Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1962, Blaðsíða 3

Dýraverndarinn - 01.05.1962, Blaðsíða 3
vandlega að leyfa eigi að veiða hreindýr á þeim slóðum, þar sem þau eru að nema ný lönd og talið er æskilegt að þau hagvenjist, heldur á stöðv- ttm aðalhjarðarinnar eða þar, sem ætlunin er að bægja þeim frá. 8. gr. Hreindýraeftirlitsmaður skal sjá um, eftir því sem við verður komið, að veidd séu þau dýr, sem minnstur skaði er að fyrir vöxt og viðgang hjarðarinnar.“ Talið er, að vart muni æskilegt, að hjörðin eystra verði stærri en svo, að tala hennar sé hálft þriðja þúsund til þrjú þúsund dýr, og nú hyggja menn, að hún sé orðin það stór, enda hefur hún upp á síðkastið leitað meira til byggða en áður og farið yí'ir stærra og stærra svæði. Dýrin hafa farið allt suður í beitilönd Lónverja í Austur-Skaftafellssýslu, °g nýlega hefur Dýraverndarinn sannfrétt, að fimm hreindýr hafi sézt á Sandvíkurheiði milli Vopna- fjraðar og Bakkaíjarðar. Og víst er um það, að bændur eystra virðast ekki vera ginnkeyptir fyrir ;tð nota sér þau hlunnindi, sem reglugerð um hrein- dýraveiðar ætla þeim. Þá virðist og ekki mikill áhugi annarra fyrir veiðunum, en af þessu hefur leitt, að ekki hafa nærri alltaf verið veidd jafnmörg dýr og til hefur verið ætlazt — síðastliðið liaust að- eins 250.. Ritstjóri Dýraverndarans frétti nýlega, að bænd- ur í Berufirði heíðu kvartað undan ágangi lirein- dýra á beitilönd þeirra, og hefðu þeir óskað leyf- 's til að skjóta nokkur dýr, einkum til að bægja aðalhópnum frá sauðfjárhögum þeirra. Það er Menntamála- en ekki Landbúnaðarráðu- neytið, sem hefur umsjá með öllu því, sem varðar hreindýrahjörðina. Ráðuneytisstjórinn, Birgir Thor- lacius, hefur liaft þessi mál með höndum allt síðan 1940, fyrst sem fulltrúi og nú um fimmtán ára skeið sem ráðuneytisstjóri. Hann hefur mikinn áhuga á viðgangi hjarðarinnar og hefur sýnt það bæði fyrr °g síðar. Dýraverndarinn sneri sér til ráðuneytis- stjórans út af fréttinni af kæru Berfirðinga. Kvað bann hana hafa við rök að styðjast. Inn úr suð- vesturströnd Berufjarðar gengi dalur, sem héti Foss- árdalur. Hann væri allvel gróinn og ekki afréttur, beldur haglendi, sem bændur beittu á fé sínu bæði vor og haust. Hefðu þeir kvartað yfir Jjví, að mjög stór hreindýrahópur hefði haldið sig þar að stað- aldri, og ynni hann þar mikil landspjöll. Ráðu- neytisstjóri kvaðst hafa fengið Guðmund Þorláks- Hreinkáljur að sjuga móður sina. son náttúrulræðing til að fara austur og rannsaka málið. Hefði Guðmundur komizt að Jjeirri niður- stöðu í ferðinni, að kærur Berfirðinga væru á rökum reistar. í dalnum hefðu um langt skeið gengið livorki fleiri né færri en 200 hreindýr og áreiðanlega unnið spjöll á landi. Ákvað því ráðu- neytisstjóri að leyfa Berfirðingum að veiða allt að tuttugu dýrum, enda yrðu aðeins veiddir rosknir tarfar og skyttur valdar, sem vel væru hæfar og not- uðu viðhlítandi skotvopn. Studdist leyfið við eftir- farandi rök: 1. í fyrrahaust voru skotin meira en helmingi færri dýr en til liafði verið ætlazt. 2. Beitilönd Berfirðinga eru engan veginn Jrað víðlend, að æskilegt sé, að hreindýrin geri sig Jiar lieimakomin til langframa. 3. Fossárdalur er ekki fyrst og fremst afrétt, held- ur heimahagi þeirra bænda, sem Jjar eiga land. Um landnám hreindýranna á heiðalöndum Vopna- fjarðar og Bakkafjarðar mundi öðru máli að gegna. Þar er stórum víðlendara en kringum Berufjörð. Ritstjóri Dýraverndarans hitti að máli Halldór Ás- grímsson bankastjóra og alþingismann, þá er frétt- in hafði borizt um hreindýrin á Sandvíkurheiði, og kvaðst Halldór ekki sjá neina ástæðu til að amast við dýrunum á J)eim slóðum, heldur Jjvert á móti. BÝRAVERNDARINN 19

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.