Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1963, Page 5

Dýraverndarinn - 01.11.1963, Page 5
lega upp á að varast eitruð egg. Gísli hefur og sagt það í útvarpsviðtali, að hann hafi séð svartbak taka í nefið eitrað egg, fljúga upp með það og láta það síðan detta. Eggið hefur svo brotnað, þegar niður kom, og innihald þess eitrað gróður á dálitlum bletti og stundum rennandi vatn, en slík eitrun getur haft ærið víðtækar og liáskalegar afleiðingar! Eina verulega virka aðferðin til fækkunar á svart- baki hefur hér alls ekki verið notuð, en hún er sú, sem Hollendingar og ef til vill fleiri þjóðir nota gegn honum og hettumávi. Hollendingarnir banna að taka egg þessara fugla. „Það er ekki til neins,“ segja þeir. „Þeir verpa aðeins aftur — já, aftur og aftur.“ En Hollendingar skipuleggja ferðir um varptímann á varpstöðvar fuglanna og rjóða á hvert einasta egg efni, sem byrgir loftgöt eggj- anna. Þau verða því kaldegg, en fuglinn situr samt á þeim, unz hann gefst upp og verpur ekki aftur það vorið eða sumarið. Hvað svo um minkinn og refinn? Það er fullvíst, að minkur leggur sér alls ekki til munns neins konar hræ — nema þá í einstakri matnauð. Aftur á móti hefur það sýnt sig, að unnt er að fækka hon- um með minkaliundum, jafnvel verjast því, að hann vinni nokkurt teljandi ógagn á ákveðnum svæðum. En auðvitað þarf þarna að koma til almenn og þrautseig viðleitni meðal allra þeirra, sem á minka- stöðvum búa. Þeim, sem þekkja bezt lifnaðarhætti og eðli tófunnar, kemur og saman um, að skæðustu dýrin og vitrustu leggi sér ekki til munns hræ, og að þau læri að minnsta kosti mjög fljótt að íorðast eitruð Iiræ. Aftur á móti bani eitrunin þeim refum, sem séu hrædýr og htt slyng að varast þær gildrur, sem mannvitið leggur fyrir þau. Refaskyttur liafa kveðið svo að orði, að eitrunin feli í sér eins konar hreinræktun dýrbítanna! Gegn refnum gildir sam- vizkusamleg grenjaleit og grenjavinnsla — og alls ekkert annað! Eiturlögin eru því ekki aðeins brot á friðunar- lögum arnarins og á mikilvægri aljjjóðasamþykkt. Þau brjóta og ekki einungis í bág við réttlætis- og sómatilfinningu heilbrigt hugsandi íslendinga og spilla hróðri þjóðarinnar út á við, heldur eru þau i hrópandi ósamræmi við reynslu og skynsemi og íið því leyti skaðleg þeim tilgangi, sem þau eiga að þjóna, að þau draga úr raunliæfum og virkum aðgerðum gegn meindýrunum, svartbaki, mink og ref- G. G. H. Afréttir ofbeittax*? Blað á Akureyri flutti í haust eftirfarandi greinar- korn: „Atvinnudeild Háskólans hefur undanfarið ár lát- ið kortleggja afréttir og ennfremur rannsaka beitar- þol hinna ýrnsu svæða hálendisins og gera tilraunir með gróðurrækt á beitilöndum. Ingvi Þorsteinsson magister hefur stjórnað þessum verkum. Telur hann fullvíst, að afréttir, einkum sunnanlands, séu of- beittar. Sé það rétt, virðist ekki aðrar leiðir fyrir liendi en að takmarka fjölda búpenings á vissum svæðum — eða auka gróðurinn með þeim aðferðum, sem tiltækar eru. Þessum athugunum á beitarþoli og gróðurfars- breytingum, sem rekja má til ofbeitar, þarf að gefa sérstaklega mikinn gaum. Og í því efni ntega Norð- lendingar ekki eingöngu horfa suður yfir heiðar, heldur líta sér nær.“ Fyrir íáum árum voru samþykkt lög um ítölu fjár á afréttir, Jr. e. að gert er ráð fyrir, að eftir gaum- gæfilega athugun beitilanda og vænleika fjárins, verði beinlínis ákveðin tala Jress fjár, sem beita rnegi á Jrennan eða hinn afrétt, og bændur Jieir, sem eiga Jrar beit handa fénaði sínum, verði að fækka eftir réttum hlutföllum Jrví fé, sem Jreir hafa áður rekið þangað til sumarbeitar. Nú ber auðvitað að beita Jsessum lögum, og fara Jrar saman hagræn sjónar- mið og sjálfsögð náttúruvernd. Annars eru Jress sorgleg dæmi, að bændur hafi beitt fé sxnu sumarlangt á girt land, sem helur verið svo lélegt, að féð hefur bókstaílega verið liorað, Jreg- ar Jxess liefur verið vitjað, og Jrarf ekki síður að hafa eftirlit með Jrvi, að slíkt korni ekki fyrir, heldur en nteð fjárfjölda á afréttum. Það hefur aftur og aftur verið á þá staðreynd bent hér í blaðinu, að forðagæzla í landinu er í hinum mesta ólestri, og hafa meira að segja bændur látið Jxað í ljós hér í blaðinu, að við svo búið niegi ekki standa, enda voði vís, ef harður vetur kemur. Mundi ekki kominn tími til Jress, að forðagæzlumennirnir yrðu launaðir úrvalsmenn, sem hefðu í umsjá sinni stór svæði og væri veitt óskorað vald? Slíkir menn ættu Jrá lika að hafa með höndum framkvæmd lag- anna um ítölu og eftirlit með beitilöndum, sem fé BÝ RAVE R NDARINN 73

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.