Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1963, Page 11

Dýraverndarinn - 01.11.1963, Page 11
Þetta var karldýr í blórna aldurs síns, grannvax- inn jötunn, einn af konungum ísauðnanna. Það glampaði á loðinn, gulleitan í'eldinn. Björninn var auösjáanlega nýkominn utan a£ Baffinshafinu, þar sem var auður sjór, því að ennþá héngu grýlukerti niður úr þéttu liárinu á kviðnum á honum. Nú stefndi hann til strandar, hugðist veiða sílspikaðan fjarðaselinn, sent hafðist við, þar sem hinir miklu skriðjöklar ganga þverhníptir í sjó fram. Þetta var fagurt dýr og tigið. Ég var ekki rneira en fimm til sex metra frá birn- inurn, þegar liann tók eftir mér. Það rauk upp af dýrunum öllum fimm, hinum mikla hvítabirni og rökkunum, sem hraðsveifluðust í kringum hann, og ég heyrði más og sog lungna, sem ýmist þöndust út eða drógust saman. Rakkarnir geyjuðu hvellir í máli, og svarið var djúpur og dimmur rymjandi. Strax og björninn sá mig, virti hann rakkana að vettugi og reis upp á afturfæturna. Mér virtist hann ennþá fegurri og tígulegri en áður, þegar hann stóð þarna í fullri hæð — teinréttur — og starði á ntig. Þannig stóð hann nokkur andartök. Svo tók hann undir sig feikna stökk, flaug hátt yfir hund- ana og lét sig falla á ísinn af öllum sínum feikna- þunga. Þetta er fangaráð allra hvítabjarna, senr vita sig á þunnum lagnaðarís og vilja forða sér í snatri. Það vakti fyrir birninum að brjóta sér vök, kafa síðan og sleppa þannig við mig og hundana. Hann vissi, að við yrðum að hafa fast undir fæti, en kaldur sjórinn væri honum liins vegar síður en svo til miska. Ég hafði oftar en einu sinni séð bjarndýr grípa til þessa ráðs. En þó að björninn sá arna kaf- aði inn undir skörina, mundi ekki líða á löngu, unz liann yrði að leita altur í vökina og koma upp til að anda, og þá gæfist mér kostur á að skjóta. Þetta vissi ég allt saman, en mér datt ekki í hug, að svo færi, sem raun varð á. ísinn var veikari en ég hafði búizt við. Þarna voru á víð og dreif stórir hafísjakar, og í sundunum á milli þeirra var stríður straumur. Um leið og lagnaðarísinn brotnaði und- an bjarndýrinu, sprakk út frá vökinni á alla vegu, og áður en mig varði, stóð ég í sjó upp undir liöku, fór ekki á bólakaf, því að undir hinum nýja lagn- aðarís var annað og sterkara íslag. Nii hafði ég öðru að sinna en að skjóta björninn, — nú varð ég fyrst og fremst að hugsa um að komast upp á skörina. Með vinstri hendi lyfti ég rifflinum upp fyrir höfuð mér, og svo staulaðist ég að ísrönd- inni og reyndi að klóra mig upp úr vökinni. En ís- inn var votur og liáll, og ég náði hvergi handfestu. Og í hvert skipti, sem ég lagðist með brjóstið á ís- röndina, brotnaði hún undan þunga mínum. Ég var búinn venjulegum skjólbúningi Eskimóa, var í liáum stígvélum, brókum úr bjarndýrsfeldi og úlpu úr hreinstöku. Eljótlega blotnuðu loðskinnin og urðu svo þung, að ég átti fullt í fangi með að standa á fótunum og verjast því, að stríður straum- urinn bæri mig inn undir skörina. Mér dugði ekki að hafa aðeins aðra höndina lausa, og þess vegna reyndi ég að fleygja rifflinum upp á íshelluna. En ég var orðinn svo fingradofinn, að riffillinn lak úr hendinni á mér og sökk í einu vetfangi. Hugur minn hvarflaði til bjarndýrsins. Það svam þarna fram og aftur í liinni tiltölulega þröngu vök. Nú var ég varnarlaus gagnvart þessum feikna- risa. Ég gat ekki leitað neinna annarra úrræða en þeirra að halda mig eins fjarri honuin og mér var unnt. En brátt varð ég þess vís, að hann hafði ekki minni ótta af mér en ég a£ lionunr. Við vorum fang- ar í sama klefa — munurinn var einungis sá, að hundarnir sóttu ákaft að honum, en létu mig í friði. En nú hafði ég þó báðar hendur lausar, og svo reyndi ég þá af öllum mætti að klóra mig upp á skörina. Árangurinn varð aðeins sá, að ég braut meir og meir úr henni og gerði nrig úrvinda af þreytu. En við lrverja nrína lrreyfingu gaf ég hvíta- birninum auga. Ég viðurkenni það ærlega, að ég var með lífið í lúkunum a£ lrræðslu, því ég bjóst við, að hann rrrundi ráðast á nrig þá og þegar. Hann var lieldur ekki sérlega frýnilegur. I hvert sinn sem ég hreyíði nrig, fitjaði hann upp á trýnið og urraði með tannagnístri. Brátt rénaði óttinn og æsingin. ískalt vatnið kældi í mér blóðið, og yfir nrig konr einkennileg ró. Ég veit ekki, hvað konr til, en allt í einu vaknaði lrjá nrér áhugi á að atlruga sem vandlegast svip og háttu bjarndýrsins. Og ég varð alveg steinhissa á því, hve nrargvíslegar tilfinningar konru fram í augnaráði Jressa villidýrs, enda hafði drápgirnin ávallt verið allsráðandi í lruga mér, þegar ég hafði staðið and- spænis hvítabirni. í fyrstu gætti aðeins hræðslu og heiftar í augunr dýrsins, en Jjegar björninn tók að venjast mér — eins og ég lronunr — hætti hann að fitja upp á trýnið og urra. DÝRAVERNDARINN 79

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.