Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1963, Síða 12

Dýraverndarinn - 01.11.1963, Síða 12
Það var næstum eins og ég gæti íylgzt með gangi hugsana hans. Ýmist gaf hann mér gætur eða hund- unum, og ég gat ekki betur séð en liann væri að býsnast yfir því í huganum, að ég skyldi hafa lent í vökinni. Ég sá, að nú hafði honum skilizt, að ég væri ekki í neinum vígahug. Skyldi þetta tvífætta kynjadýr hafa stokkið í vökina af ótta við hundana? hugsaði liann með sér. Sjálfur hefði hann ekki verið í neinum vanda, ef þessi kvikindi hefðu ekki staðið þarna á skörinni albúin þess að læsa í hann sár- beittum tönnurn, ef þau næðu til hans. Honum hefði þá verið leikur einn að rífa sig til hálfs upp úr sjónum og liendast í einu stökki furðu langt inn á ísinn. Þetta hlaut ég líka að geta, hugsaði hann, og lá þá ekki næst að álykta þannig, að orsökin til athafnaleysis míns væri sú, að mér stæði stuggur af sömu féndum og honum? Þegar ég hafði gert mér þessa grein iyrir liugs- unum bjarnarins, iékk ég það á tilfinninguna, að hann skildi mig og liefði með mér samúð. Næst sá ég, að það vakti athygli hans, hve mikill munur var á afstöðu hundanna til mín og hans, — þeir æstu sig upp gegn honum og reyndu að glefsa í trýnið á honum, þegar hann nálgaðist skörina, en þeir forðuðust mig eins og þeim stæði ótti af mér. Mundi það vera af því, að ég væri sterkari og hættu- legri en hann? Nú leit liann rólega á mig og virti mig fyrir sér beinlínis vingjarnlega. Og mér til undrunar tók hann að svamla í áttina til mín eins og hann byggist við, að ég mundi veita honum lið. Nú voru ekki meira en tveir metrar á milli okkar, og þó að ég þættist í rauninni öruggur um, að hann mundi ekki vilja vinna mér mein, greip mig á ný ákafur ótti. Ef til vill rynni á hann slíkt æði út af árásum urrandi og glefsandi rakkanna, að það bitn- aði á mér. Svo kallaði ég þá til hundanna eins hátt og ég hafði róm til og skipaði þeirn að snauta frá vökinni. Og þótt þeim væri það auðsjáanlega þvert um geð, hlýddu þeir mér og liöríuðu spölkorn — reyndar urrandi. Nú gerðist það, sem mér verður minnisstætt alla mína ævi. Ég fékk ekki betur séð en hvítabjörninn skildi, að ég hefði stuggað féndum lians á brott. Hann sneri sér að mér, — nei, það var ekkert um að villast í þetta sinn: þakklátssemin skein út úr sjónum hans. Hann leit á mig sömu augum og rakk- arnir mínir, jregar ég klappaði jreim og gaf jreim eitthvað, sem þeim fannst vera hnossgæti. Þarna stendur hvilabjörn á skör og virðist hugsi. Kannski segir hann við sjálfan sig: „Á ég nú að fara að bleyta mig?“ Enginn, sem hefur haft náin kynni af dýrum, mun draga jrað i efa, að jafnvel villidýr geti sýnt þakklátssemi. Og Jtessi heljarbjörn, sem hæglega hefði getað rotað mig með því að dangla í mig hrammi, jryrmdi ekki aðeins lífi mínu jrarna í ís- kaldri vökinni, heldur beinlínis horfði á mig af hlýju og vinsemd. Það er engin nýjung, að menn, sem staddir eru í háska, lieita einhverju með sjálfum sér, ef jreim verði lífs auðið. Og jrannig fór mér að þessu sinni. Ég liét Jm', að svo framarlega sem ég slyppi lifandi úr Jiessari ógnarprísund, þá skyldi ég gera allt, sem í mínu valdi stæði, til að hvítabjörninn fengi að lifa. Ég lét mér ekki nægja að lieita Jressu í hljóði, heldur lofaði ég Jjví upphátt, Jjótt tennurnar gnötruðu í munninum á mér. Allt, sem mér væri mögulegt, skyldi ég til Jjess gera, að hann fengi að fara frjáls til veiða á hinum miklu ísflæmum norðurhjarans. Þegar hér var komið, hafði ég ekki verið lengur í vökinni en á að gizka 10—12 mínútur, en Jjað var 25 stiga frost, og liver mínúta var heil eilílð, og ég var að Jjrotum kominn. Ef mér bærist ekki hjálp, svo að segja strax, mundi mig þrjóta mátt til að halda mér uppréttum — og straumurinn mundi bera mig undir ísinn. Ég var að verða örvona, Jjegar ég loks sá Oolut- anguaq koma út á milli hafísjaka, sem voru x nokk- ur hundruð metra fjarlægð. Hann hafði ekki fyrr komið auga á mig, Jjar sem ég liúkti í vökinni, svo að segja samhliða bjarndýrsferlíkinu, en hann rak 80 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.