að hreindýrunum tók að íjölga mjög ört, svo að ástæða þótti til að kveða nánar á um veiði og setja um hana ýtarlegar regl- ur. Og árið 1954 flutti þáverandi menntamálaráð- herra, Bjarni Benediktsson, írumvarp til þeirra laga, sem síðan hafa gilt, en þau eru svohljóðandi: „1. gr. Hreindýr skulu friðuð fyrir skotum og öðrum veiðivélum. Nú telur eftirlitsmaður hrein- dýra, að þeim hafi fjölgað svo, að stofninum stafi ekki hætta af veiðum, og er ráðherra þá rétt að lieimila veiðar, enda setji hann reglur um veiðarn- ar, að fengurn tillögum lilutaðeigandi sýslumanns og eftirlitsmanns, og kveða á um, hvert renna skuli hagnaður, er verða kann á veiðunum. Heimilt er ráðherra að veita mönnum leyfi til að handsama dýr til eldis. 2. gr. Brot gegn lögum þessum og reglurn, settum samkvæmt þeim, skal varða allt að 10.000.00 króna sekt. 3. gr. Lög Jjessi öðlast þegar gildi.“ Samkvæmt lögunum var gefin út reglugerð, þar sem svo er kveðið á, að veiða megi í Múlasýslum árlega frá 10. ágúst til 30. sept. 700 hreindýr, og eftir septemberlok megi heimila veiði, ef ekki séu veidd 700 dýr á hinu áðurneínda tímabili. Tólf hreppar beggja Mtilasýslna skulu njóta hagnaðar af veiðinni, en Jtað eru þeir, sem helzt sæta ágangi hreindýranna á beitilönd sín, og skulu hreppsnefnd- ir sjá um veiði dýranna. Þó skal eftirlitsmaður hreindýra gefa út veiðileyfi, ákveða skotvopn og hafa eftirlit með veiðunum. Þá skal sérstaklega vakin athygli á, að í reglugerðinni eru eftirfar- andi greinar: „7. gr. Hreindýraeftirlitsmaður skal gæta Jiess • ' i , Í!>T^ DÝRAVERNDARINN 18

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.