Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1972, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.09.1972, Blaðsíða 7
HREIIMDYR eftir Sólmund Einarsson sjávarliffræðing Grein þessi um hreindýr er eftir Sólmnnd Einarsson sjávarlíjfraiðing, sem er nýkominn frá námi í Noregi. Hann starfar nú á Harfannsóknarstofnuninni. Sól- mundur er fceddnr í Ytri-Njarðvík 24- 12. 1941 og er hann nú búsettur þar. Jafnframt námi ferðaðist Sól- mundur mikið og dvaldist m. a. á hreindýraslóðum i Norður-Noregi. Hreindýr (Rangifer tarandus L.) eru hjartarættar og þau eru einu hjartardýrin þar sem bæði kynin hafa horn. Hjá báðum kynjum byrja hornin að vaxa á fyrsta lífsári og eru fullvaxin er dýrið nær 15 mánaða aldri. A öðru ári fella kvendýrin hornin að burði loknum, eða frá miðjum apríl til maíloka. Hinir ungu tarfar fella hornin í febrúar—marz, en hinir eldri eigi fyrr en í nóvember. Annars gerist þetta á hverju ári og er ótrúlegt hve fljótt hornin vaxa. Hornin eru tilkomumikil og geta verið frá 3 kg til 11 kg að þyngd. Það sem annars sérgreinir hreindýrin er það, að þau hafa hári vaxinn múla, stór augu og frekar smá eyru, stuttan flatan hala og sterklega fætur. Klaufirnar eru sérstaklega til þess fallnar að ganga á í blautlendi og snjó og spennast þær þá út þannig að dýrið sekkur síður niður. Sem önnur hjartardýr hafa þau kirtla við augun og klaufirnar, sem gefa frá sér þefkenndan vökva þannig að það auðveldar þeim að þefa hvert annað uppi og afmarka sitt svæði, sérstaklega um fengitímann. Skinn hreindýranna eru úr hárum, sem eru hol að innan og loftfyllt, þannig að þau mynda sérstaka einangrun gegn kulda og vos- búð. Einnig liggja hárin mjög þétt og þykja af þeim orsökum vel til skinnfelda fallin. En sá hængur er Sólmundur við rannsóknarstörf um borð í rannsóknarskipinu Bjarna Scemundssyni. á, að þeim hættir við að brotna, ef traðkað er á þeim og verður af mikið hárlos og eru þau því lítt til þess fallin að hafa á gólfi. Hvorki regn, slydda né lengri sundferð gerir það að verkum, að hreindýrin verði gegnblaut. Það gera hárin, en á sundi virkar feldur- inn eins og björgunarvesti. Háralagið er þannig úr garði gert, að það verndar dýrið fyrir flestum ytri áhrifum og gerir því af þeim sökum kleift að lifa við harðar aðstæður. Aftur á móti þola þau hita illa, og þar sem þau vantar svitakirtla, leita þau oft upp í snjóinn á sumrin, ef heitt er í lofti. Þau fella hárin árlega og tarfarnir fyrr en kvígurnar. Undir venjulegum kringumstæðum hafa þau fengið nýjan feld í september. Á sumrin eru hreindýr í Skandi- navíu grábrún að lit með svartbrúna fætur og þar að auki með rák í sama lit fyrir ofan hvítan búk- inn. Háls tarfanna er hvítur og undir hálsinum er nokkurs konar fax. Á veturna er feldurinn ljós að lit. Hinir nýfæddu kálfar eru rauðbrúnir að lit. I Skandinavíu geta tarfarnir náð 215 cm lengd, axlar- hæð er 120 cm og þyngdin getur komizt upp í 150 kg, kýrnar eru nokkru minni. Hreindýrin eru hópdýr og eru saman í misstórum flokkum eftir árstímum. T. d. leita tarfarnir frá hjörð- inni á sumrin en sameinast henni svo aftur á haustin um fengitímann. Þá byrja einnig innbyrðis slagsmál milli tarfanna um kvenhyllina og geta þau oft orðið æði ofsafengin og leitt til dauða beggja, ef þeir festast saman á hornunum, sem á þessum tíma eru stór og alsett greinum. Meðan eldri tarfarnir slást þannig, geta þeir yngri komizt að kvígunum og lagt grund- völl að komandi kynslóð. DÝRAVERNDARINN 49

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.