Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1963, Side 13

Dýraverndarinn - 01.11.1963, Side 13
Gjaiir og áheit 1. Með blaðgjaldi Elsu Skúladóttur í Urðarteigi í Berufirði bárust 100 krónur, sem sagðar voru áheit til Dýraverndarans frá E.S. Afgreiðslumaður sendi kvittun og þakkir og hefur tilkynnt gjaldkera áheitið. 2. Kona á Snæfellsnesi, sem ekki vill láta nafns síns getið, sendi Dýraverndaranum 500 krónur í póstávísun til minningar um hundinn Snata. Afgreiðslumaður sendi þakkabréf fyrir hönd blaðs- ins og tilkynnti gjaldkera gjöfina. Ingimar Jóhannesson. Gjöf til Dýraverndarans: Frú Aðalbjörg Albertsdóttir á Hafursstöðum í Austur-Húnavatnssýslu hefur afhent ritstjóranum 80 króna gjöf til Dýraverndarans. — Beztu þakkir. upp óp, stökk af sleðanum og geystist í áttina til mín, og ég vissi, að eftir eina eða tvær mínútur yrði ég kominn upp á ísinn. Nú mundi ekki seinna vænna að minnast loforðsins. Ég tók á því, sem ég átti til og kallaði til Eskimóans: „Skjóttu ekki björninn, — skjóttu ekki björninn!“ Svo mjög sem tennurnar glömruðu í munninum á mér, mun ég ekki hafa verið ýkjaskýr í máli, enda varð ég að segja þetta aftur og aftur, unz Qolut- anguaq skildi mig. Hann varð sem agndofa, hefur trúlega haldið, að ég væri orðinn viti mínu fjær. En svo var eins og rynni upp fyrir honum ljós, og hann sagði hávær: „Nei, auðvitað, — ég verð að láta ganga fyrir að lijálpa þér!“ Síðan leysti hann alla hunda sína frá ækinu, og jjeir æddu í áttina til vakarinnar, voru óðlúsir að ráðast að hvítabirninum. En Qolutanguaq greip skutulfæri sitt af sleðanum og kastaði Jtví fimlega til mín. Ég náði á J)ví taki, sneri síðan baki við skörinni og hallaði hnakkanum á ísinn, hélt mér þannig uppi, meðan ég batt selskinnsreipið yfir um mig. Svo var Jxið leikur einn fyrir félaga minn að draga mig upp á skörina. Ég sá Jsað seinast til hvítabjarnarins, að hann vatt sér upp á ísinn, Jiegar hann sá tylft af hundum koma æðandi til viðbótar J)eim, sem fyrir voru. En öli hersingin réðst að honum, og hann hrataði í vök- ina. Ég var ekki fyrr kominn upp á skörina en kuld- inn nísti mig svo heiftarlega, að ég fann renna á mig ómegin. Ég reyndi að tala, en orðin urðu að óskiljanlegu hvísli á vörum mér, ])á er ég sagði: „Skjóttu ekki ... skjóttu ekki. . .!“ Svo hvarf mér allt í niðjjungan sorta. Þegar ég rankaði við mér, lágu fötin mín í stokk- freðnum ströngli við hliðina á mér á ísnum. Sjállur var ég allsnakinn í hvílpokanum mínum. Mér var vel heitt, og ég kenndi mér einskis meins. Frammi fyrir mér sat Qolutanguaq á hækjum sínum hýr- brosandi, hélt á rjúkandi tebolla og bar hann að vörum mér. Það fyrsta, sem hugur minn hvarflaði að, var hvítabjörninn: „En björninn?" sagði ég. „Hvar er hvítabjörninn?" Eskimóinn skellihló. Trúlega hefur honum verið skemmt við J)á hugsun, að sá verði ekki alltaf bana- maður bjarnarins, sem fyrstur f'inni hann. Og liann sagði ofurlítið stríðnislega: „Vert ])ú ekki að gera þér neinar áhyggjur út af birninum. Ég var að Ijúka við að flá hann hérna áðan.“ Björninn rís i vökinni. D Ý R A V E R N D A RIN N 81

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.