Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1963, Side 7

Dýraverndarinn - 01.11.1963, Side 7
Bóndinn á Völlum gaf þeim vel. bar fyrir þær bæði hey og mat, og nóg fengu þær vatnið. En honum sást yfir það mikilvæga atriði að búa þær vel undir þessar innistöður. Margar þeirra voru í tveimur reyfum, og stíurnar þeirra voru blautar, þess ekki gætt að bera nógu oft og vandlega undir þær; og þegar lömbin fóru að stækka, lágu þau ofan á mæðr- um sínum, bleyttu á þeim ullina og báru í hana skít... Ullin á Golsu var kleprótt á lærunum, og það var hörð skel af skít ofan á hryggnum á henni, þar sem lömbin höfðu legið. Svo leið þá Golsu illa — jafnvel eftir að hún var komin út á nýgræðinginn. Það liðu margir dagar, liðu vikur, — það var komið fram í miðjan júní, og þá var Golsa ennþá á eyrunum með fram ánni neðst í dalnum. Hún hafði ekki enn lagt í að fara fram í heiðina. Lengst hafði hún komizt fram á túnið á Brekku, eyðibýli, sem er í miðjum dalnum. Þar héldu sig margar lambær, þó að þar væri ekki miklu eftir að slægjast, því að stóðið nagaði vorgróðurinn jafnóðum og hann óx. Golsa sneri því við niður á eyrarnar aftur, — hún vildi ekki bíta innan um hrossataðið á túninu. Oft hafði hún horft fram til heiðarinnar og nusað á móti norðanandvaranum, sem bar með sér til hennar ilm frá starartjörnunum í heiðinni hjá Gils- árvötnunum, þar sem hún liafði gengið á sumrin, allt frá því að hún var lamb. Æ, Golsa skildi ekki í sjálfri sér, að hún skyldi dvelja ennþá hér neðra, — hún hafði verið ákveðin í að halda rakleitt lil heiðarinnar. en þegar hún var kornin fram á Brekku- túnið, var eins og eitthvað héldi aftur af henni, og svo sneri liún við. VI % Og núna — þetta fagra júníkvöld — var Golsu líka svo einkennilega þungt um sporið, þegar hún stóð upp og lötraði fram mýrarflákana. Hún fór upp eftir, tók stefnu fyrir ofan túnið á Brekku. Hún rölti jDetta hægt og bítandi, — lömbin rásuðu stundum langt fram fyrir hana, hlupu og eltu hvort annað, fóru í hringi kringum mömmu sína og stukku svo allt í einu til hennar og fóru að sjúga. Golsa stóð kyrr á gilbarmi. Fram undan henni var girðing með þremur strengjum. Neðan úr gil- inu heyrðist niðurinn í fjallalæknum. Litli mórauði hrúturinn hennar Golsu var ekki lengi að fara und- ORÐSENDING frá afgreiðslu Dýraverndarans. Nokkrir kaupendur Dýraverndarans eiga ennþá eftir að borga blaðið, og eru menn vinsamlega beðn- ir að gera það hið fyrsta. Póstkröfur liafa verið sendar út um land, en í Reykjavík er innheimtu- maður á ferðinni. Það tefur mjög innheimtu og af- greiðslu blaðsins, hve margir kaupendur gleyma að tilkynna breytingar á heimilisfangi. Gjörið svo vel að senda slíkar tilkynningar til afgreiðslunnar í pósthólf 993, Reykjavík, eða sím- leiðis til undirritaðs. Afgreiðsla Dýraverndarans á Hjarðarhaga 26 verð- ur opin eftirleiðis á fimmtudögum kl. 14—18. Sími Jtar er 12546, en heimasími afgreiðslumanns er 33621. Ingimar Jóhannesson, Laugarásvegi 47, Reykjavík. ir girðinguna; hann var ósköp forvitinn, vildi fá að vita, hvað niðri í gilinu væri, og grábotnótta gimburin fór strax á eftir honum. Og svo hurfu jná lömbin langt ofan í gil. Þá stóðst Golsa ekki mátið. Hún tróð sér undir girðinguna og ætlaði að elta lömbin sín. Hún fann, að gaddavírinn særði hana í bakið, en samt nudd- aði hún sér áfram. Þá hrökk neðsti strengurinn í sundur, og annar lausi endinn flæktist í þykkri ull- inni. Golsa var komin fram fyrir girðinguna, en samt sat hún rígföst. Hún heyrði til lambanna, og hún streitlist við að losa sig. En Jrað varð einungis til þess, að vírinn flæktist enn meir í ærið Jróf- inni ullinni. Golsa jarmaði hátt, krafsaði með öðrurn fram- fætinum í moldarbarðið. Þarna var svolítið barð, lítið eitt gróið, og svo brattur melur ofan að læknum. DÝRAVERNDARINN Útgcfandi: Samband dýraverndunarfélaga íslands. Ritstjóri: (luðinundur Gíslason llagalín. Pósthólf 1342, Reykjavík. Simi 18340. Verð blaðsins er kr. 50.00. Gjalddaginn 1. apríl. Afgreiðsluinaður er Ingimar Jóliannesson, Laugarásvegi 47, sími 33G21. Daglega er unnt að greiða hlaðið á Fræðslu- málaskrifstofunni frá kl. 9—12 f. h, og er æskilegt, að kaupendur komi þar sem flestir við og greiði andvirði Dýravcrndarans. Simi er þar 18340. Prcntsmiðjan Oddi h.f, Reykjavik. DÝRAVERNDARINN 75

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.