Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1972, Qupperneq 11

Dýraverndarinn - 01.09.1972, Qupperneq 11
þurfti að halda búsmalanum á haga, og þá dreifði ég honum um holtið, móana og grundirnar í kring. Svo þurfti að smala og láta inn, og þannig gekk svo á víxl. Þegar féð var orðið margt, byggði ég stóra rétt, því að það var miklu þægilegra að reka í rétt en í hús, þegar þurfti að að marka lömbin eða rýja ærnar. En hvað það var dásamlegt að búa þarna á holtinu um bjarta, kyrra vornóttina, einn og ótruflaður af strákunum, bræðrum mínum, sem líka vildu búa og voru alltaf að rífa og tæta fyrir mér. Hvað mér fannst Vatnsdalsáin falleg, þar sem hún rann, silfurtær, eftir miðjum dalnum og var til að sjá eins og skínandi silfurband. Arniðurinn var þrunginn töfrum um lág- nættið, þegar hver fugl svaf með höfuðið undir væng sér, og sólin, móðir dagsins, beið á bak við hálsinn og undirbjó komu næsta dags. Þá dreymdi ungan svein vökudrauma, að hann væri sjálfur orðinn virðulegur bóndi. Bærinn og peningshúsin á holtinu urðu veg- legar byggingar í stóru iðjagrænu túni. Horn, leggir og skeljar urðu lifándi búsmali, sem breiddist um hagana. Hvað var þá dýrlegra en að vera konungur alls þessa? Nú eru þessi leikföng að mestu horfin úr huga og hönd íslenzkra barna, en í þeirra stað komu bílar, flugvélar og upptrekkt dýralíkön, brúður og bangsar, að ógleymdum byssunum og skriðdrekunum, sem hver smástrákur telur sig mann að meiri að eiga. Ekki veit ég, hvort þetta eru heppileg skipti. Eg held, að gömlu leikföngin hafi haft lífræn áhrif á barnssálina og mótað hana til raunhæfra starfa. Eg held, að ég hefði ekki viljað skipta við ykkur á hornunum mín- um, leggjunum og skeljunum fyrir gljáandi leikföng- in ykkar. Þegar ég var orðinn svangur, skrapp ég inn í búr og fékk mér bita af matarskammtinum, sem mamma tók til handa mér á kvöldin. Hann var vanalega á tveimur diskum. Á öðrum voru nokkrar smurðar brauðsneiðar, en á hinum ein, og stundum tvær, kök- ur. Þar stóð líka mjólkurkannan mín full af nýmjólk. Kökurnar voru álíka mikið hnossgæti fyrir okkur þá og súkkulaði, brjóstsykur og karamellur eru fyrir ykkur, börnin góð. Það mun hafa verið siður að gefa krökkunum kökur, þegar þau vöktu yfir vellinum, og hefur vafalaust verið gert til þess að auka áhugann fyrir starfinu, en svo orðið að vana. Annars sáust kökur þá óvíða, nema gesti bæri að garði eða á stór- hátíðum. Þá var bæjarlækurinn leikvangur margra, og við hann dundaði ég oft. Hann rann rétt við bæjarvegg- inn, sums staðar straumharður, sums staðar lygn. Á lygnunni stíflaði ég hann með fyrirhleðslu. Fyrir ofan fyrirhleðsluna myndaðist stórt stöðuvatn, og á því sigldi ég skipunum mínurn, sem ég smíðaði úr tré- kubbum. Það voru vöruflutningaskip, sem ég fyllti af alls konar dóti, batt spotta í og dró svo stranda á milli. Lækurinn hélt samt áfram að streyma fram yfir stífluna, ekki hægt og rólega eins og fyrir ofan hana, heldur steyptist vatnið fram af fyrirhleðslunni og myndaði foss. En hvað niðurinn í fossinum var róandi þarna í lægðinni við hlaðvarpann, þar sem sóleyjan og fífillinn sváfu. En þessi indæli fossniður var samt hrekkjóttur. Hann átti það til að svæfa mig, svo að augun lokuðust og ég gleymdi bæði stund og stað og skyldustörfum mínum. „Þetta skal þér ekki takast," sagði ég þá við fossinn og nuddaði um leið svefn- þrungin augun. En einu sinni sigraði fossinn mig. Þá dreymdi mig, að ég svæfi í rúminu mínu hjá bróður mínum. Hann var þá búinn að rífa ofan af mér sængina, svo að mér var orðið kalt og kaldast á vanganum. Eg var að reyna að ná í sængina, þegar ég fann eitthvað hlýtt og mjúkt strjúkast við vanga minn. Eg vaknaði og hvað sé ég? Það er mamma. Hún krýpur hjá mér. Alltaf var höndin hennar jafn heit og mjúk og fundvís á kalda blettinn. „Það er alveg ómögulegt að sofa hjá honum Kjart- ani, mamma. Hann fer svo illa í rúmi og er alltaf að rífa ofan af mér sængina," segi ég með hálflokuð augun, og átta mig alls ekki á því enn, hvar ég er staddur. „Heyrðu, góði minn," segir mamma. „Nú sefurðu ekki í rúminu þínu. Þú hefur sofnað við fossinn þinn og túnið er orðið fullt af fé." Þegar mamma sagði síðustu orðin, „túnið fullt af fé," rankaði ég við mér til fulls og þaut á fætur. Skipin mín voru strönduð hingað og þangað niður með læknum, en hvað var það á móti því, að féð breiddi sig um allt túnið og beit af græðgi grænu stráin rétt eins og það hefði aldrei fengið eitt einasta strá fyrr á ævi sinni. Eg snaraðist af stað. Mamma hjálpaði mér, og innan stundar höfðum við vísað fénu rétta boðleið langt út frá túninu. Mamma leiddi mig á leiðinni heim. Ur einstaka þúfu flögraði lítill fugl, rétt eins og hann kæmi beint DÝRAVERN DARIN N 53

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.