Dýraverndarinn - 01.09.1972, Qupperneq 10
Vakað
yfir vellinum
Guðlaugur Guðmundsson er höfundur þessarar
sögu, en hún er úr bókinni Vinir djranna, sem kom
nt árið 1956. Höfundur var svo vinsamlegur að leyfa
Djraverndaranum að birta þessa sögu úr bókinni, sem
nú mun ófáanleg.
Fyrir 35—40 árum síðan var almennt vakað yfir
vellinum á hverju sveitabýli landsins, það er að segja,
lítil stúlka eða drengur gættu túnsins fyrir ágangi
kinda og hrossa, sem sóttu í nýgræðinginn. Nú er
þessi þáttur búskaparins horfinn með öllu. Einn af
mörgum, sem urðu að víkja fyrir tækninni. Girðingin
hefur tekið við af barninu.
Þegar allir aðrir fóru að sofa, fór lítil stúlka eða
lítill drengur á kreik og var á varðbergi gegn öllum
óboðnum gestum, sem gerðust svo djarfir að ætla að
bíta grænu stráin í túninu. Oftast nær var tryggi heim-
ilishundurinn við hlið þessa unga varðmanns. Þannig
hafði þetta gengið í aldaraðir. Segi einn þeirra sögu
sína, þá er hann um leið að segja sögu þúsundanna.
Mörgum munu þessar vökunætur hafa orðið langar
og leiðinlegar og þeir hlakkað til þess eins, að dagur
rynni. Svo eru aftur aðrir, og ég hygg, að þeir séu í
miklum meiri hluta, sem aldrei fundust þær of langar
nema þegar regnið dundi. Margur dreyminn drengur
hefur á bjartri og kyrri vornótt, þegar lífið var að
fæðast og dafna allt 1 kringum hann, fundið hugsun-
um sínum útrás í verkefnum, sem voru smækkuð
mynd af því, sem varð lífsstarf hans.
Ég byrjaði að vaka yfir vellinum, þegar ég var 6
ára og hætti 9 ára. Aldrei gleymi ég þeirri stundu,
er faðir minn sagði við mig: „Nú ert þú orðinn of
gamall til þess að vaka. Þú getur hjálpað mér svo
mikið við búverkin, að ég má ekki missa þig frá því.
Yngri bróðir þinn tekur nú við af þér og vakir yfir
vellinum.”
Þessi skipun var mér ofraun. Ég gekk þegjandi af-
síðis og grét í hljóði. Minningarnar um ótal atvik
frá liðnum vökunóttum ruddust fram í huga minn
hver af annarri og urðu að fegurstu myndum. Mér
fannst nú eiga að svipta mig þessu öllu. Ósköp var
það leiðinlegt að vera orðinn svona gamall.
Þegar ég vakti yfir vellinum, reisti ég mér stórt
bú á vallgrónu holti í túnjaðrinum. Þaðan var gott
útsýni yfir túnið og gott að fylgjast með skepnum,
sem sóttu í það. Þarna eyddi ég ótal nóttum. Fyrst í
að reisa bæinn, en hann hafði ég stóran og myndar-
legan með mörgum burstum fram á hlaðið. Svo kom
ég upp fjósi og fjárhúsi. Enginn góður bóndi má
gleyma hesthúsinu, enda lét ég það ekki vanta. Þegar
öllum þessum byggingum var lokið, kom ég mér upp
bústofni. Þá tíndi ég saman horn og hafði fyrir
kindur, skeljar voru lömb, kjálkar voru kýr og leggir
hestar. Ég hafði jafnan einn hest söðlaðan og þeysti
á honum fyrir féð, þegar ég þurfti að stugga því frá.
Mér fannst mikill munur að ríða góðum gæðingi, og
ævinlega launaði ég góðhestinum sprettinn, þegar ég
kom aftur á holtið, með því að lofa honum að bíta
þar, sem grænu stráin voru flest.
Þegar búið var orðið stórt, var nóg að starfa. Það
52
DÝRAVERNDARIN N