Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1963, Qupperneq 3

Dýraverndarinn - 01.11.1963, Qupperneq 3
Eítrimím og öminn Enginn ilettir svo upp bók um íugla, að þess sé þar ekki getið, að íslendingar hafi drepið síðasta geirfuglinn, sem til hafi spurzt í heiminum. Og þetta kemur mjög illa við þá íslendinga, sem það lesa. Þetta gerðist árið 1844. En þeir, sem bönuðu seinustu geirfuglunum hér, voru alls ekki víta- verðir. Þeir vissu í rauninni ekki, hvað þeir voru að gera. Þá var ekki talað um náttúruvernd af neinu tagi, og ennfremur munu veiðimennirnir ekki hafa haft hugmynd um, að aðrir geirfuglar en þessir væru ekki til á íslandi — livað þá í allri veröldinni. Nú er til þess hvatt, oftast óbeinlínis, en stundum líka beinlínis, að eyða þeim fáu örnum, sem eftir eru hér á landi, þó að öllum eigi að vera ljóst, að íslenzka dýraríkið yrði snauðara eftir en áður og að það mundi vekja á okkur ærið óþægilega heims- athygli, ef við eyddum erninum. En það hefur al- ])ýða þessa lands hér áður fyrrum verið gleggri á tign arnarins en íslenzkir landsfeður, að hún sæmdi örninn heitinu konungur íuglanna. Erlendis hefur það viljað til aftur og aftur, að íuglategundir hala orðið aldauða og það jafnvel sumar þær, sem voru mikilvægur matarauki íbúum þeirra landa, sem þær liöfðust við í — eða allir viðurkenndu að gagnlegar væru sakir þess, að þær eyddu skordýrum, sem ynnu tjón á nytjajurtum. Það hefur einnig komið fyrir, að eytt hefur verið íuglategundum, sem menn höfðu ekki hugmynd um að væru gagnlegar, en þegar þær hafa verið al- dauða, hefur komið í ljós, að þær hafa unnið gagn, stutt að eðlilegu og nauðsynlegu jafnvægi í hinu margslungna og að mörgu leyndardómsfulla ríki náttúrunnar. Öll þessi reynsla hefur rótfest meir og meir þá skoðun lijá liugsandi mönnum, að í rauninni sé maðurinn ekki íyllilega dómbær á gott og illt í þessum efnum og hafi þess vegna alls ekki ótvíræðan rétt til að dæma neina tegund lífvera til gereyðingar, þótt knýjandi nauðsyn aðstæðnanna krefjist þcss, að hann segi þeim tegundum lífvera stríð á hendur, sem minnka að mun möguleika lians til lífsbjargar, og liann reyni að minnsta kosti að draga úr fjölgun einstaklinganna og þröngva kosti þeirra til viðgangs. En auk þess, sem örninn er tiginn fugl og slík Síðsumars barst stjórn Sambands dýraverndunar- félaga íslands rausnarleg gjöf. Henni voru afhentar tíu þúsund krónur, sem skyldi varið til eflingar dýravernd. Gefandinn er frú Sesselja Jónsdóttir í Dalsmynni í Norðurárdal, og er gjöfin gefin til minningar um systur hennar, Ragnheiði Jónsdóttur. Auðvitað sendi stjórn Sambandsins frú Sesselju þakkarbréf. Ritstjóri Dýraverndarans hefur ekki haft tækil'æri til að hitta hinn göfuga gefanda, en liann liefur haft fregnir af henni og fólki hennar. Hún — og raunar allir í Dalsmynni — eru hinir mestu dýravinir, og þannig var líka Ragnhildi Jónsdóttur farið. I Dalsmynni er vel búið og farið vel með allan bú- fénað, og þar ríkir það hugarfar gagnvart búfénaði og öllurn öðrum dýrum, sem eitt er vel menntum körlum og konum samboðið — og beinlínis skilyrði þess, að landbúnaður hvíli á öruggum grundvelli, — ást á dýrunum, rétt mat á því gagni, sem þau gera, og því yndi, sem þau veita þeim, sem fara vel með þau og njóta þess að sjá j.au vel haldin. Hin ágæta kona í Dalsmynni hefur gefið fagurt fordæmi, og ekkert væri í rauninni eðlilegra en að einmitt fólkið í sveitum landsins minntist látinna ástvina á þann liátt að styðja að bættri meðíerð á dýrum. En samt sem áður er hin rausnarlega gjöf frú Sesselju mjög óvenjulegt dæmi um raunhæít og þó tilfinningabundið mat á því, hvað það fólk, sem lilir með dýrunum, hefur þau daglega fyrir augum og hefur af þeim lífsuppeldi sitt og oftast eitt sitt mesta lífsyndi, á þeim að þakka. Faðir alls, sem lil'ir og grær, blessi hina öldruðu heiðurskonu Sesselju Jónsdóttur í Dalsmynni. prýði í fuglalífi landsins, að alþýða manna hefur valið honum nafnið konungur fuglanna, vinnur liann svo hverfandi lítið tjón, að menn, sem bezt þekkja til, greinir á um, hvort það sé raunverulega nokkurt, og enginn getur fært rök að því, að hann sé ])jóðhagslegur skaðvaldur. Það er því viðs fjarri, að á neinn hátt sé réttlætanlegt að eyða erninum, auk þess sem það er brot á landslögum og alþjóð- legum samþykktum, sem ísland hefur bundizt. En samt sem áður er það nú svo, að með lögunum um D Ý RAV E R NDARINN 71

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.