Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1963, Qupperneq 4

Dýraverndarinn - 01.11.1963, Qupperneq 4
eitrun fyrir veiðibjöllur, minka og refi er beinlínis lögfest brot á friðunarlögum arnarins og á áður- nefndri alþjóðasamþykkt — og þá ekki síður brotið í bága við réttlætis- og sómatilfinningu allra lieil- brigt hugsandi manna og heiðri þjóðarinnar sem menningarþjóðar stefnt í voða. Vísindamenn erlendis hafa á seinustu árum breytt allmikið viðhorfi sínu til ýmissa æðri dýra með til- liti til vitsmuna þeirra og getu þeirra til hugsunar. Þeir hafa meðal annars komizt að þeirri niður- stöðu, að ýmis dýr eigi sitt mál, þótt ekki sé það að fjölbreytni sambærilegt við mál mannanna, og loksins hafa nú margir þeirra viðurkennt, að skoð- anir alþýðu manna á hugsanagetu dýranna sé ekki eins fjarri sanni og vísindin hafa haldið fram allt til þessa, í athöfnum dýra gæti ekki einungis eðlis- ávísunar, heldur beinlínis hugsunar. Eitt af víðlesnustu og vönduðustu tímaritum Iteimsins flutti í fyrra irásögn um krákuna. Höf- undur frásagnarinnar er amerískur fuglafræðingur, sem býr í sveit til þess að geta sem bezt athugað líí og hætti fugla — og þá ekki sízt krákunnar, sem í Norður-Ameríku er slíkur skaðvaldur, að helzt má líkja við engispretturnar, sem voru sam- kvæmt Heilagri ritningu ein af tíu pfágum Egypta- fands. Það er til dæmis ekki óalgengt, að tugþús- undir setjist að þroskuðum maísakri einhvers bónd- ans og bókstaflega éti alla uppskeru hans á einum sólarhring, enda er krákan alæta og óskaplegur mathákur. Og öll viðleitni til að verjast henni hefur orðið mjög árangurslítil. Það hefur til dæmis reynzt nauðalítið gagn í því að eitra fyrir hana. Ein eða tvær hafa fallið við fyrstu eitrun, síðan ekki til sögunnar meir. Og orsökin er sú, að krákan er bráðvitur og með afbrigðum samheldin. Fugla- fræðingurinn hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að hún bæði hugsi og eigi sér furðu margslungið mál. Hún gefur frá sér ýmis breytileg hljóð, sem til dæmis þýða: Gáið að ykkur, lífshætta, komið, farið, við skufum fljúga og dreifa okkur og hittast með morgni, við skulum halda hópinn, matur, nóg- ur matur, við skulum stríða honum, þessum, við skulum leika á þennan — o. s. frv. Hvað svo um svartbakinn? Allir, sem til hans þekkja, vita, að hann er mjög vitur fugl, og skot- menn hafa aftur og aftur blótað lionum fyrir þær sakir, að hann hefur ekki aðeins varað aðra fugla við hættunni, sem stafar af skotmanni í veiðihug, Kærkomið bréf Sem betur fer, er það ekkert nýtt, að Dýravernd- arinn finni frá ýmsum, að þeim þyki nokkurs vert um blaðið og málflutning jress. Öllum að- standendum blaðsins er það ærið kærkomið —- og þó að vonum engum frekar en ritstjóranum. í haust barst honum bréf, sem hann leyíir sér hér með að birta: „Háteigsvegi 14, Reykjavik. Hr. rilstjóri Guðmundut Hagalin! Hér með óska ég eftir að gerast áskrifandi að Dýraverndaranum. Sendi 1000,00 kr. — citt þúsund krónur — scm fy rirfra mgreiðslu árgja Ida. Með beztu kveðjum. Guðr. Þ. Björnsdóttir.“ Þetta er ekki orðmargt bréf eða skrúðmælt, en þess ber að geta, að með því verði, sem nú er á blaðinu, nemur fyriríramgreiðslan tuttugu árgjöldum. Svo er þá ekki erfitt að geta sér til um það hugarfar, sem ræður gerðum bréíritarans. Ritstjórinn þakkar henni bréfið. heldur líka seli, sem ekki hafa verið eins vökulir gegn voðanum og hann sjálfur. Og öllum, sem náið þekkja til, kemur saman um, að bæði sé erfitt að vinna hann með skotvopnum, vegna þess, hve varfærinn hann er — og eins, að eitrun verði að mjög litlu gagni til eyðingar Jressum fugli. Gísli á Mýrum, einn mesti varpbóndi landsins og um leið mjög greindur maður og athugull, hefur sagt mér, að Jrað eina, sem sér liafi reynzt duga, Jjá er svartbakur sæki að varpi, sé að skjóta hann yfir varpinu sjálfu. Þegar tveir, Jjrír hafi verið skotnir, sjáist ekki svartbakur þar í grennd í háffan mánuð, jafnvef Jzrjár vikur. „En hvernig verður æðarfuglinum við?“ spurði ég- „Hann skilur, livað í efni er, og Jjó að margt af ungamæðrunum fljúgi í fyrstu lotu af eggjum sín- um, koma Jjær brátt aftur, og síðan láta Jjær sér ekki bregða, Jjótt svartbakur sé við og við skotinn yfir varplandinu." En hvað um eitrunina? Jú, Gísli hefur skýrt frá Jjví í útvarp, að svartbakurinn komizt mjög fljót- 72 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.