Dýraverndarinn - 01.09.1972, Page 9
lands seint á 18. öld eða 1771. Komu þau hingað frá
Söröy í Norður-Noregi og var þeim fyrst sleppt hér
sunnanlands og síðan á norðausturlandi. A Reykjanesi
þrifust þau vel og döfnuðu og juku kyn sitt og var
aðalheimkynni þeirra Bláfjöll. En saga hreindýranna
á Islandi hefur verið raunasaga frá upphafi og er
hún glöggt dæmi um skilningsleysi manna á þessum
fallegu dýrum og þeirra háttum. Fór svo að lokum,
að þeim var hreinlega útrýmt með gegndarlausri veiði
alls staðar nema þar, sem menn komust ekki að þeim,
eða uppi á öræfum. Tóku þá nokkrir hagsýnir menn
sig til og fengu þau friðuð, þrátt fyrir mikla and-
stöðu margra alþingismanna, sem vildu þau feig
og álitu þau hinn mesta skaðvald. Var það ekki seinna
vænna, þar eð stofninn var í lágmarki, en nú er svo
komið, að þeim hefur fjölgað aftur og prýða í æ ríkara
mæli okkar áður lífssnauðu öræfi. En alltaf koma
upp raddir, sem vilja hreindýrin feig, og sí og æ
berast háværar kröfur þeirra bænda af austursvæðinu,
sem vilja hreindýrin burt úr landi sínu. Bera þeir
það fyrir sig, að þau'eyði þarlendum gróðri og keppi
við sauðkindina um fæðuöflun. Samkvæmt rann-
sóknum, sem gerðar hafa verið þess efnis bæði hér
og erlendis, t. d. í Noregi, hefur reyndin orðið önnur,
og er sú fæðusamkeppni fremur lítil.
Mestur hluti fæðu þessara harðgerðu og nægjusömu
dýra er svokallaður hreindýramosi á veturna en grös
og fléttur á sumrin. Samkvæmt íslenzkum rannsókn-
um eru þessar niðurstöður fyrirliggjandi:
Tegund fæðu Sauðfé Hreindýr
Hálfgrös og byrkningar 17,7 8,7
Grös 71,6 31,1
Trjákenndar plöntur 6,2 44,6
Tvíkímblaða jurtir 4,5 11,8
Fléttur 0 3,8
Af þessu má sjá, að ekki er fótur fyrir árásum
bænda á þessi friðsömu dýr, nema þeir vilji ekki
sjá neitt kvikt í landi sínu eða í afréttum þessa
annars svo hrjóstruga lands. Eitt er þó víst, og það
er að stuðla ætti að dreifingu þessara dýra. Þá kemur í
hugann það svæði, þar sem hreindýrin voru áður og var
útrýmt, nefnilega Reykjanesskagi. Þar eru nú áætl-
anir um fólkvang, og gætu þau þar orðið fólki til
augnayndis og landinu til prýði. Þá gæfist fólki í æ
ríkari mæli tækifæri til að kynnast þeim í sínu eðli-
Ungur breindýrstarfur. Hornin eru loðin á vorin og sumrin
á meðan hornin vaxa, en loðnan dettur af seinni hluta
sumars, þegar hornin eru fullvaxin. Tarfarnir fella siðan
hornin í marz yfirleitt. Nokkrar vikur eru tarfarnir stðan
kollóttir, en svo taka þau að vaxa ört. Hornin verða steerst
og marggreinóttari á gömlum törfum.
lega umhverfi og þeirra lífsvenjum. Vil ég hér ljúka
þessu hjali mínu með þá ósk heitasta, að hreindýrin
yrðu flutt aftur í þessi fornu heimkynni og að við
á þann hátt bættum eitthvað fyrir syndir feðranna.
„rnppir
DÝRAVERNDARINN
51