Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1972, Page 4

Dýraverndarinn - 01.09.1972, Page 4
Nautin hefna sín? í síðasta tölublaði Dýraverndarans var nokkuð minnzt á hinn blóðuga og ljóta leik, nautaatið. Aróð- ur erlendra dýraverndunarsamtaka gegn nautaatinu fer mjög vaxandi. Atið gengur út á það að bókstaf- lega murka lífið úr nautinu hverju sinni, og þá við mikinn fögnuð, ef drápið er gert á listilegan hátt eftir kúnstarinnar reglum. Leiknir nautabanar eru í hávegum hafðir á Spáni og spænskumælandi löndum Ameríku. Allur þessi Ijóti leikur er byggður á gömlum venjum, sem eru með hátíðasniði. Það má líkja áhuga Spánverja á þessum viðbjóðslega leik við áhuga Breta á knattspyrnu. Auðvitað byggist gamanið á því að nautabaninn drepi nautið, en einstöku sinnum kemur það fyrir, að jafnvel hinum slyngustu nautabönum bregzt snillin og nautið tekur frumkvæðið. Það þykir auðvitað ekki eins æskilegt né skemmtilegt í röðum áhorfenda, þó sá gangur leiksins sé ekki síður blóðugur að minnsta kosti í sumum tilfellum. Nú skeði það fyrir nokkrum dögum, að einn fræg- asti nautabani Spánverja varð illilega fyrir barðinu á nautinu, sem hann átti að drepa, en boli náði að stanga nautabanann þrisvar, segja fréttirnar af þess- um sögulega leik. Fagnaðaróp áhorfenda breyttust í skelfingarvein, þegar fólkið sá hetju sína falla í valinn. En til allrar hamingju mun hinn frægi nautabani ná sér aftur, því hann er ekki hættulega slasaður. Ekki varð þessi óvænta framtakssemi bola til að hann ynni sér lífs, heldur flýttu aðstoðarmenn dauð- daganum, og að sjálfsögðu á miklu óvirðulegri hátt en til hafði verið ætlazt. Að gömlum sið er þessi ljóti leikur enn í hávegum hafður, þrátt fyrir vaxandi mótmæli dýraverndunar- manna um allan heim fari sívaxandi. Erlendir ferða- menn, sem af forvitni fara og líta á þetta blóðbað, eiga margir hverjir vart orð til að lýsa þessum við- bjóði. Dýrin setja líka heimsmet Frá fréttastofnm streyma yfirleitt margar fregnir um afrek alls konar og beimsmet þykja meðal beztu frétta. Nýleg frétt segir frá sundafreki skjaldböku, sem synti frá Suður-Ameriku til Ghana á Vesturströnd Afríku, en vegalengdin var hvorki meira né minna en 5931 kílómetri. Skjaldbakan var merkt á vegum samtakanna„World ivildlife fund”, en sjávarskjaldbökur eru meðal þeirra dýra, sem hœtta er á að tortímist fyrir fullt og allt, þar eð kjöt þeirra þykir lostæti. Veiði á stórum skjaldbökum hefur því verið gengdarlaus í áratugi. Nokkuð hefur áunnizt í friðunarátt, en ekki nærri nóg til að útséð sé að skjaldbökustofninum verði bjargað. En sundafrek skjaldbökunnar og yfirlýst heimsmet hennar varð til þess, að nýjar varpstöðvar fundust þar sem hún skreið á land. Þessar varpstöðvar urðu síðan friðaðar, en þær höfðu aðeins verið kunnar mönnum, sem fóru ránshendi um varpsvæðið. Nú mun þessara varpstöðva verða gætt i framtiðinni fyrir áhrif frá áðurnefndum samtökum, sem berjast fyrir lífi ýmissa dýrastofna, sem eru í mikilli hættu að verða aldauða. 46 DÝRAVERNDARIN N

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.